Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 59

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 59
í Haukadal. Gísla saga Súrssonar beint í æð. elsta hús bæjarins, byggt 1782. Hörður Högnason, formaður Rauða kross deildar ísaijarðar, kom og snæddi með okkur. Þrátt fyrir langan og strangan dag fóru sumir í göngutúr og aðrir á pöbb. Einn skellti sér á AA fund en aðrir fóru tímanlega í háttinn. Gísli Súrsson í hnotskurn Eftir morgunverð á miðvikudegi var haldið af stað að nýju. Keyrt gegnum göngin, yfir Gemlufallsheiði og á Þingeyri. Þar bættist í hópinn Þórir Örn, svæðisleiðsögumaður á Vest- íjörðum og áhugamaður um Gísla- sögu. Keyrðum í Haukadalinn þar sem hann gekk með okkur um sögu- slóðir Gísla Súrssonar. Sagan lifnaði við undir fótum okkar (flestir lágu reyndar, lengstum, á bæjarhólnum í blíðunni) og mun þessi dagur seint gleymast. Varð uppi fótur og fit er minkur stökk yfir túnið beint fyrir framan nefið á okkur. Þórir var þessu greinilega vanur og hélt bara áfram að fræða okkur um búskaparhætti og tíðaranda liðinna alda. Þá var okkur boðið til hádegisverðar í gömlu fé- lagsheimili i Haukadal, þar sem þær Kristbjörg og Guðrún frá Rauða kross deild Dýraíjarðar tóku á móti okkur með heimalöguðu hlaðborði. A Þingeyri sagði Þórir, leiðsögumaður, skilið við okkur og renndum við beinustu leið yfir á Flateyri þar sem við skoðuðum snjóvarnargarðana og minnismerkið eftir snjóflóðið 1995. Nokkrir úr hópnum tengdust staðnum á einn eða annan hátt, en það átti reyndar við um marga aðra staði. Brunuðum við svo til Ísaíjarðar en á miðri leið mættum við rafmagns- lausum bíl og tókum nokkra vaska fótboltakappa frá Grundarfirði upp í, voru þeir á leið til Isaljarðar að keppa í tuðrusparki. Kl. 17.00 var haldið af stað til Bolungarvíkur um Óshlíðina. Frábær upplifun að sjá hvernig varnir hafa verið settar upp gegn grjóthruni úr þessari hrikalegu hlíð. Fagurt var að horfa yfir djúpið að Snæfjallaströnd og Grænuhlíð yfir í Jökulfirði. Við skoðuðum Ósvör en þar er gömul verbúð sem hefur verið gerð upp í upprunalegri mynd. Vel hefur verið að verki staðið og leiðsögumaðurinn eða kannski “staðarhaldari” var í ftill- um sjóklæðum úr hrosshúð að hætti fyrri alda. Enn og aftur vorum við komin langt aftur í tímann. í Bol- ungarvík skoðuðum við náttúrugripa- safnið en þar var meðal annarra gripa ísbjörn sem veiddur hafði verið fyrir “slysni”. Ekkert lát varð á matarboð- um, nú í Finnabæ, í boði Rauða kross deildarinnar í Bolungarvík. Er við komum aftur á ísaflörð notaði stjórn Víðsýnar tækifærið og hélt stjórnar- fund. Nokkrir fóru á pöbb, til að slappa af eða horfa á knattpyrnu- landsleiki í sjónvarpinu, aðrir í skoð- unarferð um bæinn. Holt og hólar, firðir og nes Að loknum morgunverði á fimmtu- deginum, þeim 16. var okkur boðið í siglingu um Isafjarðardjúp að Vigur með leiðsögn i sól og rjómablíðu. Og enn fengum við söguna í æð bæði um eyna Vigur, húsin þar og búskapar- hætti fyrr og nú, eins um Súðavík, byggðina sem var á Folafæti og Kaldalón þar sem Drangajökull skríður fram og skartaði sínu fegursta fyrir okkur. Er búið var að binda bátinn var haldið í göngu um ísafjörð og að því loknu haldið af stað til Hólmavíkur. Ekið var um djúpið í gegnum hin stuttu Arnarnesgöng yfir til Alftafjarðar. Keyrðum í gegnum Súðavík með viðkomu í kirkjugarð- inum og athyglisvert var að sjá hvern- ig þorpið hafði verið flutt til eftir snjóflóðið. Þaðan inn Seyðisfjörð með útsýni yfir Hestinn og Folafót, yfir í Hestfjörð og Skötufjörð en í mynni hans liggur Vigur. I Mjóafirði snæddum við nesti inni á túni í góðum félagsskap við kýr. Þá ókum við fram á bílveltu og sendum hjúkrunarfræðinginn okkar til hjálpar meðan hópurinn beið rólegur í rút- unni. Töluverð meiðsl urðu á fólki en þó enginn í lífshættu. Höfðum svo viðkomu í Djúpmannabúð, héldum yfir Eyrarfjall eða Hestakleif niður í ísa- fjörð, þaðan á Steingrímsfjarðar- heiði og komum niður að Hólmavík Nesti snætt á Rauðasandi. Garðar Sölvi, Inga, Arnar og Jón gæða sér á nesti. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.