Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 33
stuttu var keyptur hand- og fótalampi
af nýjustu gerð
Sjúklingar þurfa ekki að panta tíma
á göngudeild SPOEX og opnunartími
er frá kl. 11.30 til 18.30 sem hentar
mörgum mjög vel.
Göngudeildir í Reykjavík eru farnar
að kreija sjúklinga um kr. 200 fyrir
hverja meðferð og kr. 300 ef um
PUVA-meðferð er að ræða í hvert
skipti. Sama gjald er tekið fyrir börn
og fullorðna, aldraða og öryrkja og
engin afsláttarkort eru tekin gild.
Þetta gjald er ekki tekið af þeim
sjúklingum sem sækja meðferð á
göngudeild SPOEX og hefur stjórn
SPOEX barist fyrir því að þetta gjald
verði fellt niður á göngudeild ríkisins
í Þverholti.
Landsbyggðin
Á landsbyggðinni starfa 12 deildir
SPOEX. Nú er í bígerð að stofna tvær
nýjar deildir á næstunni, eina í
Ólafsvík og aðra á Egilsstöðum.
SPOEX hefur undanfarið gefið
ljósagreiður til nokkurra deilda úti á
landi og mun einnig gera svo til nýju
deildanna.
Fræðslufundir
Fræðslufundir hafa verið haldnir
árlega úti á landi. Á síðasta ári voru
fræðslufundir á Siglufirði og Flúsa-
vík. Fundirnir eru haldnir í samvinnu
við Bláa lónið sem hefur aðstoðað
SPOEX við fjármögnun fræðslufund-
anna. Húðlæknir hefur alltaf komið
með okkur ásamt hjúkrunarfræðingi
göngudeildar Bláa lónsins.
Fræðslufundir í Reykjavík eru að
jafnaði tveir á ári. Síðustu tveir fundir
voru um psoriasisgigt og um börn
með exem eða psoriasis. Voru þeir
báðir mjög fræðandi og fundarmenn
ánægðir með fúndinn.
Fræðslubæklingar
Nú eru í vinnslu fræðslubæklingar
hjá SPOEX. Ætlunin er að gefa út
bæklinga um börn og exem, psoriasis
í hársverði, psoriasis á höndum og
fótum, psoriasisgigt ásamt sögubók
sem er sérstaklega ætluð börnum.
Bæklingar þessir eru upphaflega
framleiddir af N-Pso-samtökunum,
samnorrænu psoriasissamtökunum
en þýddir og staðhæfðir hér.
Vegleg félagsblöð eru gefin út
tvisvar á ári með fræðigreinum og
gagnlegum upplýsingum fyrir félags-
menn. Auk þess gefum við út frétta-
Af skrifstofu SPOEX. Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri.
Fulltrúar SPOEX o.fl. á fundinum í San Francisco. Talið frá vinstri
Sigurbjörg Kristmundsdóttir hjúkrunarfræðingur SPOEX, Sólveig
Björk Gránz hjúkrunarfræðingur Bláa Iónsins, Jan Monsbakken
framkvæmdastjóri norsku samtakanna, Valgerður Auðunsdóttir varafor-
maður, Rannveig Pálsdóttir húðlæknir, Helga Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri SPOEX og Sigurður Bjarnarson gjaldkeri.
pésa nokkrum sinnum á ári með t.d.
ferðatilboðum fyrir félagsmenn,
tilkynningum o.fl.
Vífilsstaðir
Eina sérhæfða legudeild húðsjúkl-
inga á landinu hefur til margra ára
verið á Vífilsstöðum. Nú stendur til
að loka Vífilsstöðum og opna í stað
þess dagdeild fyrir húðsjúklinga.
Stjórn SPOEX hefur haft miklar
áhyggjur af þessum málum og ítrekað
reynt að fá upplýsingar frá
stjórnarnefnd Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss um hver verði endanleg
niðurstaða í málum þeirra húðsjúkl-
inga sem þurfa á innlögn að halda.
Fátt er um svör því að endanleg
ákvörðun virðist ekki hafa verið
tekin, en stjórn SPOEX er sagt að
þeim sjúklingum sem þyrftu á sólar-
hringsvistun að halda, yrði tryggð
hún innan veggja spítalans.
Stjórn SPOEX sættir sig engan veg-
inn við þessar niðurstöður og hefur
bent á að með þessu sé enn verið að
skerða læknisþjónustuna til handa
húðsjúklingum, en mjög mikið atriði
er að allir meðferðarmöguleikar séu
fyrir hendi.
Meðferðarúrræði
Margir psoriasissjúklingar sækja
meðferð á göngudeild Bláa lónsins
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
33