Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 18
Stjórn Svalanna kynnti sér starfsemi deildarinnar. Margrét S. Páls- dóttir, formaður Svalanna (t.h) afhendir Bjarnveigu Bjarna- dóttur, deildarstjóra sérdeildar (t.v.) gjöfina. Svölurnar veita styrk til sérdeildar fyrir einhverfa í Langholtsskóla Síðastliðið haust voru liðin fimm ár frá stofnun sér- deildar fyrir nemendur með ein- hverfu sem staðsett er í Lang- holtsskóla. I tilefni þessara tíma- móta sótti deildin um styrk til Svalanna. Helsta fjármögnunar- leið Svalanna er jólakortasala. Þær brugðust vel við og veittu styrk sem svarar um hálfri milljón króna. Styrknum var varið til tækja- og námsgagna- kaupa. Keypt var Power Machintosh tölva, tveir prentarar, þrír ritþjálfar, Board Maker myndaforrit og fleiri tölvuforrit til tungumálakennslu. Tækin nýtast afar vel við kennslu nemenda með einhverfu. Þessir nemendur þurfa enn fremur en ófatlaðir nemendur að hafa greiðan aðgang að tölvuút- búnaði. Reynslan hefur sýnt að það er mun auðveldara að kenna bæði stærðfræði og tungumál með aðstoð tölvunnar. Einnig nýtist tölvan afar vel í málörvun. Starfsfólk, foreldrar og nemendur sérdeildar Langholtsskóla vilja koma á framfæri innilegu þakk- læti til Svalanna fyrir þessar höfðinglegu gjafir sem munu eiga sinn þátt í því að búa nem- endur undir líf í samfélagi fram- tíðarinnar. Landsbanki Islands veitti deildinni einnig styrk að fjárhæð kr. 100.000, í tilefni afmælisins. Sá styrkur var nýttur til að kaupa stafræna myndbandsupptökuvél. Sérdeildin þakkar kærlega fyrir styrkinn sem nýtist afar vel í starfsemi deildarinnar. síðan fyrir að þessir aðilar ræddu samstarfsmöguleika og var Alfreð Þorsteinsson formaður þeirrar nefndar sem fjallaði um málið. í viðræðunefnd voru eftirtaldir fulltrúar tilnefndir: Frá ÍSÍ: Alfreð Þorsteinsson, Þórður Þorkelsson, til vara Sigurður Magnússon. Frá ÖBI: Vilhjálmur Vilhjálmsson, Arinbjörn Kolbeinsson, til vara Oddur Ólafsson Frá UMFÍ: Sigurður Geirdal, til vara Oddur Karlsson Frá íþróttanefnd ríkisins: Valdimar Örnólfsson, til vara Reynir G. Karlsson. Fyrsti fundur í nefndinni var haldinn 20. ágúst 1985 í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal. Nefndin tilnefndi þá Sigurð Magnússon, Vilhjálm Vilhjálmsson og Sigurð Geirdal í starfshóp. Um miðjan október lauk aðild íþróttanefndar ríkisins að nefndinni. Snemma í viðræðunum náðist samkomulag um eignarhlutdeild og í framhaldi af því var sett á laggirnar undirbúningsstjórn sem skipuð var eftirtöldum mönnum: Frá ISI: Alfreð Þorsteinsson og Þórður Þorkelsson, til vara Sigurður Magnússon og Hannes Þ. Sig- urðsson. Frá ÖBÍ: Vilhjálmur Vilhjálmsson og Arinbjörn Kolbeinsson, til vara Oddur Ólafsson. Frá UMFI: Haukur Hafsteinsson og Sigurður Geirdal. Nefndirnar unnu frá fyrsta degi af miklum áhuga að framgangi sam- starfs þessara aðila, vegna aðildar UMFI að Islenskum getraunum urðu þeir einnig aðili að þessu góða sam- starfi sem var afgreitt með stofn- fundi íslenskrar getspár sem haldinn var 8. júlí 1986. En Alþingi hafði samþykkt lög í maímánuði sem heimiluðu ÍSÍ, ÖBÍ og UMFÍ að standa fyrir rekstri talnagetrauna samkvæmt nánari reglugerð þar um. Sala Lottós hófst síðan 22. október 1986 og fyrsti útdráttur fór fram næsta laugardag á eftir. Merkum áfanga var náð í sögu þessara samtaka. Vilhjálmur Vilhjálmsson. Hlerað í hornum “Maðurinn minn vill ekki fara til tannlæknis”, sagði kona ein við vin- konu sína. “Það er ekki von, hann fær aldrei að opna munninn heima heldur”. “Hún Jóna er farin að vinna á kránni. Hana langaði svo til að hitta manninn sinn oftar”. Listmálarinn sagði konu sinni að hann ætlaði að gefa verk sín ein- hverju góðu félagi eða stofnun. Kona hans hreytti út úr sér: “Já, blessaður gefðu Blindrafélaginu þau”. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.