Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 38
í vinnusal standa friðarkerti í röðum. atvinnustarfsemi sem sniðin er sér- staklega að þörfum fatlaðra sem ekki geta unnið á almennum vinnumark- aði eða þarfnast sérstakrar þjálfunar og leiðsagnar til atvinnu á almennum vinnumarkaði. Vernduðum vinnu- stöðum er ætlað að mæta þörfum fatl- aðra fyrir þjálfun, fasta eða tíma- bundna vinnu. Fatlaður er samkvæmt skilgrein- ingu laga um málefni fatlaðra, sá sem er andlega eða líkamlega fatlaður og þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðn- ings af þeim sökum, Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfi- hömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Ennfremur getur fötlun verið afleið- ing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Hömlulaus innflutningur - skefjalaus samkeppni Fyrsta hálfan annan áratug kerta- verksmiðjunnar var henni stjórnað á vegum Svæðisskrifstofu Suðurlands. Þegar Vestmannaeyjabær varð reynslusveitarfélag fluttist stjórn verksmiðjunnar til bæjarins. Ráðinn var sérstakur sölumaður til þess að sinna viðskiptum við verslanir utan Vestmannaeyja og hefur veltan aukist talsvert. í samræðum okkar kom fram að innflutningur hefur gert verksmiðj- unni erfitt um vik. Vegna innflutnings á ódýrum kertum er ekki hægt að verðleggja framleiðslu hennar eins og þörf krefur. Þá virðist það plagsiður hjá ýmsum smásölum að krefjast stöðugt meiri afsláttar án þess að verð út úr verslunum lækki. Kertaverksmiðjan á sér ýmsa fasta viðskiptavini. Þannig hefur verk- smiðjan steypt kerti vegna kerta- fleytingar á Reykjavíkurtjörn og friðarljós Hjálparstofnunar kirkjunn- ar eru framleidd hjá verksmiðjunni og hefur framleiðsla friðarkertanna aukist mjög. Starfsmenn voru sammála um að viðhorf Vestmannaeyinga væru já- kvæð til verksmiðjunnar. Þó eru býsna margir sem vita vart af henni og sjálfsagt hyllast bæjarbúar til þess að kaupa innflutt kerti eins og fleiri og hugsa þá vart út í að um leið eru þeir að svipta þá verkefnum sem eiga fárra kosta völ. Nú eru framleidd kerti að Sólheim- um í Grímsnesi og þar er einnig verndaður vinnustaður. Þau Sveinn og Jóhanna tóku sérstaklega fram að Kertaverksmiðjan Heimaey væri ekki í neinni samkeppni við Sólheima enda væri framleiðslan þar annars eðlis; kertin væru alfarið handgerð og hluti þeirra búin til úr bývaxi. Fáir hafa komist út á almennan vinnumarkað Þegar Vestmannaeyjabær tók við rekstri kertaverksmiðjunnar árið 1997 voru gerðir nýir ráðningar- samningar við starfsmenn. Var þá tekið upp starfsmat og skyldi stefnt að því að sem flestir starfsmenn færu út á almennan vinnumarkað. Atvinnulífi er hins vegar þannig háttað í Eyjum að ekki eru mörg tækifæri fyrir þá sem hafa tak- markaða starfsgetu. Þótt tæknivæð- ingin hafi að mörgu leyti skilað sér til fatlaðra starfsmanna hefur þó dregið úr ýmsum verkum sem áður stóðu til boða. Þannig hefur að sögn stjórn- enda verksmiðjunnar einungis einn fatlaður starfsmaður farið út á vinnu- markaðinn á undanförnum árum. Frábœr vinnustaður Þeir Finnbogi Þórisson og Óskar Magnús Gíslason unnu við að búa til friðarkerti. Þeir lýstu ferlinu þannig að fyrst er kveiknum komið fyrir í kertisdósinni, dósin hálffyllt með bráðnu vaxi og það látið kólna. Þá er kveikurinn lagaður til og hann gerður beinn. Síðan er hellt rauðu vaxi ofan á fyrra lagið. Við þessa kertagerð er yfirleitt not- að afgangsvax sem hægt er að endur- nýta. Þannig sparast hráefni, nýtingin verður betri og kertin ódýrari. Þeir Óskar og Finnbogi hafa báðir unnið í kertaverksmiðjunni síðan 1996 og hafði Finnbogi orð á því að hann vildi ekki fara út á almennan vinnumarkað þótt sér væri borgað fyrir það. Þeir eru báðir i hálfu starfi. Óskar býr enn heima hjá foreldrum sínum en Finnbogi keypti fyrir nokkru íbúð handa sér og kærust- unni, Sigríði Þóru Ólafsdóttur sem er ættuð úr Reykjavík. Sigríður vinnur í kertaverksmiðjunni eftir hádegi en í íþróttahúsinu á morgnana. Óskar seg- ist enn vera ólofaður en bíði þess að Guð gefi sér réttu konuna. Þau Róbert Örn Kristjánsson og Guðríður Haraldsdóttir, Dæja, sátu sitt hvorum megin við borð og burst- uðu kerti. Ýmis kerti eru framleidd með þrenns konar áferð: slétt, hraun- uð eða með fínkornóttu yfirborði sem fæst með sérstakri meðferð. Þau Róbert og Dæja hafa bæði hug á að leita fyrir sér á almennum markaði. Hún segist gjarnan vilja vinna í Reykjavík í nokkur ár, en samt sé nú kertaverksmiðjan best. Þá var okkur sýnt hvernig kerti eru myndskreytt, en í könnunarferð sem stjórnendur fóru til Þýskalands fyrir nokkru komust þeir í samband við verkstæði sem framleiðir skraut- myndir á kerti. Eftir að hafa gengið um kertaverk- smiðjuna, rætt við starfsmenn og fylgst með því hvernig kertin eru framleidd héldum við þaðan hrifin af handbragðinu og viðmótinu sem mætti okkur í kertaverksmiðjunni. „Héðan af kaupum við aðeins Eyjakerti” voru lokaorð ljósmynd- arans, eiginkonu minnar þegar við kvöddum. Arnþór Helgason. 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.