Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 50
Nýr framkvæmdastjóri
Blindrafélagsins
Hinn fyrsta mars síðastliðinn
tók Björg Anna Kristins-
dóttir við stöðu fram-
kvæmdastjóra Blindrafélagsins en
hún hafði áður unnið hjá félaginu í ár
sem markaðsstjóri. Þegar ritstjórinn
leitaði eftir viðtali við hana reyndist
hún svo önnum kafin að þau sömdu
með sér að hún fengi sendar spurn-
ingar og svaraði þeim í tölvupósti.
Björg Anna var fyrst beðin að gera
örlitla grein fyrir sjálfri sér.
„Ég er fædd 7. desember 1974 í
Reykjavík. Foreldrar mínir eru Krist-
inn Jónsson og Kristín Jónsdóttir. Ég
ólst upp í Vesturbænum og að loknu
skyldunámi lá leið mín í Verzlunar-
skóla íslands, þar sem ég lauk stúd-
entsprófi árið 1996.”
Hvað tók svo við?
„Ég lauk prófi í iðnrekstrarfræði í
upphafi árs 1999 frá Tækniskóla
Islands og ári síðar, í janúar 2000
B.sc. gráðu í Alþjóðamarkaðsfræði
frá sama skóla. Samhliða námi í
alþjóðamarkaðsfræði starfaði ég sem
markaðsstjóri Nanoq í Kringlunni.
I marsmánuði 2000 fór ég í barn-
eignarfrí og kom til starfa hjá
Blindrafélaginu þegar því lauk. Ég
er gift Jónasi Guðmundssyni og
eigum við eina dóttur, Svandísi
Lilju, sem er fædd 2. mars 2000. Að
loknu barnseignarfríi réði ég mig til
starfa sem markaðsstjóri Blindra-
félagsins og hóf þar störf í nóvember
2000.1 starfi markaðsstjóra sá ég um
íjáraflanir félagsins og fleiri mál er
m.a. lúta að ímynd þess.
í marsmánuði 2001 tók ég við
starfi framkvæmdastjóra félagsins.
Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í
sér daglegan rekstur skrifstofu,
starfsmannahald og rekstur og
umsjón með eignum félagsins.
Framkvæmdastjóri starfar náið með
formanni félagsins sem og stjórn
þess.
í júlímánuði 2001 urðu ákveðnar
breytingar á skipulagi Blindravinnu-
stofunnar og framkvæmdastjórn
hennar er nú í mínum höndum.
Björg Anna ferðast mikið með fjöl-
Björg Anna Kristinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Blindrafélagsins og
Bindravinnustofunnar.
Ljósmynd: Hartmann Guðmundsson
skyldu sinni, stundar útivist og hefur
áhuga á stjórnmálum. Hún á m. a.
sæti í stjórn Hvatar, félags sjálf-
stæðiskvenna í Reykjavík. Hún var
spurð hvort hún hefði kynnst mál-
efnum blindra áður en hún réðst til
starfa hjá Blindrafélaginu.
„Ég hafði ekki kynnst málefnum
blindra og sjónskertra áður en ég hóf
störf hjá Blindrafélaginu. Starfsvett-
vangurinn er áhugaverður og íjöl-
breyttur og með mér starfar gott fólk.
Einnig eru tengslin við félagsmenn
okkar mikilvæg. Það er ánægjulegt
að fá að fylgjast með félagsmönnum
okkar í sínum sigrum og sorgum og
fá staðfestingu á því að félagið skipt-
ir þetta fólk máli.”
Fyrir nokkrum árum létu bresk
samtök kanna viðhorf fólks til mis-
munandi fatlana. Kom þá í ljós að fé-
lög fatlaðra höfðu misjafnlega já-
kvæða ímynd. Nú er ekki ástæða til
að aðhæfa þessa könnun íslenskum
aðstæðum. en Björg Anna var þó
spurð hvernig hún héldi að ímynd
Blindrafélagsins væri á meðal al-
mennings.
„Að mínu mati nýtur félagið vel-
vilja almennings og viðhorf í garð
félagsins er jákvætt. Það er hverju
félagi mikilvægt að viðhalda já-
kvæðri ímynd sinni og stuðla að
aukinni uppbyggingu félagsstarfs.”
- Nú þarf Blindrafélagið að sækja
talsvert mikið til stjórnvalda.
Hvernig eru samskiptin við þau?
„Samskipti Blindrafélagsins við
stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Við
finnum fyrir jákvæðum samstarfs-
vilja og oftar en ekki skilningi á að-
stæðum blindra og sjónskertra og
þörfum þeirra.”
Þá var Björg Anna spurð um helstu
verkefnin sem eru á döfinni hjá
Blindrafélaginu.
„Helstu verkefni félagsins um
þessar mundir eru ljölmörg. Sé litið
til réttindabaráttu blindra og sjón-
skertra þá hefur félagið unnið tillögu
að breytingum á lögum um Sjónstöð
íslands sem miðar að því að auð-
velda blindum og sjónskertum og
aðstandendum þeirra aðgengi að
þjónustu. Stefnt er að því að kynna
þessa tillögu á næstu vikum. Ástæða
þess að félagið óskar eftir breyt-
ingum á áðurnefndum lögum er sú
að fyrr á þessu ári var unnin könnun
fyrir félagið á högum 6 - 18 ára
blindra og sjónskertra skólabarna.
Niðurstöður þeirrar könnunar segja
okkur að úrbóta er þörf fyrir þennan
hóp og aðstandendur þeirra og þá
sérstaklega að auðvelda þeim að-
gengi að þjónustu, þ.e.a.s. þjónustu-
aðilum og úrræðum sem í boði eru.
I ár er 60 ára afmæli Blindravinnu-
stofunnar og af því tilefni verður efnt
til fagnaðar 12. október n.k. Um svip-
að leyti mun blað Blindrafélagsins,
Blindrasýn, koma út þar sem starf-
semi félagsins og vinnustofunnar
verður kynnt landsmönnum.
Félagið stendur einnig fyrir árlegu
happdrætti sínu um mánaðamótin
sept/okt.
Alþjóðasamstarfið er einnig í
miklum blóma og um áramót mun
Blindrafélagið taka við formennsku í
norrænni samráðsnefnd blindrasam-
takanna.
Arnþór Helgason.
50