Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 10
Það átti ekki fyrir Jóni Páli að liggja að verða glímukóngur og Grettisbeltis- hafi, þó þau séu orðin mörg Grettis- tökin sem hann hefur lyft á litríkum ferli, en hann var þó viðloðandi glím- una fram til 12 til 13 ára aldurs. Sjálfur segist hann hafa æft glímuna með höppum og glöppum en um samfelldar æfingar eða keppni varð aldrei að ræða. — Ég var oftast hjá ömmu minni í Hafnarfirði á sumrin og komst þá í kynni við hópíþróttirnar, fótbolta og handbolta, í íþróttaskóla sem Geir Hall- steinsson starfrækti. Ég var svo í báð- um þessum íþróttagreinum hjá Fylki í Árbænum, eftir að ég fluttist þangað og ég keppti einnig í sundi fyrir skól- ann og í víðavangshlaupum fyrir Fylki. Það má vel vera að ég hefði haldið áfram í hlaupunum, ef ég hefði ekki alltaf þurft að láta í minni pokann fyrir Guðmundi langa Skúlasyni, sem keppti lengi fyrir Ármann. Hann var svo klof- langur að það var ekki nokkur mögu- leiki að vinna hann, segir Jón Páll og hlær dátt. Reyndar er kátínan og létt- leikinn aldrei langt undan er rætt er við Jón Pál og hreinskiptinn er hann. FÉKK LEIÐ Á HÓPÍÞRÓTTUM — Ég fékk fljótlega leið á hópíþrótt- unum. Mér fannst liðsheildin aldrei taka nógu mikið á og það fór í skapið á mér sem keppnismanni. Löngunin til þess að verða sterkur, blundaði líka alltaf í mér og ég æfði hin og þessi lík- amsræktarkerfi heima, s.s. Atlas- kerf- ið, þó eftir á að hyggja hafi Atlas ekki verið sterklega byggður. Þetta var á þeim árum þegar menn skömmuðust sín óskaplega fyrir að vera í líkamsrækt og földu Bullworker- tækin sín vand- lega til þess að ekki yrði gert grín af þeim. Ég fór þó ekkert í felur með þetta enda fann ég strax að ég hafði gott af því að stæla skrokkinn. — En hvenær komst þú í fyrsta skipti í kynni við eiginlegar lyftingar með lóðum ? — Ég var að dunda í hópíþróttun- um fram undir 1976 en ég fór fyrst í lyftingarnar um þær mundir. Þá var haldið námskeið í aðstöðu lyftinga- manna í Sænska frystihúsinu en það var þá að hruni komið. Hvort sem það var því að kenna að ég var byrjaður að taka á lóðunum eða ekki, þá var hús- íslandsmeistarar í vaxtarrækt 1984. Jón Páll vel „skorinn" eins og sjá má og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir. inu lokað þegar námskeiðið hafði stað- ið í viku. Þá lá leiðin inn í Ármanns- heimili þar sem ég æfði undir hand- leiðslu Guðmundar „Silvers" Sigurðs- sonar, Iyftingakappa í tvo mánuði áður en ég fór í sveit. Þetta voru þessar hefðbundnu OL-lyftingar eða jafnhött- un og snörun en ég æfði líka bekk- pressuna vel, því það var alltaf tak- markið að fá góðan og þrýstinn brjóst- kassa, segir Jón Páll og glottir um leið og hann hnyklar brjóstvöðvana. Að sögn Jóns Páls var hann einnig byrjaður í karate um þessar mundir en hann neitar því harðlega að það hafi verið vegna kraftadellu eða árásar- hneigðar. — Ég hef aldrei verið gefinn fyrir slagsmál en eftir að ég byrjaði í karate varð ég var við það að snerpan jókst gífurlega og sennilega bý ég að þessari snerpu enn þann dag í dag. STAÐRÁÐINN í AÐ BYRJA l.JANÚAR KL.18 Svo sem fram hefur komið í þessu spjalli, var Jón Páll í ýmsum greinum íþrótta og lyftingarnar voru ekki í neinu sérstöku öndvegi svona rétt til að byrja með. Jón Páll segist þó hafa stimplað það inn í huga sinn að byrja í lyftingunum af krafti hinn 1. janúar 1978 kl. 18 stundvíslega og við það stóð hann. Jón Páll mætti stundvíslega kl. 18 í æfingaaðstöðu lyftingamanna í Jakabóli - gömlu Þvottalaugarnar í Laugardal og eins og hann segir sjálf- ur, ætlaði hann „að verða alveg hrika- legur“. Jón Páll var 17 ára þegar hann byrj- aði „að taka á því“ fyrir alvöru. Hann segist hafa verið frekar stór eftir aldri, stæltur úr byggingarvinnu sem hann vann í á sumrin og árangurinn lét ekki á sér standa. Jón Páll hefur bætt sig stöðugt enda er vart hægt að segja að hann hafi tekið frí frá æfingum, eina einustu viku síðan umræddan nýjárs- dag. — Bestu hvíldirnar sem ég hef feng- ið eru þessar ferðir hin síðari ár þegar ég hef farið utan til þess að keppa í kraftakeppnum. Ég hef aldrei hætt að æfa þó ég hafi tognað eða slitnað. Ef 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.