Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 67

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 67
Kínversku fulltrúarnir á heimsþinginu. breyta. Hún vildi verða ræðumaður og eftir mikla baráttu við sjálfa sig tókst henni að ná tökum á ræðu- mennskunni. Boðskapurinn sem hún sagðist vilja koma til okkar er að: „ÞÚ VERÐUR AÐ BERA ÁBYRGÐ Á SJÁLFUM ÞÉR“. í dag fær hún mikið út úr því að halda fyrirlestra á fundum og ráðstefnum um stam og hún hefur mikið að gefa. Mary hefur mikla útgeislun og náði að hrífa áheyrendur með sér þegar hún sagði frá þeirri gleði sem hægt er að upplifa þrátt fyrir stamið. Kenneth O. St. Louis frá Kanada talaði um rannsóknir á viðhorfi gagn- vart stami. Með einfaldri viðhorfs- könnun meðal áheyrenda sýndi hann fram á að fólk hefur almennt nei- kvæðara viðhorf gagnvart köngulóm og slöngum en hvað því finnst í raun og veru um þessar skepnur. Fyrstu niðurstöður hans benda til að það sama gildi um viðhorf fólks gagnvart stami, en hann ráðgerir að birta nið- urstöður rannsókna sinna innan tveggja ára. Nýjungar í þágu fólks sem stamar Joseph Kalinowsky er Bandaríkja- maður sem hefur hannað tæki sem gerir þeim sem stama auðveldara að tala án stams. Tækið byggir á þekktri tækni sem gengur út á að hljóðin sem sá sem talar gefur frá sér eru endur- tekin í eyra hans með örlítilli seink- un, en þetta getur komið í veg fyrir stam (Edinburg masker). Tæki hans er álíka stórt og heyrnartæki og kemst fyrir í eyranu, en hægt er að framleiða svona örsmá tæki með nýjustu tækni. Tækið er hins vegar dýrt og er óþægi- legt í notkun, en fyrir þá sem stama mjög mikið getur það verið himna- sending, það fengum við að heyra. Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála á þessu sviði. Hjónin Woody Starkweather og Janet Ackerman eru mjög þekktir sérfræðingar á sviði stams. Þau ræddu um „meðferð byggða á til- raunum (experimental therapy)” þar sem þau beita mjög einstaklings- bundnum aðferðum og láta skjól- stæðinginn ráða ferðinni að talsvert miklu leyti. Mikil áhersla er lögð á tilfinningar þar sem þær skipta meg- inmáli. Judith Kuster er umsjónarmaður heimasíðu stamara (The Stuttering Homepage) sem er umfangsmesti vefur með upplýsingar um stam í heiminum og hefur hún lagt gífurlega vinnu í efnisöflun fyrir vefinn. Hún hefur staðið fyrir ráðstefnu um stam á netinu í október á hverju ári síðan 1998 í tengslum við alþjóðlega stamdaginn 22. október. Á ráðstefn- unni eru lagðar fram greinar, bæði af fræðimönnum og fólki sem stamar og síðan eru umræður um greinarnar. Greinarnar eru lagðar fram, þ.e. ráð- stefnan opnuð 1. október og umræður um þær standa frá 1,— 22. október. Skoðið vefinn hennar á www.stut- teringhomepage.com Auk aðalfyrirlestranna var hægt að velja um fjölda erinda og starfshópa. Eitt áhugaverðasta erindið var flutt af Hollendingnum Lieven Grommen sem talaði um „skápastam”. Hvað er það? Jú, það er til fólk sem stamar og hefur alltaf gert, en hefur tekist að leyna því fyrir öllum, þ.á.m. sínum nánustu. Þessi hópur fólks stamar kannski ekki mikið en lifir í stöð- ugum ótta við, ekki bara að stama eins og við hin, heldur að einhver komist að þessu stórkostlega leyndar- máli. Þessu fylgja miklar þrautir, kvíði og hrein sálarangist sem fólk lifir með alla tíð, auk þess sem félagsleg einangrun er algeng. Þetta getur farið út í algjöra brenglun á sjálfinu þannig að fólki finnst í lagi að gera sig að algjöru fífli bara til að leyna staminu. Ég hafði heyrt um þetta áður, en þarna opnuðust augu mín fyrir þessu og ég skildi þetta nú betur. Við fengum að vita að sjálfshjálp- Nýkjörin stjórn International Stuttering Association. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 67

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.