Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 62
Fyrsta stjórn ÖBÍ. Frá vinstri: Andrés Gestsson Blindrafélaginu, Einar Eysteinsson Blindravinafélagi íslands,
Sveinbjörn Finnsson Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Oddur Ólafsson SIBS, Sigríður Ingimarsdóttir
Styrktarfélagi vangefinna, Zophanías Benediktsson Sjálfsbjörg og Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri.
ORYRKJABANDALAG
r r
ISLANDS 40 ARA
Þegar minnast skal 40 ára af-
mælis Öryrkjabandalags ís-
Iands í stuttu máli er úr vöndu
að ráða því svo yfirgripsmikil er saga
bandalagsins. Hér verður stiklað á
ýmsu sem hátt ber í minningunni og
liggur þá beinast við að rifja fyrst
litillega upp aðdraganda stofnunar
samtakanna og fyrstu starfsárin. Þau
voru sex öryrkjafélögin sem stóðu að
stofnun bandalagsins og áttu þau mis-
jafnlega langan starfsferil að baki.
Blindravinafélagið var þeirra lang-
elst, stofnað árið 1932, Sjálfsbjörg,
landssamband yngst, stofnað árið
1959. Blindrafélagið árið 1939,
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
1952 og Styrktarfélag vangefinna
1958.
Forsvarsmenn allra þessara félaga
gjörðu sér skýra grein fyrir þörfinni á
sameiginlegum málsvara, sem hefði
það markmið að vinna að sameigin-
legum réttindamálum öryrkja og þá
fyrst og fremst gagnvart opinberum
aðilum.
Fyrsti fundurinn sem efnt var til um
samvinnu öryrkjafélaganna var hald-
inn 7. september 1959 að Grundarstíg
15 í Reykjavík. Stutt fundargerð var
rimð á þessum fundi og fylgir hún
hér:
„Samankomin að Grundarstíg 15,
Þórður Benediktsson frá S.I.B.S.,
Benedikt Benónýsson frá Blindra-
félaginu, Zophonías Benediktsson,
Sigursveinn D. Kristinsson ásamt
undirritaðri frá Sjálfsbjörg, lands-
sambandi fatlaðra. Tilgangurinn var
að rœða um vœntanlegt samstarf
félaganna.
Sigursveinn ræddi um tilraunir til
breytinga á tryggingalöggjöfinni og
þörfma á aðfá lífeyrinn hœkkaðan.
Rœtt var um að senda til Alþingis
frumvarp um hækkun lífeyris og að
öll félögin þrjú hefðu samstöðu um
að senda frumvörpin.
Annað mál til umræðu var um afskrift
tolla af bifreiðum.
Þá drap Sigursveinn á byggingu hús-
næðis fyrir öryrkja.
Fleira ekki rætt.
Olöf Ríkarðsdóttir, fundarritari
Næsti fundur var haldinn að
Sjafnargötu 14 í húsnæði Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra en félagið
hafði lánað Sjálfsbjörg, nýstofnuðu
landssambandi, aðstöðu í bílskúr sín-
um.
Þessi fundur var haldinn í svartasta
skammdeginu árið 1959. Guðmundur
Löve gjörir þessum fundi og fram-
haldi hans góð skil í blaði Sjálfs-
bjargar árið 1961 og vísast til þeirrar
greinar hans, sem er endurbirt hér í
þessu blaði.
í fundargjörðabók bandalagsins
kemur fram að stofhfundirnir voru
tveir. Sá fyrri var haldinn 22. mars
1961 og komu til þess fundar þrír
fulltrúar frá hverju hinna sex félaga
sem að bandalaginu stóðu. A fund-
inum var kynnt uppkast að lögum
bandalagsins og fjárhags- og rekstr-
arhlið þess var rædd.
Framhaldsstofnfundur var síðan
haldinn föstudaginn 5. maí 1961 að
Bræðraborgarstíg 9 í Reykjavík í
húsakynnum S.Í.B.S. Hann sátu að
sjálfsögðu fulltrúar hinna sex stofn-
félaga, sem voru: Blindrafélagið,
Blindravinafélag Islands, S.I.B.S.,
62