Spássían - 2010, Side 21

Spássían - 2010, Side 21
21 Sunnlenska BÓKAKAFFIÐ Austurvegi 22, Selfossi S.482 3079 Stærsta netbókabúð landsins Yfir 10.000 titlar Verð frá 200 kr. - 480.000 kr. Meðalverð <1000 kr. www.bokakaffid.is Þegar líður á seríuna verða tengsl milli raunheims og bókaheims sífellt flóknari. Fforde leikur sér fimlega að því að spinna og snúa út úr þeim hugmyndum sem við höfum gjarnan um eðli bókmennta og bókmenntastofnana. Þó er lítil áhersla lögð á útgáfustarfsemi og vinnu höfundar en þeim mun meiri á hugmyndina um skáldverkið sem lifandi heild. Fforde nýtir húmorinn til að bregða nýju ljósi á það sem alltaf hefur verið vitað um bókmenntir. Óhlutbundnar hugmyndir um kjarna skáldverka verða að veruleika í þessum heimi. Mörkin milli hins skáldaða og raunverulega (sem er auðvitað einnig um leið hið skáldaða) verða sífellt óljósari eftir því sem líður á bókaseríuna þegar persónur úr ævisögum fara að láta til sín taka. Er þar velt fram hugmyndum um framsetningu á persónu og hvernig hún samræmist hinu raunverulega eða stangast á við það. Bækurnar eru slíkur hafsjór af tilvísunum, orðaleikjum og útúrsnúningum að vonlaust er að gera öllu nægjanleg skil. Sem glæpasögur dansa Thursday Next sögurnar á línunni því glæpirnir sem koma við sögu geta verið framdir jafnt gegn bókmenntaverkum og persónum. Aðeins ein þeirra, The Well of Lost Plots, fylgir forskriftinni um morð og leit að morðingja. Í öllum má finna ótal söguþræði í gangi í einu sem fléttast mismikið saman. Einhver gáta er þó alltaf til staðar sem leysist í lokin. Líkt og sjá má í mörgum glæpa- og spennusögum er samfélagsgagnrýnin aldrei langt undan. Fyrirtækið Goliath er einn helsti óvinur Thursdays og ber meira eða minna ábyrgð á þeim áföllum sem hún verður fyrir. Þetta kapítalíska bákn hefur gengið alla leið í græðgi og yfirgangi; komið sínu fólki inn á æðstu stöðum og stofnað trúarbrögð í kringum starfsemi sína. Ástandið er engu betra í bókaheiminum þar sem til stendur að lesaðferðin „UltraWordTM“ komi í stað hinnar hefðbundnari „BOOK V8.3 ImaginoTransference“. En í ljós kemur að lesendur eru að kaupa köttinn í sekknum og án þess að skemma fyrir framvindu sögunnar má telja víst að Fforde er þar að gagnrýna umdeildar hugmyndir um höfundavernd. Hann ræðst líka á raunveruleikasjónvarp og aukinn athyglisbrest nútímafólks í nýjustu bókinni, First among sequels. Þar er uppsöfnuð heimska þjóðarinnar í sögulegu hámarki. Lesendur bóka hafa aldrei verið færri og til stendur að láta þá kjósa um framvindu bóka og vinsælustu sögupersónur. Þessi „aðeins öðruvísi“ heimur virkar því sem spéspegill á okkar og setur gamalkunn vandamál fram á nýjan, og umfram allt, skemmtilegan hátt Jasper Fforde hefur einnig gefið út tvær skáldsögur um lögreglumanninn Jack Spratt og þau erfiðu morðmál sem hann þarf að glíma við í heimi þar sem persónur úr barnagælum leika lausum hala. Sú fyrri, The Big Over Easy (2005), segir frá hinu dularfulla dauðsfalli Humpty Dumpty sem virðist hafa verið hrint ofan af vegg en sú síðari, The Fourth Bear (2006), snýst um samsæri sem á uppsprettu sína í rannsóknum blaðamannsins Gullbrár í máli bjarnafjölskyldu. Ásta Gísladóttir

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.