Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 60
Raular rándýrt lag
með Stebba Jak
Göngugarpurinn Arnar Már Ólafsson úr
Grindavík væri til í að fara til Balí þegar
heimsfaraldurinn verður afstaðinn.
Arnar svaraði nokkrum spurningum frá
Víkurfréttum um allt og ekkert.
– Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana?
Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að kíkja í símann.
– Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify?
Ég hlusta á Spotify.
– Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði?
Ég raula með einu rándýru lagi með Stebba Jak.
– Hvaða blöð eða bækur lestu?
Ég les helst bækur. Núna að lesa bókina Saknað.
– Uppáhaldsvefsíða?
Mín uppáhaldsvefsíða er Vísir.is
– Uppáhaldskaffi eða -te?
Ég drekk ekki kaffi eða te.
– Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi?
Það síðasta sem ég horfði á í sjónvarpi voru þættirnir Fjöllin rumska.
– Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið?
Draumafríið mitt væri að fara til Balí.
– Uppáhaldsverslun?
Uppáhaldsverslunin mín er 66 Norður. Þar er svo góður útivistarfatn-
aður.
– Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19?
Flestar fréttir sem tengjast ekki COVID-19 eru góðar fréttir.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Velferðarsvið – Ævintýrasmiðjur fyrir ungt
fólk með fötlun
Heiðarskóli – Aðstoðarskólastjóri
Umhverfissvið – Verkefnastjóri skapandi fólk
Umhverfissvið – Skapandi fólk í sumarstörf
Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn
á sama stað. Þeim er komið til stofnana
sem eru í leit að starfsfólki. Almennar
umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Hljómahöllin
Fimmtudaginn 16. apríl kl. 20:00 kemur hljómsveitin
Hjálmar fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á
Facebook-síðu Hljómahallar
Bókasafnið, Blár Apríl og Aðalheiður Sigurðardóttir
Þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00 til 21:30 mun
bókasafn Reykjanesbæjar bjóða upp á frían aðgang
að glænýjum fyrirlestri um heim einhverfunnar.
Fyrirlesturinn er sjónrænn, hvetjandi, gagnvirkur,
persónulegur og hlý upplifun fyrir alla.
Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu
Reyjanesbæjar.
Ljósmyndir í tækifærisgjafir?
Hafið samband. Himar Bragi • sími 898 2222 • hilmar@vf.is
60 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.