Spássían - 2010, Qupperneq 33

Spássían - 2010, Qupperneq 33
33 W.G. Collingwood: Kolgrafafjörður, 19. júní 1897 14 x 20 cm. Þjóðminjasafn Íslands. Einar Falur Ingólfsson: Kolgrafafjörður, 29. júní 2007 formið eru ólíkar aðferðum samtímalistamanna þar sem val á miðli og formræn útfærsla ræðst af hugmyndafræði – hjá Ásmundi jafngildir formið hugmyndafræðinni, ef svo má segja. Samanburðurinn dregur hins vegar fram sterka frásagnarkennda þætti í verkum Ásmundar; þeir beinlínis lifna við og endurnýjast í hinu sjónræna samspili við yngri verkin. Sýningin varpaði ljósi á að frásagnartengsl yngri verka við verk Ásmundar eiga rætur í mannlegri reynslu og sameiginlegri menningararfleifð sem liggja handan skilgreininga á borð við t.d. „módernisma“ eða „konsept“. Fjallamálverk Ásgríms Jónssonar gengu einnig í endurnýjun lífdaga þegar fjöllin hans áttu stefnumót við „fjöll“ átta núlifandi listamanna á sýningunni Að flytja fjöll. Fjallið er vitaskuld afar algengt viðfangsefni í íslenskri myndlist. Á frumherjaárunum var litið til akademískar myndhefðar og síðar varð Mont Sainte- Victoire, sigurfjallið helga, í túlkun Cézanne, mikilvæg fyrirmynd þegar íslenskir málarar hófu að líta til síðimpressjónískra aðferða og tæknibragða. Sýningin fól því í sér samræðu og birtingarmyndir ólíkra viðbragða yngri listamannanna við landslagshefðinni í víðu samhengi. Verkin skírskotuðu t.d. til áhrifa eldri listar á yngri listamenn og til þess hvernig landslag býr í tungumálinu og menningarvitundinni. Til umfjöllunar var einnig tilfærsla fjalla; í myndrænan búning, sem mynd á milli rýma, og sem vitnisburður um umbreytingu og mótun fjalla af völdum náttúruafla. Sýningin birti einnig breytilega ásýnd fjalla í myndum Ásgríms sjálfs og samanburðurinn opnaði fyrir ýmis óvænt merkingartengsl milli verka hans og nýrri verkanna, auk þess að minna á að hann var leitandi í myndsköpun sinni. Sígild glíma á ólíkum tímum Síðast en ekki síst er að nefna sýninguna ÁR: málverkið á tímum straumvatna þar sem afstraktmálverk Þorvalds Skúlasonar og málverk samtímamálarans Sigtryggs Bjarna Sigtryggssonar, sem eru í senn natúralísk og afstrakt, áttu í áhrifaríku einkasamtali. Staðsetningin í Listasafni Árnesinga var einkar viðeigandi sökum þess að vísun í Ölfusá (og önnur straumvötn) sameinar listamennina, auk þess sem málverkið er miðill beggja – og er þar komin skýring á yfirskriftinni. Þessi samanburður var sérlega vel heppnaður; þarna varð til einhvers konar symbíósa þar sem verk beggja listamannanna nærðust hvert á öðru um leið og þau stóðu fyllilega fyrir sínu. Verk Þorvalds sem þrungin eru krafti og spennu í form- og litrænum átökum „lyfta“ vissulega yfirveguðum verkum Sigtryggs (Þorvaldur er kólóristinn). Í sumum verkum nær Sigtryggur að skapa súblímsk áhrif er ljá sýningunni hátíðlegan blæ. Verkin eru nægilega ólík til að skapa dýnamískt samspil sem laðar fram skylda sjónræna þætti; opnar fyrir frjóa túlkun á „kanónískum“ verkum Þorvaldar, og spornar þannig gegn því að merking þeirra lokist inni í hinu viðtekna. Forsendur og aðferðir listamannanna tveggja eru ólíkar en ákveðin „rannsóknarþráhyggja“ einkennir nálgun þeirra, svo vitnað sé í sýningarstjórann, Auði Ólafsdóttur listfræðing. Kveikjan að verkum þeirra eru iðandi straumköst og flæði vatnsins – eða einfaldlega eðlisþættir efnisheimsins. Þorvaldur skissar markvisst úti í náttúrunni og fullvinnur verkin á vinnustofunni undir formerkjum sjálfbærrar, myndrænnar afstraksjónar. Sigtryggur, á hinn bóginn, túlkar reynslu sína af náttúrunni með aðstoð ljósmynda- og tölvutækni. Úr raunsæislegri skrásetningu ljósmyndarinnar vinnur hann með stafrænni tækni afstrakt eða mynsturkennda „syntesu“ náttúrunnar (sem leiðir hugann að Gauguin) sem hann svo yfirfærir kerfisbundið yfir á málarastrigann. Fróðlegt er að rifja upp samanburð Machotka á máluðu fjalli og ljósmynduðu fjalli. Annars vegar er það bein skynjun og reynsla af síkvikri náttúru sem Þorvaldur leitast við að yfirfæra yfir á myndrænt táknkerfi, hins vegar tekur Sigtryggur einfaldlega ljósmynd og frystir náttúruna. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur þýðir myndina með aðstoð tölvunnar yfir á merkingarheim forma og lita í málverki og niðurstaðan leiðir til spennu milli afstraksjónar og raunsæis. Sýningin minnir á að vangaveltur um tengsl milli veruleika, skynjunar og myndar eru sígildar, og að glíman við málverkið mótast af fyrirmyndum úr fortíðinni og af ólíkum tíðaranda og tækni. Önnur birtingarmynd þess hvernig samtíminn mátar sig við fortíðina felst í samræðu einstakra listamanna við söfn eða safneignir. Myndlistarmaðurinn Unnar Örn Auðarson hefur t.d. um nokkurt skeið beinlínis unnið verk út frá annarra manna söfnum og leitast þannig við að laða fram gömul verðmæti og nýja merkingu. Á undanförnum árum hefur Nýlistasafnið endurmetið stöðu sína með því að ástunda samræðu (og jafnvel „samræði“) við safneignina og þar með söguna, og Safnasafnið á Svalbarðseyri starfar í frjórri samræðu á merkingarmörkum mismunandi safna, alþýðulistar og samtímamyndlistar. Listamenn eru ávallt á persónulegu stefnumóti við listasöguna. „Samanburðarsýningar“ eru ákveðin nýsköpun þar sem ýmsar menningarstofnanir, listfræðingar og myndlistarmenn efna til samstarfs og búa til nýja merkingu og þekkingu í samspili eldri og nýrra verðmæta. Slík menningariðja einkennist af grósku sem auðgar samfélagið. Anna Jóa 1 Machotka, Pavel, Cézanne: Landscape into Art, New Haven, Yale University Press, 1996. 2 Andrews, Malcolm, Landscape and Western Art,Oxford History of Art, Oxford, Oxford University Press, 1999. 3 Wechsler, Lawrence, True to Life. Twenty-five Years of Conversation with David Hockney, Berkeley, Los Angeles og London, University of California Press, 2008.

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.