Spássían - 2010, Síða 46

Spássían - 2010, Síða 46
 46 Kristín og Þóra Tómasdætur. Bók fyrir forvitnar stelpur! Veröld. 2010. Nýja platan er það fyrsta sem kemur til tals. „Í rauninni átti hún að vera eins konar hreinsun“, segir Barði. „Ég átti svo mikið af, „live“ upptökum og lögum sem höfðu aldrei verið notuð. Ég ætlaði að vinna þau áfram, klára þau og setja sem aukaefni. Þegar ég fór síðan að hlusta á þau og vinsa úr þau sem voru betri, var ég kominn með 13 lög sem mér fannst alveg frambærileg.“ En þegar Barði fór að taka saman A hlutann - þau lög sem hafa hljómað hvað víðast - fannst honum aukaefnið ekki nógu gott í samanburði við útgefna efnið: „Ég hafði auðvitað sleppt þessum lögum upprunalega af því þau voru ekki nógu góð.“ Hann sá því ekki lengur tilgang í að setja saman slíka plötu og virðast þessi óútgefnu lög dæmd til að heyrast aldrei. „Kannski átti þetta aldrei að fara lengra og var frekar liður í því að velja lögin sem ég svo gaf út. Oft þarf maður að fara í gegnum eitthvert ferli til að ná því sem maður vill.“ Því lagði hann höfuðið í bleyti og fór að velta því fyrir sér hvers konar plötu hann myndi vilja hlusta á. „Þá mundi ég eftir Best of Carpenters „tribute“ diski sem hafði verið gefinn út fyrir nokkru. Þar tóku ýmsar hljómsveitir Carpenterslög og gerðu að sínum. Mér fannst það heppnast mjög vel svo ég talaði við hljómsveitir sem mér fannst skemmtilegar og athugaði hvort þær væru ekki í stuði til að gera „cover“ af lögunum mínum. Það tóku allir voða vel í það og þar með varð til diskur tvö á þessari „best of“ plötu. Lögin mín og svo annar diskur með íslenskum hljómsveitum af að taka „cover“ af lögunum mínum.“ Inni á tonlist.is er minnst á rímixlög sem fylgja plötunni. „Sumir hafa gaman af rímixlögum. Mörg slík hafa verið gerð af lögunum mínum í gegnum tíðina þannig að ég ákvað að láta nokkur þeirra sem mér fannst skemmtilegust fljóta með. Fólk fær þau í kaupbæti, bæði þegar það verslar diskinn á netinu og úti í búð. Það er kóði á diskinum sjálfum sem fólk getur notað og eins setti ég fimm lög með sem hafa komið út sem aukaefni annars staðar. Lög sem hafa komið út erlendis og Íslendingar hafa kannski ekki haft aðgang að. Fólk er því að fá „best of“ plötu, „kover“ plötu og svo getur það sótt rímix og fimm aukalög á tonlist.is.“ Barði segir samstarfið við hljómsveitirnar hafa gengið vel, svo og ferlið allt. Barði situr ekki auðum höndum og er að vinna í ýmsum öðrum verkefnum. Má þar nefna tónlist fyrir sýningar á Heddu Gabler eftir Henrik Ibsen sem verða í Þjóðleikhúsinu snemma á næsta ári, svo og næstu Bang Gang plötu sem áætlað er að komi út í byrjun sumars. Eitt af þeim verkefnum sem hann hefur ráðist í er óperan Red Waters sem hann er að vinna með samstarfskonu sinni úr Lady and Bird dúettnum, Keren Ann. „Óperan fjallar um lítinn bæ. Hjá bænum rennur á og í hennir er vín. Það á að frumsýna hana í Frakklandi í október/nóvember 2011. Við munum opna óperuhátíð í Rúðuborg og höfum unnið þetta í samvinnu við leikhús í Frakklandi sem er hálfgerður framleiðandi að þessu. Ég, Keren Ann og Sjón unnum grunnhugmyndina saman og síðan höfum við Keren Ann unnið við textann og músíkina.“ Tónlistin er alveg ný, segir Barði, og verður frumflutt þarna. Ennþá er Ísland ekki inni í myndinni en hann vonar að óperan verði einhvern tímann flutt hérna heima. „Þetta lofar alla vega mjög góðu þar sem þetta er statt í dag.“ Ásta Gísladóttir Hljómsveitin Bang Gang er í raun eins manns hljómsveit Barða Jóhannssonar, sem fær aðra listamenn í lið með sér til þess að gefa plötunum nýjar víddir. Hann gaf á dögunum út plötuna Best of Bang Gang og hélt af því tilefni útgáfutónleika í Þjóðleikhúsinu þar sem gamalkunnug lög fengu nýtt líf í flutningi hinna ýmsu ólíku listamanna. Barði var tekinn tali í kjölfarið en margt fleira er á döfinni hjá honum á næstunni.Besta platan til þessa

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.