Spássían - 2010, Síða 51

Spássían - 2010, Síða 51
51 Við skulum byrja á að hverfa nokkra áratugi aftur í tímann og rifja upp að á sjöunda áratug 20. aldar fengu fjölmargir listamenn áhuga á nýrri tækni sem tengdist tölvum og sjálfvirkjum. Tæknilistin eins og hún var kölluð áður en farið var að tala um raflist var stunduð af listamönnum beggja vegna Atlantshafsins sem höfðu áhuga á boðskiptum, upplýsingatækni og tengdum vísindum. Þessi áhugi á tækni og vísindum er talinn hafa kviknað í kjölfar þess að Spútnik, fyrstu geimflauginni, var skotið á loft í Sovétríkjunum árið 1957. Tveimur árum síðar sendi C.P. Snow frá sér hið þekkta rit, Tveir menningarheimar og vísindabyltingin, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum af sístækkandi bili milli vísinda og bókmennta, tækni og lista. Bókin vakti gríðarlega athygli og umræður sem leiddu m.a. til þess að bandaríski vísindamaðurinn Frank Malina stofnaði tímarit í París sem kallaðist Leonardo. Þetta tímarit varð vettvangur alþjóðlegrar umræðu um samband lista, vísinda og tækni, en þegar stofnandi þess lést árið 1981 var útgáfan flutt til Bandaríkjanna. Þar sem er nú starfrækt félag sem stendur fyrir öflugri útgáfustarfsemi um nýjar rannsóknir í formi bóka og tímarita í samvinnu við The MIT Press. Spútnik áhrifin Spútnik geimflaugin hafði áhrif á ímyndunarafl listamanna og sumir fengu áhuga á að kynnast heimi tækninnar. En þar sem umrædd tækni var enn í mótun urðu ýmsar hindranir á veginum. Verkin urðu tilraunakennd og oftast litið á þau sem ófullburða listaverk. Það átti þó ekki við um verk allra frumkvöðla þessa tímabils og má þar nefna tölvugrafíkverk Manfreds Mohrs og Veru Molnar sem áttu ýmislegt skylt með verkum konseptlistamanna á borð við Sol LeWitt. En á sjöunda áratugnum lágu tölvur ekki í hvers manns fangi, tækin voru dýr og aðeins aðgengileg þeim er höfðu aðgang að rannsóknarstofum háskóla og hátæknifyrirtækja. Fæstir gerðu sér því grein fyrir að þarna var verið að leggja grunninn að nýjum listformum. Mörg þeirra verka sem urðu til á þessum tíma fengu litla athygli þá en hafa öðlast sögulegt vægi í ljósi þess sem síðar gerðist. Þeir sem þekkja þróun tölvutækninnar vita að hún varð ekki aðgengileg almenningi fyrr en einkatölvurnar komu til sögunnar á níunda áratugnum. Það sama gilti um listamenn sem voru í sömu stöðu og allur almenningur. Í millitíðinni kom vídeótæknin fram og fljótlega kom í ljós að þar var á ferðinni sjálfstæður miðill sem höfðaði ekki síður til tónlistarmanna en myndlistarmanna þar sem hann var tímatengdur og sameinaði mynd og hljóð. Þegar einkatölvan kom til sögunnar var hún fyrst um sinn ófullburða tæki, a.m.k. í hugum þeirra sem vildu skapa sjónræn verk. Því gilti áfram sú regla að aðeins þeir sem höfðu aðgang að fullkomnari tölvum nýttu sér þær til sjónrænnar listsköpunar. Einkatölvan náði sér ekki á strik sem meðfærilegt myndvinnslutæki fyrr en undir lok 20. aldar en þá fóru hlutirnir líka að gerast hratt. Veraldarvefurinn Hvað er MIÐLALIST? Life sharing eftir Evu og Franco Mattes Þessari spurningu gæti virst fljótsvarað enda auðvelt að sýna fram á að listaverk verða ekki til án miðils. Ef miðillinn er efnið sem listamaðurinn mótar hugmynd sína í er þá ekki öll list miðlalist? Spurningin sem varpað er fram í fyrirsögn virðist því fljótt á litið ekki eiga rétt á sér. En ef það væri rétt hvers vegna er þá talað um miðlalist sem sérstakt fyrirbæri og listamenn jafnvel tengdir við „miðla“? Hvers konar list erum við að tala um? Og hvað greinir miðlalist frá annarri list ef öll list er háð miðlum?

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.