Spássían - 2010, Qupperneq 13

Spássían - 2010, Qupperneq 13
13 Eftir skriftarlotu seinnipart dagsins og gönguferð í búðina er ég ekki enn kominn að niðurstöðu um kvöldmatinn svo ég legg lykkju á leið mína og fer í gömlu fiskbúðina á holtinu. [...] Ég bind enda á ráðleysi mitt með því að taka bæði lax og lúðu og á bakaleiðinni bý ég til uppskrift í huganum. Heima sker ég fiskinn niður og legg saman lúðubita og lax, vef utan um þetta beikoni og steiki með pipar á pönnunni. Svo raða ég hringlóttum bitunum í stálbakka og kyndi ofninn á hæsta. Þá get ég skellt þessu undir grillið rétt áður en við borðum. Af tillitssemi við Iðunni hef ég rófustöppu með í staðinn fyrir kartöflur.ii Það er hægt að nota of lítinn hvítlauk, það er hægt að nota nóg af honum, en það er fræðilega ómögulegt að nota of mikið af honum. Þannig hljóðar fyrsta boðorð hvítlaukstrúarinnar og um það ríkir algjör og skilyrðislaus sátt meðal þeirra sem hana aðhyllast, hvar í heiminum sem er. Árni, sem frelsaðist ungur til hvítlaukstrúar á ferðalagi um Ítalíu, hafði heldur aldrei efast. Alltaf verið staðfastur í sinni hvítlaukstrú. Þangaðtil núna. Hann sat á Rokklandsbol og laxableikum boxerbrókum við lítið eldhúsborðið heima hjá sér í Þingholtunum, með hníf í hendi og stóran haug af hreinsuðum hvítlauksrifjum á bretti fyrir framan sig. Og efaðist.iii Hafragrautur eða flesk? Áhersluna á mataröflun, matargerð og neyslu má einnig finna í mun eldri spennubókum sem höfðu mikil áhrif á eldri kynslóðina, Ævintýrabókunum og Fimmbókunum eftir Enid Blyton. Aðalpersónurnar þar eru börn sem sífellt eru að borða, elda eða spá í dósamat og aðrar kræsingar: Þetta var dásamlegur morgunverður, - alveg einstaklega dásamlega, þar sem þau voru öll svona sársvöng. Þau mæltu ekki aukatekið orð, meðan þau voru að seðja mesta hungrið. Tommi fékk líka disk. Hann var gráðugur í hafragraut, en síróp vildi hann hins vegar ekki, það vildi festast í skeggi hans. „Nú líður mér betur,“ sagði Anna og horfði á grautarfatið. - „Nú er mergurinn málsins þessi: Á ég að borða meiri hafragraut og eiga á hættu að ég geti svo „Kex! Nautatunga! Ananas! Sardínur! Mjólk! Hamingjan sanna! Hér er allt sem nöfnum tjáir að nefna,“ hrópaði Jonni. „Á hverju eigum við að byrja?“ [...] „Nú skulum við þó taka til matar okkar. Þetta verður áreiðanlega gómsætasta máltíð okkar, því að svona hungruð höfum við aldrei verið fyrr.“ Fyrst opnuðu þau kexdós og tóku sér tíu kökur hvert, fullviss þess, að minna nægði ekki. Þar næst opnuðu þau dós með nautstungu, sem Jonni sneiddi með vasahnífnum sínum, þá ananasdós og síðast mjólkurdós. „Þetta er nú matur!“ sagði Jonni og settist á sólbakaða jörðina. „Jæja - gjörið þið svo vel!“ Þvílík veizla!v

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.