Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 8
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 8. apríl voru samþykktar
breytingar á fjárfestingaráætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2020.
Breytingarnar felast í því að mannaflsfrek verkefni eru sett í for-
gang og dregið úr öðrum sem ekki hafa jafn mikil jákvæð áhrif á
atvinnumarkað. Jafnframt hefur bæjarstjóra verið falið að gera
viðauka við fjárhagsáætlun ársins til þess að auka framkvæmdir um
460 miljónir króna, þannig að heildar áætlunin verði 1.160 milljónir
króna. Þar fyrir utan stendur Reykjanesbær í framkvæmdum við
Stapaskóla upp á tvo milljarða króna, hönnun nýs hjúkrunarheimilis
fyrir 70 milljónir. Samanlagt mun Reykjanesbær því framkvæma
fyrir rúma 3,2 milljarða á árinu.
Þessar breytingar eru liður í við-
brögðum bæjarfélagsins við þeim
efnahagslegu áföllum sem nú ganga
yfir. Viðbrögðin miðast við að fjölga
störfum eins og hægt er, með það að
markmiði að draga úr atvinnuleysi
og ekki síður að vernda önnur störf
í atvinnulífi svæðisins.
Ljóst er að meira þarf til og munu
frekari viðbrögð koma fram á næstu
vikum. Búist er við að atvinnuleysi
í Reykjanesbæ muni verða yfir 24%
í apríl. Ljóst er aðkoma ríkisins er
nauðsynleg til þess að hægt verði að
vernda velferð bæjarbúa á meðan
þessi efnahagslegu áföll ganga yfir.
Í samhljóma bókun bæjarstjórnar
frá fjarfundi hennar segir: „Bæjar-
stjórn Reykjanesbæjar fagnar
þeim almennu aðgerðum sem nú
þegar hefur verið ráðist í en krefst
þess að sérstaklega sé tekið tillit til
þeirra svæða á Íslandi sem verst
verða úti. Bæjarstjórn mun gera allt
sem í hennar valdi stendur til þess
að standa vörð um velferð íbúa í
gegnum þá erfiðleika sem við stönd-
um frammi fyrir sem samfélag.“
Þó staðan sé svört og ljóst að erf-
iðir tímar eru framundan má það
ekki gleymast að ástæðan fyrir því
að svæðið verður þetta illa úti núna
er sú að flugvöllurinn tengir okkur
með beinum hætti við alþjóðlegt
efnahagslíf. Það þýðir jafnframt að
tækifærin til framtíðar eru mjög
mikil og það er ekkert sem bendir
til þess að þessi samdráttur verði
varanlegur.
COVID mun ekki breyta legu
landsins, mitt á milli tveggja heims-
álfa. Keflavíkurflugvöllur verður
áfram tengipunktur í flugi á leið yfir
Atlantshafið, með mikla möguleika
til frekari þróunar, þar á meðal með
beinu flugi til Asíu.
Nærsvæði flugvallarins mun því
eftir sem áður eiga sömu tækifæri
til framtíðar.
Vinna við aðgerðir
Reykjanesbæjar
vegna COVID-19
í fullum gangi
Í mars;
■ Leikskólagjöld lækka í hlutfalli við notkun; 0% - 50% - 100%
■ Bæjarsjóður bætir fjórum þjónustureknum leikskólunum upp
mismuninn á fullu framlagi foreldra og því sem greitt er skv. lið 1.
■ Bæjarsjóður greiðir fullt framlag, 50 þúsund krónur á hvert barn,
með umsömdum fjölda barna til dagforeldra, óháð mætingu.
■ Gjald í frístund lækkar í hlufalli við notkun.
■ Starfsmenn Reykjanesbæjar halda óbreyttum launum í sóttkví.
■ Nemendum í grunnskólum tryggður ókeypis skólamatur.
■ Ógreidd fasteignagjöld einstaklinga í febrúar og mars af
íbúðarhúsnæði verða ekki send í milliinnheimtu að svo stöddu
en þess vænst að þeir greiði áfram sem geta.
■ Ógreidd fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði í C-flokki í febrúar
og mars verða ekki send í milliinnheimtu og lögaðilar geta í
þessum fyrstu aðgerðum sótt um frest á greiðslu fasteigna-
gjalda í apríl og maí á netfangið frestunfasteignagjalda@
reykjanesbaer.is. Eins er þess vænst að þau fyrirtæki sem geta
greitt geri það. Að annars óbreyttum lögum er sveitarfélögum
óheimilt að fella niður fasteignagjöld.
■ Framkvæmdaáætlun ársins gerir ráð fyrir að ráðist verði í
verklegar framkvæmdir fyrir 750 milljónir á árinu til viðbótar
við byggingu Stapaskóla. Í skoðun er að fara í frekari fram-
kvæmdir.
■ Undirbúningur að fjölgun starfa til skemmri og lengri tíma er
hafinn.
■ Sérstaklega fylgst með þróun atvinnuleysis og staðan endur-
metin í maí nk.
Í apríl:
■ Greiðsluþátttaka eldri borgara og öryrkja í heimsendingu
matar felld niður á meðan á samkomubanni stendur og mötu-
neyti á Nesvöllum er lokað.
■ Bæjarráð samþykkir að breyta fjárfestingaráætlun Reykjanes-
bæjar 2020 með það að markmiði að fjölga störfum.
■ Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í auknar framkvæmdir og
önnur úrræði að upphæð 462 milljónir til viðbótar við þær 700
milljónir sem þegar höfðu verið áætlaðar í framkvæmdir á
árinu 2020.
Rétturinn
Ljúffengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-14
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
vf is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar
frá Suðurnesjum á
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
8 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár