Spássían - 2010, Síða 2

Spássían - 2010, Síða 2
 2 Ritstjórar Auður Aðalsteinsdóttir audur@astriki.is Ásta Gísladóttir asta@astriki.is Auglýsingar Eyrún Heiða Skúladóttir heidaskula@astriki.is Vefsíða http://www.spassian.is Fyrirsætur á forsíðu Vigdís Másdóttir Sigurður H. Pálsson Forsíðumynd Rut Ing Umbrot Ásta Gísladóttir Prófarkalestur Helga Jónsdóttir Áskrift spassian@astriki.is Ábyrgðarmenn Auður Aðalsteinsdóttir Ásta Gísladóttir Útgefandi Ástríki ehf. Prentun Guðjón Ó. Spássían þakkar eftirtöldum: Bókasafni Vestmannaeyja Fasteignum ríkissjóðs Leikfélaginu Hugleik Ragnari Friðbjarnarsyni Glæpasagan hefur hreiðrað um sig í íslenskri bókmenntahefð, eins og hún hafi alltaf verið hluti af henni. Engu að síður er hún tiltölulega nýlegt fyrirbæri í þeirri mynd sem við þekkjum og hefur vaxið og dafnað síðasta áratug. Glæpasagan byggir á formúlu sem er um leið akkeri hennar og akkur. Lesendur ganga gjarnan að rammbyggðum söguþræði sem vísum, en þann þráð geta færir höfundar jafnframt leikið sér með á óendanlega vegu. Glæpasagan veitir því öryggistilfinningu um leið og hún hefur möguleika á að koma lesendanum úr jafnvægi, veitir spennu sem nokkuð víst er að verði aflétt í lokin. Glæpasagnahöfundurinn Ævar Örn Jósepsson segist í viðtali hér í Spássíunni ánægður með breiddina í íslenskri glæpasagnahefð og þá ákvörðun sína að ganga inn í þessa fremur fastmótuðu grein skriflistarinnar sem stundum er litin hornauga hér á landi. Hann ætlaði upphaflega að skrifa dramatíska Skáldsögu en fannst útkoman allt of tilgerðarleg og sá ekki sjálfan sig í þeim skrifum. Lausnin var að skrifa það sem honum fannst sjálfum gaman að lesa. Barði Jóhannsson tónlistarmaður hefur líka rekið sig á að það þýðir lítið að setja sér of þröngan, fyrirframgefinn ramma. Fyrirhuguð plata með óútgefnu efni umbreyttist í plötu með þekktustu lögum hans í útsetningu uppáhalds hljómsveita hans. Þegar upp er staðið er ekki endalaust hægt að eltast við að uppfylla (ímyndaðar eða raunverulegar) væntingar samfélagsins, við verðum sjálf að upplifa ánægju af afrakstrinum, hví annars að standa í harkinu? Farandklúbburinn Skyndilega greip mig óstjórnleg löngun tekur undir það og vill ekki skilgreina allt í köku. Öryggi sterkbyggðu rammanna er ekki alltaf eftirsóknarvert. Hryllingurinn sem fylgir því þegar óöryggið tekur völdin getur líka verið heillandi eða það finnst a.m.k. Gunnari Theodóri Eggertssyni sem fjallar um aðdráttarafl hins ósýnda og ósegjanlega í kvikmyndum. Á málþinginu „Háskólinn í krísu?“, sem fjallað er um í blaðinu, var viðruð sú skoðun að eitt af því sem helst ógnaði háskólasamfélaginu væru kyrfilega niðurnjörvaðir rammar. Endurhugsa þurfi afstöðu til samfélagsuppbyggingar og hagstjórnar og kannski sé lausnina að finna í aukinni áherslu á líkön sem byggja á umhverfissjónarmiðum þar sem óraunhæfar hugmyndir um endalausan hagvöxt eru dregnar niður á jörðina. Loftkastalar eiga a.m.k. ekki heima í nútíma borgarskipulagi. Viðar Hreins- son bókmenntafræðingur segir að háskólum hætti til að taka sig hátíðlega frekar en alvarlega, það sé hluti af vanda þeirra. Spássían grípur þau orð á lofti því segja má að markmið hennar sé einmitt að taka viðfangsefni sín alvarlega en sjálfa sig ekki hátíðlega. Okkur hættir til að setja menningu á of háan stall og hampa því sem við teljum að gangi í augun á öðrum. Snæbjörn Ragnarsson segir í pistli í blaðinu að hann sé hættur að hlusta á raddir sjálfskipaðra tónlistarspekinga. Alltof oft sé það ekki tónlistarsmekkur sem ráði för heldur löngun til að skera sig úr fjöldanum og vita betur. En til að taka þátt í samfélaginu og menningarumræðunni verður einstaklingurinn að þora að leggja sjálfan sig að veði. Jafnvel brjóta boð og bönn. Hann tekur alltaf þá áhættu að fá á sig gagnrýni, en ávinningurinn getur að sama skapi orðið mikill. Hví heilla glæpirnir?

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.