Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 19

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 19
KOMIST LANGTÁ r SJALFS- TRAUSTINU — segir Þorgils Óttar Mathiesen handknattleiksmaður í FH og fyrirliði landsliðsins. Texti: Ragnheiður Davíðsdóttir Myndir: Grímur Bjarnason GEIR LAGÐI GRUNNINN „Ég byrjaði í fimmta flokki FH. Þá var ég í Öldutúnsskólanum og þótti dálítið ódæll nemandi og ætli ég hafi ekki fengið útrás fyrir orkuna í hand- boltanum. Jú, maður reyndi fyrir sér í ýmsum öðrum íþróttagreinum en handboltinn varð ofan á. Það var mikið rætt um handbolta hér á heimilinu, eins og ég sagði áðan spilaði mamma með ÍR og systir mín Halldóra var einnig í handbolta. Á þessum árum var meistaraflokkur FH á toppnum og ég fylgdist af áhuga með mínum mönnum og bar mikla virðingu fyrir köppum eins og Geir Hallsteinssyni, Erni bróð- ur hans, Viðari Símonarsyni og fleirum sem þá voru mest áberandi í liðinu. Ætli Geir hafi þó ekki haft einna mest áhrif á mig sem handknattleiksmann. Hann var mikill snillingur með boltann og þótti einn besti handknattleiksmað- ur í heimi um þessar mundir. Geir þjálfaði mig fyrstu þrjú til fjögur árin í meistaraflokki og lagði grunninn að handboltalegu uppeldi mínu hjá FH. Þegar ég kom í meistaraflokkinn var hann enn leikmaður með liðinu og var einn af þeim síðustu af þessum eldri í liðinu. Guðmundur Árni og Gunnar Einarsson voru einnig leikmenn með liðinu en voru um það bil að hætta þegar ég kem inn. Á þessum tíma var því ný kynslóð að taka við og liðið að byggjast upp af nýjum mönnum.“ Varstu þá strax ákveðinn í að ná langt í handboltanum? „Ég hef alla tíð verið mjög metnað- argjarn og var því ákveðinn í að gera mitt besta. Ég hef komist langt á sjálfs- traustinu og þótti hrokafullur á stund- um. Til að byrja með þótti það heiður að komast á bekkinn en maður sætti sig ekki við það hlutskipti til lengdar og vildi komast inná. Síðan er þetta tröppugangur og alltaf ákveðið mark- mið að stefna að hverju. Já, ég get ekki neitað því að ég ætlaði mér að komast í 19

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.