Íþróttablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 13
Jón Páll
þannig að liðið gæti hlegið sig mátt-
laust. Nú ég tók þetta alvarlega eins og
allt sem ég geri en fljótlega eftir að ég
setti kraft í þetta, hurfu aðstoðar-
mennimir eins og dögg fyrir sólu. Þeim
leist víst ekkert á blikuna.
— Nú varst þú aftur með í ár eins
og frægt er orðið. Varstu sár yfir því að
vinna ekki ?
— Ég ætlaði mér aldrei í þetta mót.
Ég ætlaði á íslandsmótið í kraftlyfting-
un en varð að hætta við vegna meiðsla.
Ég ákvað því að drífa mig í „sköfun"
og taka þátt í vaxtarræktarmótinu. Ég
þótti víst hvorki nógu „skafinn" né
neinum feluleik og sýndi allar mínar
bestu hliðar.
— Hyggstu keppa aftur í vaxtar-
rækt eða ertu hættur keppni í þessari
grein ?
— Það getur vel verið að ég verði
með aftur en það verður þá eins og
venjulega „tékkað inn á síðustu mín-
útu“.
FJÖÐUR SEM VARÐ AÐ
HÆNSNAKOFA
— Nú var talsvert fjallað um það
eftir að þú vannst íslandsmeistaratitil-
inn í vaxtarrækt um árið, að þú hefðir
Hér skokka þeir síðasta spölinn í síðustu grein í keppninni í Nice á dögunum,
Jón Páll og „fjandvinur" hans Geoff Capes.
nógu góður fyrir neðan mitti! - en auð-
vitað þýðir ekkert að deila við dómar-
ann og ég varð að sætta mig við niður-
stöðurnar. Það gerðu áhorfendur hins
vegar ekki og menn eins og Guðmund-
ur Sigurðsson sem hefur æft Iyftingar
og vaxtarrækt um 20 ára skeið og hef-
ur að mínu viti mun meiri þekkingu á
íþróttinni en flestir þeir dómarar sem
þarna dæmdu.
— Nú benti Sigurður Gestsson, ís-
landsmeistari í vaxtarrækt á það að
það væri ekki nóg að vera stór og með
stóra vöðva, það væri samræmið sem
skipti máli. Er ekki þetta það sem dóm-
ararnir lögðu til grundvallar ?
— Það má vel vera en ég bendi líka
á það að Sigurður sagði fyrir mótið að
hann ætlaði að fela sínar veikustu hlið-
ar fyrir dómurunum. Það hefur senni-
lega tekist. Ég var hins vegar ekki í
komið fram og sýnt vöðvana í sauma-
klúbbum víðs vegar um bæinn?
Nú skellir Jón Páll upp úr fyrir
alvöru. Þegar hann hefur jafnað sig,
segir hann: — Þetta var mögnuð
kjaftasaga en því miður bara Qöður
sem varð að heilum hænsnakofa. Stað-
reyndin er sú að ég kom fram í einu
partýi og hafði gaman af en síðan ekki
söguna meir.
Það líður nú að Iokum viðtalsins en
vegna þess að það hefur vart farið
framhjá neinum að Jón Páll er einstak-
lega vinsæll meðal barna og unglinga,
þá spyrjum við hvort hann hafi gaman
af því að umgangast börn ?
— Ég veit ekki hvort ég sé einhver
sérstök barnagæla en ég neita því ekki
að ég hef gaman af því að tuskast á við
krakkana. Sonur minn, Sigmar Freyr
sem nú er þriggja ára er sennilega besti
vinur minn og ég læt mig framtíð hans
og annara barna miklu varða. Öll höf-
um við verið börn - því megum við
ekki gleyma. Allavega geri ég það ekki
og á ég því auðvelt með að setja mig í
þeirra spor. Ég man þá tíð er ég leit
upp til þeirra sem sköruðu fram úr. Ég
vona líka að ég sé góð fyrirmynd og því
reyki ég ekki og áfengisneyslan er um
það bil ein fingurbjörg á ári. Sannast
sagna fer fátt meira í taugarnar á mér
en fólk sem heldur á litlum börnum í
annarri hendinni en sígarettu í hinni
og blæs reyknum yfir þessi litlu grey.
Þetta sama fólk kvartar svo stöðugt
yfir því að barnið sé svo og svo slæmt
til heilsunnar. Nei, ég er sennilega einn
alharðasti liðsmaðurinn í „Reyklausa
liðinu“ og vil gjarnan leggja mitt af
mörkum til þess að koma í veg fyrir að
börn og unglingar leiðist út í þá
hættulegu vitleysu að reykja, segir Jón
Páll en þess má geta að hann vonast til
þess að Sigmar Freyr leggi stund á
íþróttir í framtíðinni. Jón Páll segist
ekki ætla að hafa áhrif á strákinn held-
ur verði hann sjálfur að ákveða hvaða
grein hann vill stunda. Reyndar kynnt-
ist sá stutti kraftlyftingunum snemma
því pabbinn tók hann með á Norður-
landamót í Laugardalshöllinni þegar
hann var aðeins 10 eða 11 mánaða og
hann fékk einnig stundum að fljóta
með á æfingar.
— Ég varð að setja handlóð ofan á
burðarrúmið til þess að hann færi sér
ekki að voða, segir Jón Páll en hann
fær nú dágóðan bunka af aðdáenda-
bréfum frá börnum og unglingum,
aðallega erlendis frá, á ári hverju.
— En að lokum. Hvað er framund-
an hjá manninum, sem margir telja
þann sterkasta í heimi ?
— Það er fjöldinn allur af Hálanda-
mótum og kraftakeppnum á næsta ári
og við Capes eru t.a.m. að hugsa um að
skella okkur til Japan í mars og taka
aðeins á kraftajötnum þar í landi. Þeir
eru vel „massaðir" sumo- glímumenn-
irnir og hver veit nema maður fái að
taka á þeim, segir Jón Páll og sýnir
hrammana. Hann vildi að lokum skora
á fólk að hugsa meira um líkamann og
holla hreyfmgu.
— Syndið, hlaupið og takið á lóð-
um! Það er ekkert mál fyrir þjóðina og
Jón Pál, sagði þessi arftaki Grettis, Jón
Páll Sigmarsson, að lokum.
13