Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 63

Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 63
blaða og aðalfréttir í útvarpi og sjónvarpi. Faxi vitnar í umfjöllun í Morgunblaðinu en þann 30. september mátti lesa eftirfarandi í blaðinu: „Mesta jarðskjálftahrina á Reykjanesi í langan tíma. Jarðhræringar hófust á Reykjanesskaganum í fyrrakvöld og stóðu þær fram eftir degi í gær. Sterkasti kippurinn varð klukkan 22:22 í fyrrakvöld og mældist hann 4,2 stig á Richter- kvarða. Þá urðu einnig nokkrar jarðhræringar norðanlands og mældist fyrsti og sterkasti kippurinn klukkan 22:28 og var hann tæp fjögur stig. Upptök jarðskjálftanna á Reykjanesi voru skammt norðaustur af Grindavík en upp- tökin fyrir norðan voru stutt suður af Grímsey, um 330 km frá Reykjavík. Síðasti kippurinn sunnanlands sem nokkkuð kvað að kom um hálffjögur í gær og þegar Morgunblaðið hringdi suður í Grindavík, laust fyrir klukkan 10 í gærkvöldi, hafði allt verið með kyrrum kjörum síðan um kvöldmat. Um hádegis- bilið í gær höfðu talsvert á annað hundrað kippir komið fram á jarðskjálftamæli Verður- stofunnar, þar af fimm fyrir norðan. Engin tjón urðu af jarðhræringum þessum. Þriðjudaginn 10. október birti Tíminn eftir- farandi umfjöllun: Jón Jónsson, jarðfræðingur, sagði í viðtali við Tímann í dag að enn væru talsverðar breyt- ingar á hverasvæðinu á Reykjanesskaga, þótt ekki væru þær stórvægilegar, og fremur í rénun en aukningu. M.a. hefur hverinn frá 1918 gosið með auknum krafti og gufumökkurinn á svæðinu er nokkuð mikill. Sagði Jón að búast mætti við því að breytingar þarna myndu halda áfram í einhverjum mæli, e.t.v. í nokkur ár, en ekki væri líklegt að nein stórmerki gerðust þar syðra. Sprunga sú, sem hverabreytingarnar urðu eftir, er alls u.þ.b. 35 km á lengd, nær frá klettasvæð- inu niður við sjóinn, upp undir Sýrfell [Sýrfell er um 3 km norðaustur af Reykjanesvita], en hverfur þar undir nýrra hraun en heldur samt áfram allt fram undir Vatnsleysu. Við breyting- arnar hefur sprungan breikkað ögn á köflum og sigið og að sögn Jóns Jónssonar er hún sums staðar um 80 cm á breidd. Síðan um fyrri helgi hefur ekki orðið vart neinna breytinga utan hverasvæðisins en þar gætir umbrota að sjálf- sögðu mest þegar slíkar breytingar verða. Ekki er unnt að segja fyrir um hvað þarna ger- ist en sennilega fjarar þetta út smátt og smátt, enda þótt það geti tekið nokkur ár unz ástandið kemst í algerlega eðlilegt horf.“ Faxi vitnar einnig í Alþýðublaðið 3. október 1967: „Gufumökkurinn, sem kemur upp úr sprungum þeim sem myndazt hafa á hvera- svæðinu við Reykjanesvita, jókst um allan helming í gær og á sunnudag. Nýir leirpyttir höfðu einnig myndazt. Aðrar breytingar hafa ekki orðið á svæðinu frá því vart varð við nýju hverina tvo sl. laugardagsmorgun.“ Faxi lætur þess getið að eftir þetta hafi mjög tekið að draga úr eldsumbrotum á Reykjanesi og jarðhræringar verið litlar að undanförnu, hvað sem síðar kunni að gerast. Undir greinina skrifar „H. Th. B.“, eða Hallgrímur Th. Björns- son sem þá var ritstjóri Faxa og hafði verið um langt skeið. Samantekt: Árni Daníel Júlíusson, söguritari. Er eldgos væntanlegt á reykjanesskaga? Á hluta af svæðinu held ég að umbrot eða hræringar séu að aukast og hiti að hækka. Það er meiri kraftur í hverunum en því miður höfum við ekki eldri hitamælingar yfir svæðið svo að það er erfitt að segja nákvæmlega til um. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 63

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.