Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 68

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 68
Þrír þarfir bæklingar Samtaka sykursjúkra Samtök sykursjúkra hafa nýlega gefið út þrjá vand- aða bæklinga um sykur- sýki. Bæklingarnir eru hinir læsilegustu og i raun glæsi- legustu um leið. Einn þeirra er um tegund 2 af sykursýki með áherslu á það að sykursýki sé hættulegur sjúk- dómur. Nokkur góð ráð eru gefin um mataræði, líkamsrækt, lyf og eftirlit. Sagt er í bæk- lingnum að stöðugt fleiri eftir- launaþegar og miðaldra einstakl- ingar fái sykursýki af tegund tvö. Lögð er áhersla á hollan mat, hreyfingu næga, varað er við tó- baki og áfengi, sagt að hugsa vel um fætur og reglulegt eftirlit mikil nauðsyn. Annar bæklingur er svo um mat og sykursýki með aðalatriðið: hollan mat fyrir sykursjúka. Þar eru ýmis holl heilræði gefin s.s. forðist sýni- lega fitu, forðist leynda fitu, borðið ríkulega af kolvetnum, mikið af trefjum, borðið ávexti dag hvern, sparið sykurinn o.s.frv. Brýnt er fyrir fólki að borða fleiri og smærri máltíðir, fólki er ráðlagt að velja drykki með lágu eða engu kolvetnisinnihaldi og svo er fólki sagt að borða milli mála. Þriðji bæklingurinn er um efnið: Að greinast með syk- ursýki, tegund 2 og undirfyrir- sögn þar: Hvað mun læknirinn gera og hvað getur þú gert sjálfur? Sagt er í inngangi að sykursýki, tegund 2 sé einnig kölluð fullorðinssykursýki og sé lang- vinnur sjúkdómur. Þetta er þinn sjúkdómur og það er fyrst og síðast þín hegðun sem ræður því hvernig sjúkdómurinn þróast. Síðan er frá því greint hversu sykursýki er greind og viðbrögð læknisins og þar á eftir er komið inn á það hvað sjúklingurinn getur sjálfur gjört. Þannig er þetta ferli rakið vel og greinilega, allt frá fyrstu greiningu hjá lækni, ráðleggingar hans tíund- aðar og svo alltaf lögð áhersla á það sem viðkomandi getur sjálfur gjört og m.a. komið þar inn á hversu mæla skal blóðsykur af sjúklingnum. Kanna vel sjón, hlusta á líkamann, val skó- fatnaðar mikilvægt o.s.frv. Ymiss fróðleikur fylgir með í bæklingnum, efnið er fallega og gagnlega myndskreytt með ítrekunum á hollráðum. Samtök sykursjúkra hafa hér í framkvæmd komið á framfæri afar nytsamri fróðleiksgjöf sem ugglaust á eftir að nýtast afar vel þeim sem á þurfa að halda og hollt er í huga að hafa að þeim fer ört fjölgandi. Samtökunum er sannur sómi að þessari útgáfu sinni, en efnið að mestu þýtt úr dönsku af Fríðu Bragadóttur og sérfræðingar ýmsir að komið. Helgi Seljan. arhópar fyrir fólk sem stamar eru komnir i gang í Kína og farið er að viðurkenna stam sem vandamál þar í landi. Einnig viðurkenna menn að hefðbundnar kínverskar aðferðir svo sem nálastungur virðast ekki gefa varanlegan árangur. Annað athyglisvert erindi kom frá Astralíu: „Að vinna með sársaukann sem fylgir staminu - skref í áttina að betri líðan”. Þar var rætt um kvíðann sem fylgir staminu hjá flestum og aðferðir til að hafa áhrif á hann. Auk þessa var rætt um aðferðir til að gera meðferðir árangursríkari með betra samstarfi meðferðaraðilans og skjólstæðings, um heilarannsóknir, um sjálfshjálparhópa á netinu, um kannanir á jafnréttisstöðu þeirra sem stama, um sjálfshjálparhópa og ýmsa þætti sem hafa áhrif á þá, um þörfina fyrir forvitni og sveigjanleika til að ná árangri og læra nýja hluti, auk fjölda annarra erinda. Undirritaður var svo með erindi um það hvernig félög fólks sem stamar geta komið sér upp heimasíðu á netinu og hvaða atriði það eru sem mikilvægast er að hafa í huga í því ferli. Samskipti við jafningja skipta miklu máli Einn mikilvægur þáttur á þingum og ráðstefnum af þessu tagi er félagslegi þátturinn. Að eiga kost á að ræða við fólk frá flestum heims- hornum um mál sem báðir aðilar skilja, þó svo tungumálið sé ekki það sama gefúr mjög mikið. Þarna hittum við bæði gamla vini sem við höfum þekkt um skemmri eða lengri tíma og nýja vini. Með nútíma samskipta- tækni svo sem fnternetið verða sam- skipti auðveldari og mögulegt að viðhalda kynnunum þótt höf og heimsálfur séu á milli. Mín niður- staða er sú að samspil áhugaverðs efnis og samskipta við fólk hafi verið gott á ráðstefnunni og vegið upp það sem upp á vantaði svo sem skipulag og gistiaðstöðu. Næsta heimsþing verður að þremur árum liðnum í Astralíu. Við sjáum til hvort við get- um sagt frá því þegar þar að kemur. Benedikt E. Benediktsson félagi í Málbjörgu Hlerað í hornum Hallur og Sigurður hittust á förnum vegi og Hallur spyr: “Ertu ennþá að jagast við konuna þína?” “Nei, blessaður vertu, ég er löngu hættur því, ég hafði alltaf rangt fyrir mér”. Hjónin voru á gangi úti í skógi þegar ræningjar ruddust að þeim og hirtu af þeim allt lauslegt. Á eftir fór maðurinn að hæla sér af því að hann hefði eiginlega ekkert orðið hræddur. Þá sagði kona hans: “Það held ég þú hafir nú verið fljótari en ég að rétta upp hendurnar”. “Já, en ég kreppti hnefana”. Tvær vinkonur voru að tala saman og önnur sagði: “Mikið er hann Helgi óheflaður. Hann snýr sér alltaf við á götunni þegar við mætumst og glápir lengi á eftir mér”. Þá sagði hin: “Nú og hvernig veistu það?” 68

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.