Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 50

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 50
Einar Bollason fyrirliði KR-inga. Lokastaða: 1. KR 220 60:34 4 stig 2. ÍR 211 47:46 4 — 3. Á 202 28:55 0 — Jf. fl. karla: ÍR—Á 11:3 KR—lR 12:33 KR—Á 10:16 Lokastaða: 1. ÍR 220 44:15 4 stig 2. KR 211 22:39 2 — 3. Á 202 9:21 0 — M. flokkur kvenna: Aðeins tvö félög sendu lið, KR og ÍR. Sigraði lR með 28:18. 2. flokkur kvenna: Eins og í meistaraflokki sendu aðeins tvö félög lið í þennan flokk, UMF Snæfell, Stykkishólmi og KR. Leiknum lauk með sigri Snæfells, 19 stigum gegn 12. Alls tóku þátt í mótinu að þessu sinni 31 lið frá 10 félögum, þar af 8 lið frá félögum utan Reykjavíkur. Á körfuknattleiksþinginu s..l. haust, var samþykkt að bæta einu liði við í 1. deild, þannig að í deild- inni léku 6 lið. Samþykkt var að IKF, sem féll niður í aðra deild á Islandsmótinu 1966, skildi leika gegn Héraðssambandinu Skarphéðinn, um hvort liðanna tæki sæti í deild- inni á Islandsmótin 1967. Eins og ég sagði í upphafi, þá náðu körfuknattleiksmenn okkar undra- verðum árangri á árinu, í keppni við erlend lið. 1 hvert skipti sem íslenzk- ir íþróttaflokkar sigra lið frá hinum stóru og mannmörgu þjóðum, get- ur það talizt ganga kraftaverki næst Það er oft hlegið að okkur þegar við vitnum í höfuðtöluregluna, er við ræðum um árangur okkar manna, góðan eða lélegan, í sam- skiptum okkar við stórþjóðirnar. En gera menn sér yfirleitt Ijóst, hvað sá hópur er smár, sem íþróttafólk okkar er valið úr. Við höfum nýlega sigrað Dani í landsleik í körfuknattleik. Innan vébanda danska körfuknattleiks- samb. eru 70 fél. með yfir 5000 virka félagsmenn. KR-ingar léku gegn Evrópubikarmeisturunum Simmen- thal frá Italiu og stóðu sig vel. En þrátt fyrir það, að liðin sem keppa í körfuknattleiksmeistaramóti Italíu í vetur, eru samtals 191, þá verður Simmenthal, eins og mörg önnur evrópsk lið, að fá ameríska körfu- knattleiksmenn til að geta staðizt hina hörðu keppni á alþjóða vett- vangi. Manni hlýnaði um hjartaræturnar, við að sjá leik Kolbeins Pálssonar gegn Simmenthal í Laugardalshöll- inni í haust. Þar var fulltrúi íslenzkr- ar æsku, sem sýndi hvaða árangri er hægt að ná, með ástundun og dugn- aði. Enda þótt Kolbeinn sé lágvaxnasti leikmaðurinn í landsliði okkar, þá náði hann þó þeim árangri í þessari íþróttagrein risanna, að vera kjörinn íþróttamaður ársins árið 1966. Islenzka landsliðið í körfuknattleik er valið úr hlægilega fámennum hópi. En Kolbeinn Pálsson og pilt- arnir sem sigruðu Skota, Dani og hin bandarísku háskólalið, sönnuðu að unga kynslóðin okkar stendur ekki jafnöldrum sínum hjá stórþjóð- unum að baki, nema síður sé. Þrátt fyrir að hópurinn sé smár, þá eigum við góðan efnivið. Það hvílir því mikil ábyrgð á herðum íþróttaforyst- unnar í landinu, hennar er að sjá um að þessi efniviður fari ekki for- görðum. En gegnir forystan þessu hlutverki sínu sem skyldi? Ná íþróttafélögin til allra unglinga með starfsemi sína? Er ekki þegar of þröngt á básnum hjá flestum hinna stærri fé- laga ? Er ekki grundvöllur fyrir stofnun fleiri íþróttafélaga, svo að það verði pláss fyrir alla unglinga, líka þá, sem aldrei komast í meist- araflokk eða landslið. Enda þótt þessar spurningar hafi vaknað, þegar ég var að hugsa um körfuknattleikinn á árinu 1966, þá eru þær alls ekki bundnar við körfu- knattleiksíþróttina eina, heldur eiga allar íþróttagreinar hér hlut að máli. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.