Víkurfréttir - 16.04.2020, Qupperneq 33
Hlaðvörp sem
Eyþór mælir með
How I built this
Sagan á bak við sum af farsælustu
fyrirtækjum heims. Einlæg viðtöl við
fólkið sem hefur upplifað bakslög en
svo náð ótrúlegum árangri. Hlað-
varp sem veitir innblástur.
Disgraceland
Dökka hliðin á helsta tónlistarfólki
veraldar. Vandað hlaðvarp fyrir
þá sem hafa áhuga á tónlist og
glæpum í sama kokteilnum.
Hæ Hæ
Helgi og Hjálmar eru svo ólíkar
týpur og mynda frábært tvíeyki.
Ég kveiki á þeim félögum þegar ég
er að vaska upp og taka til. Tilvalið
léttmeti með skemmtilega vand-
ræðalegum viðtölum og góðlegri
stríðni.
S-Town
Eitt allra besta hlaðvarp sem ég hef
heyrt. Ótrúleg en þó sönn saga sér-
vitrings í Suðurríkjum Bandaríkja
með magnaðri fléttu.
This American Life
Eyrnakonfekt af bestu gerð og
þáttur sem ég hlusta á ár eftir ár.
Bandaríski hlaðvarps-Landinn,
nema bara svo miklu betri. Ég luma
líka á rosalegri Ira Glass eftirhermu.
Hlaðvörp sem
Dagný mælir með
Guð og menn
Þarna ræðir rakarinn og körfu-
boltadómarinn Röggi hvernig hann
mætir Guði – og Guð honum á
alveg mögnuðu ferðalagi. Ekki bara
fyrir trúaða heldur meira fyrir for-
vitna.
Skúffuskáld
Anna Margrét hjá LubbaPeace-
hljóðverinu spjallar við skúffuskáld
og ræðir ritstörf og drauma.
Þokan
Tvær ungar mæður ræða um reynslu
og lífsreynslu þegar barn kemur í
heiminn. Virkilega einlægt og afar
hreinskilið – ekkert er skilið undan.
Flottar stelpur.
Dying for sex
Dauðvona kona skilur við mann sinn
til fjölda ára og ákveður að mæta
kynlífi með opnum huga og ræðir
ævintýrin sem úr því verða með vin-
konu sinni í þessu hlaðvarpi og þar
kemur ýmislegt áhugavert í ljós.
Sigga Dögg
Siggu Dögg kemur allt við sem snýr
að kynlífi og eins og þeir vita sem
þekkja hana þá er þetta fróðlegt,
hreinskilið og umfram allt skemmti-
legt, svona eins og hún.
Hlaðvarpið Góðar sögur komið í loftið
sem fengi yfirleitt ekki að heyrast
nema á miðli sem þessum.“
„Mér finnst svæðið oft ekki fá sitt
pláss í landsmiðlunum, eins sem
áhugaverða fólkið okkar fær ekki
rödd eða vettvang til að skína. Ég
þykist vita að á stærri miðlunum
er stöku sinnum farin fréttaferð á
Reykjanesið, þá á helst að ná sem
flestum fréttum í einu á hundavaði.
Oft líður svo ansi langt þar til önnur
slík ferð er farin. Við erum einhvern
veginn alltaf að súpa seyðið af því að
vera ekki hluti af höfuðborginni og
á sama tíma ekki nógu mikil lands-
byggð heldur,“ bætir Eyþór við.
Hámhlustun til þess
að dreifa huganum
Góðar sögur er aðgengilegt á helstu
streymisveitum eins og Spotify og
Apple, eins á vefnum reykjanes.is og
er þegar komið á lista yfir vinsælustu
hlaðvörp landsins.
„Það er því ljóst að íbúar á Reykja-
nesi hafa verið að hlusta. Vonandi
halda þeir því áfram og deila sögum
okkar til allra landsmanna,“ segir
Dagný. „Hlaðvarp er ótrúlega vin-
sæll miðill og við vildum nýta tæki-
færið nú á þessum tímum þegar við
erum í samkomubanni að dreifa
huganum og bjóða upp á áhugavert
efni. Við höfum stundum fengið þær
niðurstöður í rannsóknum á ímynd
svæðisins að fólkið hér sé leiðinlegt,
sem við erum ekki alveg tilbúin að
skrifa undir, en Góðar sögur eru
ein leið til að leiðrétta þann mis-
skilning.“
Góðar sögur er styrkt af Sóknar-
áætlun Suðurnesja og unnið í sam-
starfi Heklunnar, atvinnuþróunar-
félags Suðurnesja og Markaðsstofu
Reykjaness. Að lokum vilja þau
Eyþór og Dagný hvetja Suðurnesja-
menn til að senda inn tillögur að
áhugaverðum viðmælendum, sem
hafa sögu að segja.
„Viðtölin hafa komið skemmtilega á
óvart þar sem viðmælendur hafa treyst
okkur fyrir sinni sögu hvort sem hún er
af áföllum og sorg eða baráttu og sigri.
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 33