Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 47
Einar Hrafnsson og Steindór Jónsson skoða
sérhannaðan geislaspilara fyrir Daisy-
hljóðbækur
Hið fyrra að einkatölvan yrði vinnu-
tæki námsmannsins og að hljóðbækur
framtíðarinnar yrðu stafrænar. Þró-
unarstarfi var hrundið af stað sem
hafði að meginmarkmiðum að koma
að minnsta kosti 20 lestímum fyrir á
geisladisk og að veita lesandanum
aðgang að bókinni í gegnum efnisyfir-
lit. Þá var lögð áhersla á að bækurnar
væru lesnar inn af manneskjum (ekki
talgervli), afspilunarbúnaður væri
venjulegur tölvubúnaður en ekki sér-
hæfður og að forrit sem þyrfti til af-
spilunar væru ókeypis fyrir notand-
ann. Öll þróunarvinna miðaðist fyrst
og fremst við námsbækur. Fyrsta
útgáfa DAISY leit síðan dagsins ljós
um miðjan síðasta áratug og sýnt var
fram á að kerfið hafði alla burði til
þess að geta orðið framtíðarlausn.
Þetta yrði þó aldrei nema fjölþjóðleg
samstaða næðist um kerfið.
Árið 1996 voru stofnuð fjölþjóðleg
samtök, DAISY Consortium (veffang:
www.daisy.org). Allri þróunarvinnu
við kerfið er nú stjórnað af þeim og
yfirlýst markmið er að útbúa staðal
(standard) sem sé svo opinn, aðgengi-
legur og tæmandi að hann geti orðið
alþjóðlegur og ráðandi í heiminum.
Útbúinn var nýr staðall, DAISY 2
(1998) sem byggir á tiltölulega nýjum
grunnþáttum internet tækni og marg-
miðlun (XML og SMIL). Um leið var
hætt að einskorða sig við að DAISY-
bókin væri endilega eingöngu hljóð-
bók.
DAISY er eins og lesandann eflaust
grunar skammstöfun og stendur eins
og er fyrir Digital Audio-based
Information System. Áherslan er sem-
sagt á að þarna sé um að ræða miðlun
upplýsinga sem hljóðformi sem
geymt er og miðlað á stafrænan máta.
Miklar líkur eru á að hinu lengra nafni
verði breytt í Digital Accessible
Information System vegna þess að
meir og meir er lögð áhersla á DAISY-
formið sem alhliða lausn upplýsinga-
dreifingar fýrir þá sem á einhvern hátt
eiga í erfiðleikum með að nýta sér
prentað letur. Þetta er það sem þróun-
araðilar DAISY leggja sífellt meiri
áherslu á.
Þegar er hægt að setja texta í
bækurnar sem birtist á tölvuskjá um
leið og bókin er lesin. Þá er sá texti
sem verið er að lesa lýstur upp og sá
sem hlustar getur einnig notað sjónina
til lestrar. Þetta er mjög mikilvægt
fyrir þá sem eiga við sértæka lesörð-
ugleika að stríða. Hægt er að setja inn
myndir sem einnig eru samhæfðar
hljóðinu og reyndar margmiðlunarefni
af ýmsu tagi. Hér er þó um að ræða
atriði sem tengjast mjög höfundarétti
og eru ekki auðleyst hvað það varðar.
n þetta er ekki allt. Það er ásetn-
ingur DAISY-samtakanna að
DAISY-sniðið verði einnig grunnsnið
svokallaðra rafbóka. Þ.e. bóka sem
eru í raun texti á stafrænu formi sem
talgervill les eða lesa má á blindralet-
ursskjá. Þá væri á sama hátt og í
hljóðbókinni hægt að fara um undir-
og aðalfyrirsagnir, milli blaðsíðna
o.þ.h. I tilviki þar sem bók er lesin og
samhæfður texti fylgir með mætti þá
eins nota talgervil. Einnig áhersla á
alþjóðlegt framboð og dreifingu á
DAISY-bókum. Stórt skref í þessa átt
verður stigið á fyrri hluta næsta árs
þegar DAISY 3 staðallinn verður
lagður fram. En þetta liggur allt í
mögulegri framtíð. Hvernig lítur
dæmið út íýrir notandann í dag?
Segja má að við á Blindrabókasafn-
inu séum á lokaskeiði tilraunar sem
staðið hefur um nokkurra ára skeið og
miðast við framgang staðals og þróun-
arvinnu sem unnin er erlendis og við
reynum síðan að taka upp, læra á og
aðlaga okkar aðstæðum. Notandi
dagsins I dag er semsagt í raun í til-
raunahópi. Hann eða hún er svo gott
sem eingöngu framhaldsskólanemi
sem getur nýtt sér einhverja af þeim
u.þ.b. 20 bókum sem við eigum til á
DAISY 2 formi. Þessar bækur hafa
verið lesnar inn frá því seint um
haustið 2000. Fram að því höfðu
tæknilegir örðugleikar hamlað mjög
vinnu við innlesturinn hjá okkur þó
framleiddar hafi verið um 40 bækur á
DAISY 1 formi. Þessir notendur eru í
flestum tilvikum vanir
tölvutækninni og eiga í
litlum erfiðleikum með að
nýta sér það afspilunarfor-
rit sem við höfum dreift
notendum að kostnaðar-
lausu. Það heitir Playback
2000 og gengur við allar
almennar útgáfur Wind-
owskerfa allt frá Windows
95. Þetta forrit er til bæði á
sænsku og ensku og nem-
endur geta valið hvora
útgáfuna þeir vilja. Þá eru
til sérhæfðir DAISY-spil-
arar á markaði. Þeir munu
kosta eitthvað um 50.000
krónur og meðan ekki eru
fleiri titlar til útláns viljum
við fara varlega í að mæla með að fólk
kaupi sér slík tæki sjálft. Safnið hefur
ekki bolmagn til þess að leigja út eða
lána þessi tæki en hugsa mætti sér
samstarf við hagsmunaaðila þegar
þróunin verður lengra komin. Fartölva
gæti verið vænlegri kostur í mörgum
tilvikum. Þá er stefnt að því að hægt
verði að lesa DAISY-bækur í Mpeg-
spilurum í framtíðinni og lesforritið
Microsoft Reader mun trúlega styðja
DAISY-staðalinn í framtiðinni. Þá
verður að geta þess að nú er nýr hópur
að bætast við tilraunahópinn en það
eru blindir grunnskólanemendur en
lestur námsefnis fyrir þá er að hefjast
nú í haust.
yrir utan takmarkað framboð
bóka eins og stendur er það óneit-
anlega ókostur við kerfið að þarna er
verið að búa til nýjan staðal sem
þarfnast sérstakra hjálpartækja (for-
rita/spilara). Segja má að flestir eigi
eða geti útvegað sér á einfaldan hátt
tæki til að njóta geisladiska eða
hljóðsnældna. Það sama er reyndar að
verða raunin með tölvur fyrir náms-
menn. Allt öðru máli gegnir um eldri
lánþega okkar. Það er reyndar reynsla
okkar að frá þeim er hverfandi lítill
þrýstingur á að breyta um snið á
hljóðbókum. Þetta hlýtur þó að breyt-
ast með tímanum. Blindrabókasafnið
verður að sjálfsögðu að fara varlega.
Staðallinn er ekki orðinn alþjóðlegur
og DAISY gæti orðið eitt af þessum
fyrirbærum sem munu fljótt gleymast.
Eins og er virðist okkur DAISY-bókin
þó vænlegasti fyrirsjáanlegi framtíð-
arkosturinn og sá eini sem á mögu-
leika á að verða grundvöllur alþjóð-
legs staðals. Einar Hrafnsson
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
47