Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 40

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 40
ISLANDSMEISTARAR 1986 — 4. flokkur Fylkis í knattspyrnu. Rætt við Axel Axelsson þjálfara liðsins og Texti: Þorgrímur Þráinsson Kristin Tómasson fyrirliða. Mynd: Qrímur Bjarnason Knattspymufélagið Fylkir eignaðist sína fyrstu íslandsmeistara í knatt- spymu í yngri flokkunum síðastliðið sumar. Fjórði flokkur félagsins náði að tryggja sér sigur gegn Breiðabliki í úr- slitaleik liðanna en framlengingu og vítaspymukeppni þurfti til. Fylkir stóð uppi sem sigurvegari, skoraði 10 mörk gegn 9 mörkum Blikanna. Strákamir í 4. flokki Fylkis ganga flestir upp í 3. flokk næsta sumar og má vænta árang- urs af þeim í framtíðinni. En þeim er fleira til lista lagt en að sparka bolta þessum drengjum því fyrir skemmstu urðu þeir 1. deildarmeistarar í hand- bolta. Hvort framtíð drengjanna liggur í handbolta eða fótbolta verða þeir sjálfir að skera úr um en óneitanlega eru þeir frambærilegir á báðum sviðum. Fyrirliði íslandsmeistaranna í 4. flokki heitir Kristinn Tómasson og er hann sérlega laginn við að koma tuðr- unni í mark andstæðinganna. Síðastlið- ið sumar skoraði hann hvorki fleiri né færri en 44 mörk í íslands- og Reykjavík- urmótinu og verður gaman að fylgjast með pilti í framtíðinni. Kristinn sagði í samtali við íþróttablaðið að það væri ekki erfitt að vera íyrirliði en það kæmi í hans hlut að stappa stálinu í meðspilar- ana þegar á móti blæsi. Árangur 4. flokks síðastliðið sumar kom Kristni ekki á óvart því liðsheildina sagði hann vera sterka. „Líkast til hafa stóru liðin ekki verið neitt sérlega ánægð með að Fylkir varð meistari en við reynum að sanna getu okkar næsta sumar og stöndum okkur vonandi vel áfram. Það verður erfitt að vinna titilinn í 3. flokki en við ætlum að gera okkar besta og veit ég ekki betur en að við höldum sama mannskap." En hvort ætli Kristinn velji handbolt- ann eða fótboltann þegar fram líða stundir. „Ég vel fótboltann — er stað- ráðinn í því og vitaskuld dreymir mig um atvinnumennsku eins og flesta unga drengi." Þjálfari 4. flokks Fylkis er hinn þjóð- kunni Axel Axelsson en hann hefur ver- ið þjálfari þessa hóps síðastliðin 3 ár. Áður þjálfaði Smári Björgvinsson hinn mikli unglingaleiðtogi strákana — frá því þeir voru í 6. flokki. „Strákamir hafa verið sigursælir í gegnum yngri flokkana og kemur það þeim til góða þegar samkeppnin verður harðari. Þeir vita hvað það er að vera á toppnum og sætta sig vonandi ekki við neitt annað. Já, satt að segja mátti alveg búast við þessum árangri af 4. flokkn- um síðastliðið sumar — mannskapur- inn var mjög góður. Vitanlega er alltaf erfitt að etja kappi við Val, Fram og KR því félögin eru með sterkan bakgrunn. Sérstaklega höfum við átt í baráttu við Fram í gegnum tíðina — og bámm sig- urorð af þeim síðastliðið sumar. í úr- slitakeppninni lékum við m.a. við ÍA og svo vitanlega Breiðablik í úrslitaleiknum og tel ég það hafa hjálpað okkur að sigra því við töpuðum fyrir þeim fyrr á sumrinu. Strákamir ætluðu ekki að láta það gerast aftur. Það var sárt fyrir Breiðablik að tapa úrslitaleiknum en þeir sýndu mikinn íþróttaanda að hon- um loknurn." Að sögn Axels er mjög góð uppbygg- ing í yngri flokkunum hjá Fylki og margir strákar sem æfa hjá félaginu. Axel sagðist búast við að félagið myndi halda í alla strákana í yngri flokkunum og því mætti búast við miklu af þeim í framtíðinni. Margir þeirra stunda bæði handbolta og fótbolta en þeir verða lík- ast til að gera upp hug sinn hvor greinin verður ofan á. Fylkir er mjög vaxandi félag og mikil og góð íþróttastarfsemi í Árbænum. í framtíðinni má reikna með að félagið láti að sér kveða á ýmsum vígstöðvum en íþróttablaðið óskar Fýlki til ham- ingju með fyrsta íslandsmeistaratitilinn í yngri flokkunum í knattspymu. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.