Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Síða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Síða 36
Ágúst Jónsson: Sjö pund af sannleika Komdu sæll vinurminn. Ég þakka mikið vel fyrir bréfið, sem barst nú fyrir tveim dögum.Þú gerir að umtalsefni erfiðleika þína og fjöl- skyldunnar vegna fötlunar þinnar. Mér er nær að halda að þér finn- ist þetta vera eins- dæmi. Að sjálf- sögðu er það ekki rétt, en hitt er satt, að sársauki er ekki mælanlegur. Hvorki á Richter Ágúst né öðrum skölum. Jónsson Og sársauki er ■^■■■■■■■■■■i illskiljanlegur öðrum en þolandanum sjálfum. Það gæti verið ástæðan fyrir því að þér finnst eins og öllum sé andskotans sama. Ég veit að þú samþykkir þetta þegar þú ferð að hugsa þig um. Hvort þú átt langa og bjarta framtíð fyrir þér, er erfitt að segja til um. Sumir láta bugast fljótlega af sjúkdómi sínum eða fötlun en aðrir taka hæfilega mik- ið mark á erfiðleikunum. Ég er ekki í vafa um að þú getir lifað innihaldsríku og athafnasömu lífi. Mjög margir láta ekki bugast þrátt fyrir alvarlega bækl- un. Vangaveltur um það, hvort eitthvað sé sanngjarnt í lífinu eða ósanngjamt, eru ekki til neins. Lífið bara er. Það tekur í rauninni enginn ábyrgð á því nema við sjálf. Hver fyrir sig. Mig langar til að segja þér stutta sögu sem gerðist í minni heimabyggð þegar ég var á áttunda árinu. Sagan er um blindan mann sem tók mátulega mikið mark á fötlun sinni. Þetta gerðist 1952. I gegnum þorpið, sem ól mig upp, rennur lítil falleg á. Sumum kunningj- um mínum finnst það ofrausn að tala um á, og vilja að ég viðurkenni að áin okkar sé bara lækur. Auðvitað er það fráleitt. Stundum, einkum í leysing- um á vorin og ef rignir, á áin til að bólgna upp og flæða kolmórauð og vatnsmikil yfir bakka sína á mörgum stöðum. Trúlega er þetta að hluta til afleiðing af því hve bugðótt áin er og Smásaga hve landinu hallar lítið í átt til sjávar. Dagana á undan hafði einmitt verið mikill vöxtur í ánni en var nú í rénun. Hún var samt ennþá margföld að stærð og kolmórauð. Það var mjög rakt loft þennan sumardag og á árbakkanum angaði af rakri mold, og mýrarauðinn skipti litum og var stundum blár. Störin var ósprottin ennþá en visnaðar starir frá fyrra surnri lágu klesstar ofan í leirinn sem áin hafði skilið eftir í lautum þar sem lægst var. Mófuglarnir voru komnir fyrir nokkru en eins og þú veist eru oft liðnar 2-3 vikur af sumr- inu á þessum slóðum, þegar mönnum og málleysingjum finnst ennþá vera vor. Lítill hópur manna stóð á litlu nesi sem skagaði út í mórauða ána. Tveirfullorðnirogfjögurböm. Annar hinna fullorðnu var blindur. Hann bar dökk gleraugu og það var hann sem bjóst til veiða í ánni. Hann var með langa, enska flugustöng og kastlínu en enga flugu, heldur öngul, slíkan sem ég hafði aldrei séð og beitti ánamöðk- um af rammíslenskum ættum, sem voru meira að segja úr hans eigin fjár- hússhaug. Tveir stelkar létu okkur hafa allan skammtinn af þeim þreytandi skrækj- um sem eru einkennandi fyrir þá þegar leiðir þeirra og mannsins skarast. Kannski héldu þeir að þeir ættu landið og kannski var það ekki svo vitlaust hjá þeim, en kannski voru þeir bara að æfa að vera par með egg eða unga. Það var dálítil kaupstaðarlykt af köllunum sem setti allt að því hátíð- lega stemmingu á þennan litla hóp sem stóð þarna í rakamettuðu hlý- viðrinu. I dökkum sólgleraugum blinda mannsins spegluðust hendur hans þegar hann beitti möðkunum. Fingur hans unnu verkið af nákvæmni, líkt og hann væri alsjáandi, og maðkamir engdust í allar áttir eins og vanalega rétt áður en þeim er rennt fyrir fisk. Ég horfði á þá er þeir spegluðust í sólgleraugunum, en allt í einu sveifl- aði hann þeim út yfir ána. Hann hélt á stönginni með hægri hendi en dró út línuna með vinstri. Brátt tók straumurinn þéttar í sökku og línu og fljótlega var mátulega mikið af línu komið út. Blindi maðurinn bar höfuðið eins og hann væri að horfa langt út í fjarskann. En hann var ekki að horfa neitt. Hann hafði verið blindur ámm saman. Kannski var hann í huganum 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.