Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Side 50

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Side 50
Einar Bollason fyrirliði KR-inga. Lokastaða: 1. KR 220 60:34 4 stig 2. ÍR 211 47:46 4 — 3. Á 202 28:55 0 — Jf. fl. karla: ÍR—Á 11:3 KR—lR 12:33 KR—Á 10:16 Lokastaða: 1. ÍR 220 44:15 4 stig 2. KR 211 22:39 2 — 3. Á 202 9:21 0 — M. flokkur kvenna: Aðeins tvö félög sendu lið, KR og ÍR. Sigraði lR með 28:18. 2. flokkur kvenna: Eins og í meistaraflokki sendu aðeins tvö félög lið í þennan flokk, UMF Snæfell, Stykkishólmi og KR. Leiknum lauk með sigri Snæfells, 19 stigum gegn 12. Alls tóku þátt í mótinu að þessu sinni 31 lið frá 10 félögum, þar af 8 lið frá félögum utan Reykjavíkur. Á körfuknattleiksþinginu s..l. haust, var samþykkt að bæta einu liði við í 1. deild, þannig að í deild- inni léku 6 lið. Samþykkt var að IKF, sem féll niður í aðra deild á Islandsmótinu 1966, skildi leika gegn Héraðssambandinu Skarphéðinn, um hvort liðanna tæki sæti í deild- inni á Islandsmótin 1967. Eins og ég sagði í upphafi, þá náðu körfuknattleiksmenn okkar undra- verðum árangri á árinu, í keppni við erlend lið. 1 hvert skipti sem íslenzk- ir íþróttaflokkar sigra lið frá hinum stóru og mannmörgu þjóðum, get- ur það talizt ganga kraftaverki næst Það er oft hlegið að okkur þegar við vitnum í höfuðtöluregluna, er við ræðum um árangur okkar manna, góðan eða lélegan, í sam- skiptum okkar við stórþjóðirnar. En gera menn sér yfirleitt Ijóst, hvað sá hópur er smár, sem íþróttafólk okkar er valið úr. Við höfum nýlega sigrað Dani í landsleik í körfuknattleik. Innan vébanda danska körfuknattleiks- samb. eru 70 fél. með yfir 5000 virka félagsmenn. KR-ingar léku gegn Evrópubikarmeisturunum Simmen- thal frá Italiu og stóðu sig vel. En þrátt fyrir það, að liðin sem keppa í körfuknattleiksmeistaramóti Italíu í vetur, eru samtals 191, þá verður Simmenthal, eins og mörg önnur evrópsk lið, að fá ameríska körfu- knattleiksmenn til að geta staðizt hina hörðu keppni á alþjóða vett- vangi. Manni hlýnaði um hjartaræturnar, við að sjá leik Kolbeins Pálssonar gegn Simmenthal í Laugardalshöll- inni í haust. Þar var fulltrúi íslenzkr- ar æsku, sem sýndi hvaða árangri er hægt að ná, með ástundun og dugn- aði. Enda þótt Kolbeinn sé lágvaxnasti leikmaðurinn í landsliði okkar, þá náði hann þó þeim árangri í þessari íþróttagrein risanna, að vera kjörinn íþróttamaður ársins árið 1966. Islenzka landsliðið í körfuknattleik er valið úr hlægilega fámennum hópi. En Kolbeinn Pálsson og pilt- arnir sem sigruðu Skota, Dani og hin bandarísku háskólalið, sönnuðu að unga kynslóðin okkar stendur ekki jafnöldrum sínum hjá stórþjóð- unum að baki, nema síður sé. Þrátt fyrir að hópurinn sé smár, þá eigum við góðan efnivið. Það hvílir því mikil ábyrgð á herðum íþróttaforyst- unnar í landinu, hennar er að sjá um að þessi efniviður fari ekki for- görðum. En gegnir forystan þessu hlutverki sínu sem skyldi? Ná íþróttafélögin til allra unglinga með starfsemi sína? Er ekki þegar of þröngt á básnum hjá flestum hinna stærri fé- laga ? Er ekki grundvöllur fyrir stofnun fleiri íþróttafélaga, svo að það verði pláss fyrir alla unglinga, líka þá, sem aldrei komast í meist- araflokk eða landslið. Enda þótt þessar spurningar hafi vaknað, þegar ég var að hugsa um körfuknattleikinn á árinu 1966, þá eru þær alls ekki bundnar við körfu- knattleiksíþróttina eina, heldur eiga allar íþróttagreinar hér hlut að máli. 50

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.