Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Side 50

Víkurfréttir - 16.04.2020, Side 50
Óskar Brown (Örlygsson) býr í Ewell, bæ í Surrey, suður af London. Hann er giftur Robin Brown og eiga þeir tvær kisur, systurnar Molly og Milly, sem eru um fimm ára gamlar. Óskar hefur hef búið í Englandi síðan 1999 en bjó á Spáni í fjögur ár þar á undan. Hann er lærður bóka- safns- og upplýsingafræðingur. „Ég hef undanfarin ár tekið að mér styttri samninga og afleysingavinnu hjá skólum og stofnunum, var síðast hjá Royal College of Obstetricians and Gyneacologists. Ég ákvað á síð- asta ári að taka mér hlé frá vinnu í eitt og hálft ár og hef verið að sýsla við hitt og þetta síðan þá,“ segir Óskar í samtali við Víkurfréttir sem heyrðu í honum um páskana. Í dag er hann með vikulegan útvarpsþátt á Surrey Hills Radio sem heitir The Cat’s Pyjamas, er í karlakór og er í fjarnámi við Háskóla Íslands í ensku. Víkurfréttir lögðu spurningar fyrir Óskar um heims- faraldurinn og hvernig hann snertir líf hans og störf. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Hefurðu áhyggjur? Það er ekki hægt annað en að hafa áhyggjur einsog ástandið er hér í England og reyndar um allan heim. Fjölmiðlar tala ekki um annað en COVID-19-sýkingar og dauðsföll og það er ómögulegt að láta það ekki snerta sig. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á líf mitt og annara hér í Bretlandi. Það er strangt útgöngubann og allir eru hvattir til þess að vera heima hjá sér og fara ekki út nema þeir nauð- synlega þurfi. Dagarnir hjá mér eru því allir heima við, fyrir utan klukku- tíma á dag þegar ég fer í göngutúr um nágrennið og vikulega ferð í búð til að kaupa í matinn. Til þess að lífga aðeins upp á vikuna þá höfum tekið uppá því að panta pizzu á föstu- dögum þar sem við getum ekki lengur farið út að borða. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi vinnu eða daglegt líf? Það er óhætt að segja að það hafa orðið miklar breytingar á mínu lífi, eins og sjálfsagt lífi fólks um allan heim síðan þessi faraldur byrjaði. Hljóðverið hjá Surrey Hills Radio er ekki lengur í notkun og ég get því ekki gert þáttinn minn í beinni útsendingu. Þátturinn er núna tekinn upp á heimilistölvunni, klipptur og sendur til útvarpsstjórans sem hefur aðgang að tölvukerfi stöðvarinnar. Kórinn minn er orðinn „fjarkór“ með vikulegum hittingum á netinu og við erum núna að vinna í því að taka upp lag sem vonandi verður til- búið fljótlega og verður sett á netið. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Hvað varð til þess? Við fórum í vikuferð til Portúgal um miðjan mars og það var greinilegt að Portúgalarnir tóku COVID-19 mun alvarlegar en Bretar. Breska ríkisstjórnin hafði reyndar beðið fólk um að fara varlega en það voru ekki neinar sérstakar ráðstafanir í gangi. Á meðan dvöl okkar stóð sáum við hverning verslanir og veitingastaðir takmörkuðu aðgang viðskiptavina, eða lokuðu, og Portúgalska ríkis- tjórnin lýsti síðan yfir neyðarástandi daginn áður en við flugum heim. Það sama gerðist síðan í Bretlandi nokkrum dögum eftir að við komum til baka. –Hvernig ert þú að fara varlega í þessu ástandi? Öll samskipti við vini og vandamenn eru núna í gegnum síma eða netið og ég fer varla út fyrir hússins dyr. Þegar ég fer út, hvort sem það er í göngutúr eða að versla í matinn, þá held ég mig í tveggja metra fjarlægð frá öllum, passa ég mig á því að vera alltaf með handspritt og þvæ mér vel um hendurnar þegar ég kem heim. – Hvernig finnst þér yfirvöld á þínum stað vera að standa sig? Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér þau ekki hafa staðið sig neitt sérstaklega vel. Boris Johnson virtist ekki taka faraldurinn alvar- lega til að byrja með og gerði lítið úr þeirri hættu sem stafaði af honum. Það var ekki fyrr en ráðherrar í rík- isstjórninni fóru að veikjast að það var byrjað gera ráðstafanir til þess að reyna að stoppa hann. – Hefur þú fylgst með aðgerðum heima á Íslandi og borið þær saman við það sem er verið að gera á þínu svæði? Ég hef gert það og ég verð að segja að mér finnst Ísland hafa staðið sig mun betur í þessu öllu saman. Það er auðvitað mikill munur á stærð land- anna og íbúafjölda en Ísland virðist hafa verið mun betur undirbúið til að takast á við faraldurinn. Hér er til dæmis ómögulegt að láta mæla sig til að vita hvort maður er sýktur eða ekki nema að maður endi inn á spítala – og öndunarvélar, hlífðar- – Óskar Brown býr suður af London þar sem er strangt útgöngubann vegna COVID-19. „Viss ótti vegna þess fjölda fólks sem hefur dáið hér“ Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á líf mitt og annara hér í Bretlandi. Það er strangt útgöngubann og allir eru hvattir til þess að vera heima hjá sér og fara ekki út nema þeir nauðsynlega þurfi. Óskar Brown og Robin Brown. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is 50 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.