Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Qupperneq 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Qupperneq 23
Friðrik Guðmundsson: “Kraftaverk Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur” Hjúkrunarfræðingurinn kemur snögglega inn í herbergi mitt og var sýnilega mikið niðri fyrir og segir með miklum alvöruþunga: “Það er síminn til þín...!” Mín? Nei takk, mig langar að vera einn í dag. Það gengur ekki, þetta símtal verður þú að taka, þetta er hann Helgi Seljan. Ha! HANNHELGI SELJAN??? Hvað vill hann mér?, við þekkjumst nánast ekkert, aðeins hitt hann einu sinni eða svo?? Þetta er áreiðanlega einhver misskilning- ur? Nei, svaraði hún um hæl. Eg myndaðist við að staulast af stað, því EKKI vildi ég tefja og móðga hinn atorkusama framkvæmda- stjóra og leit á það sem skyldu mína við hann og hans starfsvettvang að taka símann — Halló? Já, ÉG? HVAÐ SEGIRÐU! Fékk ég námsstyrk og settist þungt í næsta stól. Símtólið var sem límt við mínar hendur og fögnuðurinn innra ll.júní1998 með mér var slíkur að ég hreinlega gleymdi að spyrja hver upphæðin væri. Það væri hræsni af mér að segja að hún skipti ekki máli en það sem var mér efst í huga þá stundina var að ég var ekki lengur EINN að berjast við erfitt bóklegt nám og slaka heilsu. Hamingju- og þakk- lætistilfinningu virtist aldrei ætla að linna þann dag og sannfæring mín varð algjör: “ÞAÐ ER LJÓS í MYRKRINU EFTIR ALLT SAMAN”. Þetta voru mín ósjálfráðu við- brögð sem öryrki, þegar hinn virðu- legi framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalagsins, Helgi Seljan tilkynnti mér símleiðis, sem ritari í Náms- sjóði Sigríðar Jónsdóttur, að ég hefði fengið námsstyrk en ekki komið til að veita honum viðtöku! Afsökun mín var ekki flókin en vegna sérstakra óviðráðan- legra ástæðna gat ég ekki verið viðstaddur þá athöfn í kaffisal Öryrkjabandalagsins þegar náms- styrkir úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur voru veittir þann 11.06. 1998 og þykir það miður en kýs í staðinn að þakka fyrir mig á þennan hátt og fullvissa Námssjóðinn um að þessi styrkur mun eiga stóran þátt í að gjörbreyta námslegu lífi mínu. Styrkurinn úr Námssjóði Sig- ríðar Jónsdóttur mun gera mér kleift að halda áfram frekara námi og léttir mér á ólýsanlegan hátt mikil bókakaup úr tómum örorkubóta- vasa. Ég var alvarlega að hugsa um að hætta frekara námi vegna fjár- skorts og heilsuleysis en nú get ég að minnsta kosti horft fram á bjart- ari haustmánuði fjárhagslega séð. Þau markmið sem Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur hefur að leiðar- ljósi eru aðdáunarverð og göfugt framtak gagnvart öryrkjum sem eru að reyna af veikum mætti að bæta menntun sína með von um betri líðan og bjartari framtíð. Takk fyrir mig og megi hið skæra kærleiksljós og vinarþel frá Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur skína einnig á aðra öryrkja um ókomin ár. Reykjalundi, íjúní 1998 Friðrik Guðmundsson öryrki Hlerað í hornum Það var á þeim tímum þegar verið var að lögleiða aurhlífar á bfla eða svokall- aða drullusokka. Prestur einn kom til bifreiðaeftirlitsmannsins á jeppa sín- um án aurhlífa. Þá leit eftirlitsmaður- inn fyrst á jeppann og síðan á prest og sagði svo: “Heyrðu vinur minn, það er ekki nóg að það sé einn drullusokkur á bflnum”. *** Sýslumaður einn fyrr á öldinni þótti allra manna ljúfastur í allri umgengni og tók öll afbrot náungans afar nærri sér. Einu sinni höfðu 3 strákar brotizt inn í verzlunina á staðnum og urðu af yfirheyrslur. Tveir játuðu strax en sá þriðji kvaðst hafa verið úti að pissa meðan hinir tveir létu greipar sópar. Þá er sagt að sýslumaður hafi sagt: “Uss, uss, menn eiga ekki að vera úti að pissa meðan aðrir eru inni að stela”. Einu sinni kom stórsöngvari okkar þá í heimsókn til sýslumanns en hann ætlaði að halda tónleika á staðnum og læknirinn og sýslumaðurinn skólabræður stórsöngvarans. Sýslu- maður bauð þeim í matarveizlu mikla enda voru allir þrír miklir matmenn. Fram voru bornir kjúklingar sem ekki voru nú algeng fæða þá. Rétt þegar sezt hefur verið að borðum og sýslu- maður sagt gestum sínum að gjöra svo vel, þá hringir síminn og sýslumaður biður þá blessaða að gjöra sér gott af matnum meðan hann sinni símanum. Samtalið mun hafa dregizt á langinn, því þegar sýslumaður kemur til baka er lítið eftir nema beinin. Varð sýslu- maður eðlilega sorgmæddur á svip, en söngvarinn strauk fulla vömb sadd- ur vel og spyr sýslumann: “A hvaða lagi finnst þér nú að ég ætti að byrja í kvöld?” Sýslumaður svaraði að bragði: “Ætli væri ekki við hæfi að þú byrjaðir á: Hvar eru fuglar.”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.