Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 67

Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 67
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Hversu mörg barnabörn áttu? Fimm að verða sex, hamingjan verður ekki meiri en það. – Hvernig varðir þú páskunum? Ferðuðumst innanhúss og skruppum aðeins að skoða Gunnuhver og í kringum Reykjanesvita. Fór líka í góða göngutúra, eins og ótrúlega margir. –Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég fékk Nóa Síríus númer 4 í afmæl- isgjöf og málshátturinn var: „Ekki batnar allt, þó bíði.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Símtöl og snjáldrið kemur til góðra nota. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Hann Óli minn. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Fer að verða svolítið erfitt en þetta er bara það sem við þurfum að gera, Hlýða Víði. Þetta kemur okkur hjá Duus Handverk mjög illa, við erum með lokað en bjóðum upp á að fólk hringi og ég opna. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Fara varlega, almennt hreinlæti, handþvottur og knúsa minna … Ég á erfitt með þetta síðasta. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, ég tel mig ágætan kokk. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Humar er í allra mesta uppáhaldi ... En gott lamba- eða folaldakjöt klikkar seint. – Hvað var í páskamatinn? Hamborgarhryggur og Bayonne- skinka – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Lamb og alls kyns fisk. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Súkkulaðikaka í síðustu viku og vöfflur um helgina. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Grænmeti og rjóma ... Á slurk af kjöti í frysti, hehe. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég og stórfjölskyldan er heilsuhraust og höfum öll komist hjá smiti. – Hvað hefur slæmt gerst í vik- unni? Ekkert í þessari viku en urðum fyrir bruna í vikunni á undan. Gott lamba- eða folaldakjöt klikkar seint Netspj@ll Gerður Sigurðardóttir, bókari hjá Happy Campers og hönnuður hjá Duus Handverk, ferðaðist innanhúss um páskana en fór líka út að Reykjanesvita og Gunnuhver. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 67

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.