Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 61

Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 61
Sveinn Magni Jensson er eigandi að Millvúd pípulögnum og Svítan guesthouse. Amilía Máney á hann líka fyrir afa og það er eiginlega fullt starf segir Sveinn. — Hvernig varðir þú páskunum? Bæta við ístruna, flatmagandi í sóf- anum á heimatónleikum og glápandi á Peaky Blinders í TV-inu. — Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem mér er fært páskegg. Takk, Óskar Einarsson. Málshátturinn var: „Fleira þarf í dansinn er fagra skó.“ — Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hef verið að snappa meira en vana- lega en samt ekki verið að senda heilu tónleikana úr TV-inu úr sím- anum til snappvina, meira svona rugl frá mér. — Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi vilja hringja sama símtalið og Silvía nótt átti í laginu „til ham- ingju Ísland” og fá svör við því hvort Daði Freyr ætti einhvern möguleika í Júróinu. — Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Nýjustu tíðindin koma mér ekkert á óvart. Ég er búinn að vera nokkuð viss um að margar hömlur verði fram á haust, ætli að nóvember, desember verði ekki svona tíminn sem við verðum farin að að vera í 1,5 m frá næsta ókunnuga manni. — Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Njóta og að „styðja VÍÐIR“. — Ertu liðtækur í eldhúsinu? Ég get reddað mér en er mun betri við að halda kokkinum rökum við eldamennskuna. — Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Ofnbakaðir, léttsaltaðir þorsk- hnakkar, með aspars og einhverri bráðsmitandi sósu (made by Dagga), með ísköldum VES. — Hvað var í páskamatinn? Það var lambalæri og vildi svo undarlega til að mér var treyst til að sjá um sósuna og brúna kartöflurnar og er svolítið stoltur af því þar sem besti matreiðslumeistari landsins, Óli Már, var í mat hjá okkur. — Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ég er náttúrlega snillingur í að steikja pólskar pulzur og fela þær í Bearnaise-sósu. — Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Ketó marmarakaka og hún hvarf bara. — Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Hef nú ekkert verðskin á mat. Ætli ég myndi ekki splæsa í eins og 2–3 kg af humri og gott hvítvín fyrir afganginn. — Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég halaði inn nokkrum krónum út úr veðmáli við einn sem fullyrti um áramótin að Liverpool væru orðnir enskir meistarar í lok mars … (easy money). — Hvað hefur vont gerst í vikunni? Fyrir utan þetta ástand finn ég bara ekkert vont sem gerst hefur, nema kanski að fá ekki að fara í Öndverða- nesið í bústaðinn. Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? Hvað heldur þú að margir sem þekkja þig eigi eftir að lesa þetta rugl í þér? Veit það ekki en skal svara því þegar þeir eru búnir að senda mér skilaboð/snapp af sér í rugluðu stuði, símann í annarri og vatnsglas í hinni. N etspj@ ll Njóta og styðja Víði! FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 61

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.