Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 43
Frá útskrift Hringsjár, starfsþjálfunar fatlaðra 18. maí síðastliðinn. Það var glaður hópur nemenda sem hélt á vit sumarsins. Samhjálpin í öndvegi “Heilagengið” hefur sem fyrr hist hér vikulega í vetur. Frábært að fylgj- ast með hve vináttan og samhjálpin blómstrar, þar sem hver hvetur annan og styður. Hópurinn hefur skipt sköpum í lífi margra. Enn einu sinni María, takk! fyrir atbeina þinn og áhuga á málum þessa hóps. Náinskeiðsliald hefur í vaxandi ntœli verið samtvinnað vetrarstarfinu Haldið hefur verið hvert tölvu- námskeiðið á fætur öðru nú á vorönn. Að jafnaði er þar kennt seinni hluta dags, og því setið við hér í húsinu frá morgni til kvölds. Þremur námskeið- um, þar af einu í tölvu- og bókhaldi er lokið. Þrjú eru nú í gangi og enn eitt hefst nú von bráðar. Á síðasta ári luku tæplega 100 manns námskeiðum frá Hringsjá og stefnir í svipaðan ijölda á þessu ári, ef fer fram sem horfir og ef ijármagn leyfir. Auk okkar ágætu tölvukenn- ara, Dóru og Hafdísar, hafa Gréta tölvukennari í Iðnskólanum og Anna Kristín fræðslufulltrúi Samskipa, sem fyrr hlaupið undir bagga og kennt hér á námskeiðum. Það er langur biðlisti þeirra er bíða eftir námskeiði. Þeir sem nú komast að hafa margir beðið í heilt ár. Það er því mikilvægt að tryggja aukið fjár- magn til þessa þáttar ef við viljum leitast við að anna eftirspurn. Augu margra hafa beinst að okkur og að þeim möguleikum, sem starfs- þjálfunin í Hringsjá býður upp á. Síðastliðinn vetur höfum við fengið fjölmargar heimsóknir úr ýmsurn áttum og einnig höíum við kynnt starfið á öðrum vettvangi. Tryggingastofnun vill semja um ijölgun þeirra endurhæfingarlífeyris- þega sem þaðan koma. Og nú stendur einnig yfir endurnýjun þjónustu- samnings okkar við félagsmálaráðu- neytið þar sem við förum fram á aukið Qármagn til rekstrarins. En við viljum gjarnan vekja enn frekari athygli á starfi okkar og þá ekki síst sýna atvinnurekendum hvað þið, nemendur góðir, hafið upp á að bjóða, hversu áhugasamur, hæfileika- ríkur og góður starfskraftur er á ferð, þar sem þið steðjið út á vinnumark- aðinn eftir dvöl ykkar hér í Hringsjá. Hringsjárnafnið vísar til þess að við stöndum á sjónarhóli. Tákn um sýn til allra átta og vonandi örvun til víðsýni og forvitni. Leitandi hugur og augu fá tækifæri til að sjá hvert má halda, hvaða stefnu megi taka. Nafnið minnir okkur á að við megum aldrei staðna á vegferð okkar, heldur vera sífellt vakandi fyrir nýjum leiðum og möguleikum í lífi okkar og starfi. Líta fram en ekki aftur, þó fortíðin láti okkur vitaskuld í té mik- ilvægt veganesti reynslunnar. Við megum ekki gleyma því að markmið okkar er að ná því besta fram í hverjum og einum, gera öllum mögulegt að spreyta sig á verðugum verkefnum og kynnast sínum sterku og veiku hliðum. Að þeir sem hér eru verði hæfari eftir en áður til að finna og takast á við þau verkefni sem við geta tekið, ná áttum, setja sér stefnu. Þannig teljum við okkur stuðla að virkri þátttöku fatlaðra í öllu athafna- lífi samfélagsins. En hvernig sinnum við þessu hlut- verki best? Hvaða kröfur gerir sam- félag nútímans? Hver er framtíðin, hvernig verður vinnumarkaður morg- undagsins? Samfélagið, athafnalífið allt, er í örri þróun og við megum ekki sofiia á verðinum, heldur fylgjast með og mæta kröfum tímans. Til dæmis nýj- um möguleikum og kröfum aukinnar tölvu- og netvæðingar. En einnig vitum við að ákveðin grundvallarfærni og síðan sveigjan- leiki og aðlögunarhæfni er á meðal þess sem til þarf. Mikilvægt er að geta sett sig inn í og lært til nýrra verka á vinnustað, þora að takast á við síbreytileg viðfangsefni. Til þess þarf kjark, sjálfstæði og sjálfstraust, þor sem þið nemendur góðir eruð að byggja hér upp. Það eitt að þið eruð hingað komin, tilbúin til að takast á við ýmsan vanda og leggja á ykkur ómælda vinnu, sýnir svo ekki verður um villst hvað í ykkur býr. Þið komið með margþætta reynslu í farteskinu. Það er síðan okkar viðfangsefni að veita ykkur þá aðstöðu og aðstoð, sem við megum, en ekki síst það traust og þá virðingu sem þið eigið skilið til að þróa og fá notið hæfileika ykkar til fulls, oft á áður óreyndu sviði. Mér þótti ósegj- anlega vænt um að sjá þau orð sem rituð eru á vegvísa listaverks fyrstu annar, sem ber að líta hér inní stofu. Það verk segir meira en löng ræða. I Hugarijallinu eftir Gyrði Elíasson segir: ‘‘Langt undir fjallinu er œð í berginu. Þar er gullið í manninum geymt. Skortur á eftirspurn hamlar námuvinnslu.” Þótt ljóðið sé gott gætir þar svart- sýni sem ekki á við hér. Vissulega er eftirspurn eftir þessu gulli á öllum tímum, auglýsingarnar eru bara ekki áberandi. Og stundum skortir sjálfs- traust til vinnslu og útflutnings. En FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.