Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 27
sjúkdómum að bráð. Hann benti einnig á nauðsyn þess að finna rétt úrræði handa fólki sem þyrfti endurhæfingar við. Þannig væri ekki nægjanlegt að senda fólk af sjúkra- húsum í einangrun innan veggja íbúðarhúsnæðis heldur yrði að finna því heppilega búsetu og þjálfun. Færrí klúbbfélagar leita aðstoðar geðsjúkrahúsa John Bowish sagðist hafa farið víða á meðan hann var ráðherra til þess að kynna sér úrræði í málefnum geð- sjúkra. Hreifst hann einna helst af klúbbunum þar sem allir voru virkir og sjúklingar og fagfólk störfuðu sam- an. Honum þótti einkar athyglisverð sú staðreynd að þeir, sem starfa innan klúbbanna, leita sjaldnar eftirþjónustu geðsjúkrahúsa, ekki vegna þess að þeir læknist af sjúkdómi sínum heldur vegna þess að þeir veikjast sjaldnar. Aðgerðarleysið veldur mestum kostnaði í lok erindis síns rakti John Bowish ýmislegt sem áunnist hefur á alþjóð- legum vettvangi til þess að vekja athygli á kjörum fólks með geðræn vandamál. Fyrir tilstilli Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar er árið 2001 helgað málefnum þessa hóps og Evrópusambandið hefur samþykkt sérstaka aðgerðaráætlun til þess að bæta kjör hópsins. John Bowish taldi mestu skipta að atvinnuveitendur mótuðu sérstaka stefnu í geðheilbrigðismálum. Hann sagði að aukinn skilningur ríkti nú á því að líkamlegt og andlegt heilbrigði væri jafnmikilvægt. Hann greindi frá því að breska heilbrigðisráðuneytið hefði staðið fyrir því að nokkur bresk fyrirtæki hefðu gefið út sérstaka heil- brigðisstefnu þar sem sérstaklega var tekið á geðrænum vandamálum. Dag- inn áður en hann lagði blessun sína yfir þessa áætlun bað hann ráðu- neytisstjóra sinn að sýna sér heil- brigðisstefnu ráðuneytisins, en þetta ráðuneyti segir hann að sé þriðji stærsti atvinnuveitandi heims á eftir Rauða hernum og indversku járn- brautunum. Fátt varð um svör. Engin stefna var fyrir hendi en því var lofað að ráðin yrði bót á því. Hann hélt því frarn að ekki væri nóg að krefjast þess af atvinnuveitendum að þeir gerðu úrbætur í fyrirtækjunum til þess að auðvelda geðfötluðum að fá atvinnu; hið opinbera yrði að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna hvað í raun væri hægt að gera. Sér- stök stefna í geðheilbrigðismálum þyrfti ekki að vera flókið eða orð- margt plagg heldur þyrftu markmiðin að vera skýr og vel skilgreind. Loka- orð hans voru þessi: „Þeim sem taka erfiðar ákvarðanir verða á mikil mistök. En þeir sem forðast að taka nokkrar ákvarðanir gera mestu mistökin.” Arnþór Helgason. Hlerað í hornum Maður einn slangraði inn á samkomu hjá hvítasunnumönnum þar sem fram fór niðurdýfingarskírn í laug einni. Maðurinn slangrar þangað og prestur dýfir honum þegar ofan í og heldur honum þar dágóða stund, en spyr svo hvort hann hafi séð Jesúm, en hinn kveður nei við því. Aftur er mannin- um dýft niður í og haldið sýnu lengur, en svo er hann spurður hins sama af presti, en hann harðneitar. í þriðja sinn dýfir prestur honum ofan í og heldur honum niðri svo lengi að mað- urinn var köfnun næst, og enn spyr prestur hvort hann hafi séð Jesúm og enn kveður maðurinn nei við því en spyr svo: “Heyrðu, ertu viss um að Jesús hafi dottið ofan í þessa laug?”. Fjórir menn sátu inni á bar og drukku stíft og svo fór að einn þeirra dó fram á borðið. Nokkru seinna fara þre- menningarnir að tygja sig til brott- ferðar og reyna að vekja þann fjórða, hrista hann og hrópa á hann, en allt kom fyrir ekki. Þjónninn segir þeim þá að láta hann vera, því hann þekki kauða og skuli sjá um hann, þegar lokað verði. Þá segir einn þre- menninganna: “Ertu vitlaus maður. Við verðum að hafa hann með. Hann er bílstjórinn”: Maður einn var að tala á móti líkams- rækt: “Hugsið ykkur bara konuna sem alltaf skokkaði 10 hringi í kring- um Tjörnina. Að lokum var hún orð- in svo grönn að endurnar á Tjörninni hentu í hana brauðmolum, því þeim blöskraði svo útlitið”. Þessi saga var í Fréttabréfi Foreldra- félags misþroska barna, þangað kom- in frá foreldri undir heitinu: Nýjasta tækni og vísindi. Strákurinn minn, þá 7 ára gamall sat á klósettinu og var að gera stórt. Hann opnaði hurðina fram og kallaði til mín: “Mamma getur þú látið mig fá símann? Eg ætla að hringja í Palla”. Ég neitaði honum um það því mér finnst ekki viðeigandi að tala í símann og gera stórt á meðan. Hann varð mjög undrandi á neitun minni og svaraði um hæl: “Nú? Finnst lyktin eða hvað?”. Frístundamálari hreykti sér oft af list- sköpun sinni. Hann fór til kaup- mannsins í þorpinu með mynd sem hann vildi selja kaupmanni. Kaup- maður hengir myndina upp og virðir fyrir sér en hún átti að sýna bernsku- umhverfi hans. Loks segir hann: “Ég skal kaupa af þér myndina fyrir lítilræði ef ég má snúa henni við og láta það sem þú vilt láta snúa upp, snúa niður”. Segir ekki frekar af við- skiptum. Gömul saga er til um stýrimann einn sem kom til prests og bað hann að gifta sig daginn eftir. Prestur sagðist ekki geta það fyrr en eftir viku. “Æ, hver skrambinn, rúmin eru nefnilega tilbúin, svo mætti ekki fá undanþágu hjá blessuðum prestinum. Það held ég nú að maður hafi fengið undan- þágu á sjónum, bara með punga- próf”. Tveir frambjóðendur rifust heiftar- lega og vönduðu hvor öðrum ekki kveðjurnar m.a. í framíköllum. Nú gall við í þeim sem ekki var í ræðu- stólnum þá stundina: “Þú ert hænsni”, og af varð nokkur hlátur fundargesta. En þá svaraði hinn: “Þú ert fúlegg og getur aldrei orðið hænsni”. Kerling ein var að hlýða á lestur úr biblíunni og einmitt um syndafall Adams og Evu. Hún hlustaði grannt á þetta en sagði svo: “Ég held nú samt að það hafi farið best sem fór. Það hefði nú ekki orðið lítill hofmóðurinn í henni veröld hefðu allir verið heilagir”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.