Spássían - 2010, Síða 37

Spássían - 2010, Síða 37
37 Innan dansverks má oftast sjá birtingarmyndir fleiri listforma en dansins, en misjafnt er hvaða listform eru nýtt með dansforminu sjálfu og hvert hlutverk þeirra og mikilvægi er. Í danssköpun á Íslandi nú á dögum eru tengsl við aðrar listgreinar greinilega sterk, en ef saga vestræns listdans er skoðuð sést að danslistamenn hafa oftar en ekki staðið í baráttu fyrir því að tjáningarformið, hreyfingin, sé viðurkennt og metið sem leið til listrænnar sköpunar óháð hinum listgreinunum. Danslistamenn hafa lagt á það áherslu að hreyfingin geti komið til skila þeim boðskap eða „ekki boðskap” sem listamaðurinn hefur að færa áhorfendunum, þó skoðanir séu skiptar um það hvers konar hreyfingar henti best til danssköpunar. Tengsl dansins við aðrar listgreinar hefur þannig verið einn af átakapunktum listgreinarinnar, en um leið eitt af hreyfiöflum hennar. Vestrænn listdans eins og við þekkjum hann í dag á rætur að rekja til listsýninga á 17. öld við hirð Loðvíks 14. Frakkakonungs. Hirðballettinn, eins og þessar sýningar voru kallaðar, var í grunninn samsettur af fjórum listformum; dansi, ljóðlist, tónlist og hönnun. Sýningarnar voru nokkurra klukkutíma langar skemmtanir þar sem ekkert var til sparað í íburði og mikilfengleika sviðsetningarinnar. Ljóðið, söngur og leikræn tilþrif sögðu í flestum tilvikum söguna ef einhver var. Dansinn var þar skraut, og mynstur mynduð af dönsurunum var það sem gladdi augað. Um miðja 18. öldina kom fram sú skoðun meðal danslistamanna að dansinn þyrfi ekki á ljóðum, söng eða texta að halda til að koma efni dansverkanna á framfæri. Dansinn segði allt sem segja þurfti, þó með hjálp látbragðs sem þróast hafði innan hirðballettsýninganna áratugina á undan. Danshöfundur að nafni Gaspere Angiolini gekk meira að segja svo langt að neita að lýsa söguþræðinum í leikskrá eins og hefð var fyrir og er enn, því áhorfendur áttu að skilja framvindu og boðskap verksins eingöngu með því að horfa á Sjálfstæði Transaquania - Into the Air eftir Ernu Ómarsdóttir samrunieða Árin 2009 og 2010 voru gjöful ár í íslenska dansheiminum. Auk hefðbundinna sýninga Íslenska dansflokksins og danshöfundasmiðju flokksins var Reykjavík dansfestival á sínum stað í september bæði árin og ýmsir sjálfstætt starfandi danshópar létu ljós sitt skína. Sýningarnar sem fram voru bornar voru mjög fjölbreyttar í efni og framsetningu og athyglisvert að sjá hvað dansinn sem listgrein hefur þanið út mörk sín hvað listræna framsetningu varðar. Fyrir utan hreyfinguna var talað mál, tónlistarflutningur og leikrænir tilburðir áberandi sem og frumleiki í sviðsmynd og búningum.

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.