Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Qupperneq 59

Víkurfréttir - 16.04.2020, Qupperneq 59
auðvitað fylgst með fréttum frá Íslandi en yfirvöld í Danmörku voru töluvert seinni til að bregðast við og þegar það gerðist þá var það af fullum þunga. Sem dæmi þá voru allir sem komu frá Ischgl-skíðasvæð- inu settir í sóttkví á Íslandi en sama dag fór vinnufélagi minn þangað á skíði og mætti svo til vinnu. – Hvernig ert þú að fara varlega í þessu ástandi? Við höldum okkur heima við, förum ekki í heimsóknir eða hittum vini. Þegar við förum út að versla þá reynum við að halda tveim metrum í næsta mann og notum spritt. Heima- við þá er maður farinn að þvo sér í tíma og ótíma. – Hvernig finnst þér yfir- völd á þínum stað vera að standa sig? Ekkert sérstaklega, hér eru það pólitíkusar sem ráða ferðinni og að bera það saman við Ísland þá eru Víðir, Þórólfur og Alma miklu betri. Sem dæmi á blaðamannafundi þegar landinu var lokað þá sagði forsætisráðherra að þetta væri pólitísk ákvörðun og sóttvarna- læknir hér sagði að það væru ekki læknisfræðilegar ástæður til að loka landamærum. Þrátt fyrir að það hafi verið samstaða á pólitíska sviðinu á þeim punkti þá eru núna mismun- andi skoðanir komnar fram, sérstak- lega hvernig eigi að aflétta þeim. – Hefur þú fylgst með aðgerðum heima á Íslandi og borið þær saman við það sem er verið að gera á þínu svæði? Já og það verður að spyrja að leiks- lokum en það er ótti að kúrfan í Danmörku hafi ekki náð að rísa nóg og að við verðum í lengri tíma að fara í gegn en önnur lönd. Nú á að opna aftur leikskóla og grunnskóla fyrir yngstu bekkina (0.–5. bekk) en aðrar lokanir eru í gildi til 10. maí. – Hefur eitthvað komið til tals að yfirgefa svæðið og koma heim til Íslands? Nei, veit ekki hvert við ættum svo sem að fara. Við búum hér og verðum hér þangað til við ákveðum annað og þá myndum við flytja heimilið. – Ertu í miklum samskiptum við þitt fólk og vini heima á Íslandi núna? Meira en vanalega? Já, að einhverju leyti. Þar sem við erum meira heima er meiri tími til að vera í samskiptum við fjölskyld- una á Íslandi. Þetta er samt sá tími ársins að ég sendi oftar myndir úr garðinum, af hitamælinum og grill- inu, fæ þannig viðbrögð að heiman þar sem oft er snjór ennþá en 10–15 gráður hér yfir daginn þegar sólin skín. –Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Nei, við höfum verslað í þeim mat- vörubúðum sem við gerðum áður, sem eru hér í bænum. Við veljum tíma þegar er minna að gera í búð- unum ef við getum. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Við verðum líklega út þetta ár með einhverjar ráðstafanir, við gerum ráð fyrir að fara á karatemót í Póllandi og Slóvakíu í haust og keyrum líklega á báða staði. – Hvernig eru aðrir fjölskyldu- meðlimir að upplifa ástandið? Er ótti? Við upplifum ekki ótta í okkar fjöl- skyldu, fólk er varkárt og passar sig og sem betur fer höfum við sloppið ennþá en Ásta er ein af þeim sem þarf að mæta í vinnu og því erum við með spritt í bílnum sem dæmi. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að við tökum öll ábyrgð og hugsum um hvort annað, verjum tíma með börnunum okkar og hlýðum Víði. Lárus Frans Guðmundsson býr í Solrød Strand í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni Lárus er „hitamælahrekkjalómur“ og er duglegur að senda vinum á Íslandi myndir af hitamælinum í Danmörku á þessum árstíma. Hér sýnir mælirinn 16 gráður! Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.