Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Síða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Síða 44
Svipmynd frá hátíðinni. AF AFMÆLUM SÍBS OG NHL Dagana 21. og 22. ágúst sl. var sannarlega mikið um að vera á vettvangi SÍBS. Hingað voru komnir góðir gestir frá systur- félögum SIBS á hinum Norðurlönd- unum þeirra erinda að halda hér vinnufund um verkefnin framundan svo og ekki síður að halda upp á 50 ára afmæli Norrænu hjarta- og lungnasamtakanna sem einmitt voru stofnuð á Reykjalundi fyrir hálfri öld. Norrænu gestirnir munu hafa verið um 30. En ekki aðeins var aldarhelmingi norræns samstarfs fagnað heldur einnig 60 ára afmæli SÍBS sem vel að merkja stendur fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúkl- inga, þó flestir noti skammstöfunina og hana þekkir þjóðin að afar góðu einu. Vinnufundurinn sem fjallaði sér- staklega um baltnesku löndin: Eist- land, Lettland og Litháen og norræna aðstoð við sjúklingasamtök þar allra helst var á föstudag og blaðamanna- fundur var svo á laugardag. Þar fengu menn mikinn fróðleik um geigvæn- lega útbreiðslu berkla í heiminum sem nefndir voru sem “verdens katastrofe” eða heimsógæfa þar sem verst er ástandið í Afríku og Asíu en einnig í Sovétríkjunum gömlu þ.m.t. baltn- esku ríkin. Árleg dánartíðni af völdum berkla áætluð um 3 milljónir manna, mjög verulegur hluti böm. Norræna ráðherranefndin hefur stutt vel við bakið á norrænu samtökunum varðandi aðstoð á ýmsan veg við baltnesku löndin m.a. rannsóknarverkefni og stuðning við sjúklingasamtök í þessum löndum. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með hvert sitt landið til hjálpar og ísland og Danmörk leggja sitt lið einnig með ágætum. Við fengum einnig mikinn og mætan fróðleik um langvinna lungnaþembu sem er býsna algeng á Norðurlöndunum eða um 10% allra íbúa sem þar af þjást. Ut hafa verið gefnar norrænar viðmiðunarreglur fyrir endurhæfingu fólks með langvinna lungnateppu og er fyrir þeim gerð grein annars staðar. Stærsta ástæðan fyrir lungnaþemb- unni eru reykingarnar. Lögð er því áhersla á það að 1% af tóbaksgróð- anum skili sér beint til tóbaksvarna, enda væri það drjúg upphæð. Um leið var bent á hve gífurlegt heilbrigð- isvandamál reykingar einnig væru hvað t.d. bæði hjartasjúkdóma og krabbamein snerti. Fyrir samfélagið í heild og þjóð- irnar yrði því slíkur skattur fljótur að skila sér í minni kostnaði við heil- brigðiskerfið og arðurinn ótvíræður til framtíðar. Haukur Þórðarson form. SIBS sagði SIBS mundu verða með í átak- inu í Eystrasaltslöndunum af fremsta megni. Hann benti einnig á að allir útlend- ingar sem hér settust að yrðu að fara í berklaskoðun og að því mikil vörn að sjálfsögðu hér. Haukur upplýsti einnig að Islend- ingar væru með allnokkurt forskot varðandi lungnaþembusjúklinga þar sem í meira en 15 ár hefði farið fram á Reykjalundi markviss og skipulögð endurhæfing fyrir þessa sjúklinga. Af kynnum sínum við marga þeirra veit ritstjóri hversu einstaklega vel hefur verið unnið að þessari endurhæfingu. Eftir hádegi á laugardag var svo haldin vegleg afmælishátíð í Súlnasal Hótel Sögu þar sem þessum tveim fyrrnefndu stórafmælum var 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.