Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 9
eins og fleiri samflokksmenn hans,
þar með talinn sjálfur formaðurinn,
lýst því yfir að honum sé ljóst að
kjarastaða öryrkja sé ekki góð. Yfir-
lýsingar í þessa veru ber í sjálfu sér
að virða, einkum þegar þær koma frá
fólki sem ekki er vitað til að hafi
vísvitandi haldið að almenningi
blekkingum um staðreyndir mála. En
hjá því verður ekki komist að riþa
upp að fýrir síðustu kosningar brá
Framsóknarflokkurinn á það ráð að
efna til linnulausrar blekkingaher-
ferðar þar sem dag hvern mátti lesa
heilsíðuauglýsingar um gríðarlega
bætt kjör öryrkja, og hvergi annað að
sjá og heyra en núverandi þingmenn
flokksins létu sér þessa rándýru aug-
lýsingabrellu vel líka.
Eftir 6 ára bið er okkur ekki nóg að
hlusta á forystumenn Framsóknar-
flokksins lýsa yfir skilningi á málstað
öryrkja. Nú dugar okkur ekki neitt
annað en að ráðist verði að rótum
vandans með áþreifanlegri eflingu
almannatrygginga. En svo Qarri eru
þær því að vera raunverulegar trygg-
ingar að nú er svo komið að þeir sem
áður fóru um landið til að selja
þjóðinni uppbyggilegar bókmenntir,
sjá sér nú meiri hag í því að knýja
dyra til að bjóða þeim sem efni hafa á
að tryggja sig og börn sín gagnvart
sjúkdómum og örorku - tryggja sig
gagnvart þeirri örbirgð sem fólgin er
í bótafjárhæðum hinna svokölluðu
almannatrygginga. Þeir sem selja
þessar tryggingar eru sér ekki aðeins
meðvitaðir um þær bótafjárhæðir
sem ráðamenn ákvarða öryrkjum
heldur hika þeir ekki við að notfæra
sér eðlilegan ótta fólks um öryggi
sitt, þ.e.a.s. þess fólks sem er nógu
heilsuhraust til að það borgi sig að
gefa því kost á að tryggja sig hjá
Lífís, ísvá og hvað þau nú heita þessi
nýju ísfélög, sem eiga það ekki
aðeins sameiginlegt að gera út á
okkar ónýtu almannatryggingar held-
ur velja sér að auki fyrirtækjaheiti
sem eru í senn svona ljómandi vel
fallin til að lýsa eðli starfseminnar og
forsendum rekstrarins.
Þeir ráðamenn Framsóknarflokks-
ins sem vilja að við trúurn því að þeir
séu andsnúnir einkavæðingu velferð-
arþjónustunnar geta ekki dregið það
eitt árið til viðbótar að bregðast við
þessari ört vaxandi einkavæðingu.
Vilji þeir ekki skilja hér eftir sig vest-
urheimsk frumskógarlögmál á þessu
lífsnauðsynlega sviði hvers velferð-
arríkis komast þeir ekki hjá því að
verja hærra hlutfalli þjóðartekna
okkar til almannatrygginga.
Við bíðum svars
í baráttu sinni hefur Öryrkjabanda-
lagið ekki látið sér nægja að benda á
siðferðilega nauðsyn þess að efla hér
almannatryggingar heldur höfum við
einnig reynt að opna augu stjórnvalda
fyrir efnahagslegum ávinningi slíkrar
aðgerðar, þeim margvíslega og um-
fangsmikla sparnaði sem efling
almannatrygginga hefði óhjákvæmi-
lega í för með sér. Þótt ríkisstjórnar-
flokkarnir haldi enn að sér höndum,
virðast rök okkar til allrar hamingju
hafa náð eyrum þjóðarinnar. Vaxandi
fjölda fólks, sem ekki á neinna
beinna persónulegra hagsmuna að
gæta, er farið að ofbjóða sú stefna
fátæktar og aðskilnaðar sem íslensk
stjórnvöld framfylgja í trygginga-
málum öryrkja. Hyggist ráðamenn
halda áfram að misskipta sameigin-
legum þjóðartekjum okkar á þann
veg að fötlun haldi áfram að verða
ávísun á fátækt og einangrun, ber
þeim að færa einhver rök fyrir þeirri
breytni sinni. Rétt eins og þeir ætlast
til af okkur, ber þeim að færa efnisleg
rök fyrir máli sínu og standa reikn-
ingsskap gjörða sinna. Það er að
minnsta kosti lágmarkskrafa að þeir
upplýsi hvers vegna þeir kjósa að
ákvarða öryrkjum jafnlágar bætur og
raun ber vitni. Þá verður ekki lengur
hjá því komist að þeir geri opinber-
lega grein fyrir því hvort og þá
hvernig þeir hafa hugsað sér að
örorkubæturnar dugi til helstu nauð-
þurfta, leigu lítillar íbúðar, næringar-
ríkrar fæðu o.s.frv. Hér er ekki spurt
um mannsæmandi líf, heldur ein-
ungis nauðþurftir.
Við bíðum svars.
Garðar Sverrisson.
Hlerað í hornum
“Er það satt að hann Nonni sé
nískur?” “Já, heldur betur, hann tek-
ur m.a.s. orð sín aftur”.
Gunnar: “Það kemur aldrei dropi af
víni á borð í mínu húsi”. Nonni sí-
raki: “Ja, þú hlýtur þá að hella mjög
varlega”.
Jón sagði vini sínum, Sveini að hann
hefði fengið bréf frá ofsareiðum föður
sem hefði hótað sér lífláti, ef hann
ekki hætti að fleka dóttur sína. “Nú þá
hættirðu því bara”, sagði Sveinn. En
þá sagði Jón: “Hvernig á ég að geta
það. Bréfið var nafnlaust’’.
Þeir höfðu ekki sést lengi félagarnir
og nú spurði sá aðkomni: “Er það
virkilega satt að þú hafir trúlofast
henni Siggu Sveins?” “Jú, jú, mikið
rétt”. “Hvað segirðu, og hún sem
hefur sofið hjá öllum karlmönnum í
þorpinu”. “Jæja, og hvað með það,
þetta er nú ekki svo íjölmennt þorp”.
Bræðurnir 6 og 7 ára voru komnir í
rúmið og þá fer sá yngri að kalla í
hinn, sem ekki ansar. “Af hverju
ansarðu mér ekki?” “Æ, hættu þessu
bölvuðu kalli, ég er að lesa bænirnar
mínar”.
Frúin fína var afar góð með sig og
hélt vinnukonu. Einu sinni þegar
frúin var á leið út sá hún að tvær vin-
konur hennar voru að koma í heim-
sókn. Hún bað vinnukonuna að segja
þeim að hún væri ekki heima og það
gjörði hún. Frúin spurði vinnukon-
una svo hvað þær hefðu sagt þegar
hún hefði sagt þeim þetta. “Þær
sögðu bara: Þvílik hundaheppni”.
***
“Er konan þín ennþá jafnfalleg?”
“Já, það held ég, en það tekur hana
bara alltaf lengri og lengri tíma að
verða það.
***
Jón gamli fjósamaður segir frá: “Ég
var að koma út úr fjósinu með fulla
fötu af nýmjólk, þegar ég sá þennan
hræðilega draug”. “Og varðstu ekki
hræddur?” “Hræddur og ekki hrædd-
ur, ég veit ekki hvað skal segja um
það, en þegar ég kom inn í bæ og fór
að gá í fötuna þá voru bara í henni tvö
pund af smjöri”.
“Fékkstu ávísunina frá mér?” “Ég er
nú svona hræddur um það, fyrst frá
þér og svo frá bankanum”.
***
Og talandi um nísku. “Hann Jón er
svo nískur að þegar hann hlær þá
hlær hann á kostnað annarra”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
9