Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 40
ISLANDSMEISTARAR
1986
— 4. flokkur Fylkis í knattspyrnu. Rætt við Axel Axelsson þjálfara liðsins og Texti: Þorgrímur Þráinsson
Kristin Tómasson fyrirliða. Mynd: Qrímur Bjarnason
Knattspymufélagið Fylkir eignaðist
sína fyrstu íslandsmeistara í knatt-
spymu í yngri flokkunum síðastliðið
sumar. Fjórði flokkur félagsins náði að
tryggja sér sigur gegn Breiðabliki í úr-
slitaleik liðanna en framlengingu og
vítaspymukeppni þurfti til. Fylkir stóð
uppi sem sigurvegari, skoraði 10 mörk
gegn 9 mörkum Blikanna. Strákamir í
4. flokki Fylkis ganga flestir upp í 3.
flokk næsta sumar og má vænta árang-
urs af þeim í framtíðinni. En þeim er
fleira til lista lagt en að sparka bolta
þessum drengjum því fyrir skemmstu
urðu þeir 1. deildarmeistarar í hand-
bolta. Hvort framtíð drengjanna liggur í
handbolta eða fótbolta verða þeir sjálfir
að skera úr um en óneitanlega eru þeir
frambærilegir á báðum sviðum.
Fyrirliði íslandsmeistaranna í 4.
flokki heitir Kristinn Tómasson og er
hann sérlega laginn við að koma tuðr-
unni í mark andstæðinganna. Síðastlið-
ið sumar skoraði hann hvorki fleiri né
færri en 44 mörk í íslands- og Reykjavík-
urmótinu og verður gaman að fylgjast
með pilti í framtíðinni. Kristinn sagði í
samtali við íþróttablaðið að það væri
ekki erfitt að vera íyrirliði en það kæmi í
hans hlut að stappa stálinu í meðspilar-
ana þegar á móti blæsi. Árangur 4.
flokks síðastliðið sumar kom Kristni
ekki á óvart því liðsheildina sagði hann
vera sterka. „Líkast til hafa stóru liðin
ekki verið neitt sérlega ánægð með að
Fylkir varð meistari en við reynum að
sanna getu okkar næsta sumar og
stöndum okkur vonandi vel áfram. Það
verður erfitt að vinna titilinn í 3. flokki
en við ætlum að gera okkar besta og
veit ég ekki betur en að við höldum
sama mannskap."
En hvort ætli Kristinn velji handbolt-
ann eða fótboltann þegar fram líða
stundir. „Ég vel fótboltann — er stað-
ráðinn í því og vitaskuld dreymir mig
um atvinnumennsku eins og flesta
unga drengi."
Þjálfari 4. flokks Fylkis er hinn þjóð-
kunni Axel Axelsson en hann hefur ver-
ið þjálfari þessa hóps síðastliðin 3 ár.
Áður þjálfaði Smári Björgvinsson hinn
mikli unglingaleiðtogi strákana — frá
því þeir voru í 6. flokki.
„Strákamir hafa verið sigursælir í
gegnum yngri flokkana og kemur það
þeim til góða þegar samkeppnin verður
harðari. Þeir vita hvað það er að vera á
toppnum og sætta sig vonandi ekki við
neitt annað. Já, satt að segja mátti alveg
búast við þessum árangri af 4. flokkn-
um síðastliðið sumar — mannskapur-
inn var mjög góður. Vitanlega er alltaf
erfitt að etja kappi við Val, Fram og KR
því félögin eru með sterkan bakgrunn.
Sérstaklega höfum við átt í baráttu við
Fram í gegnum tíðina — og bámm sig-
urorð af þeim síðastliðið sumar. í úr-
slitakeppninni lékum við m.a. við ÍA og
svo vitanlega Breiðablik í úrslitaleiknum
og tel ég það hafa hjálpað okkur að
sigra því við töpuðum fyrir þeim fyrr á
sumrinu. Strákamir ætluðu ekki að láta
það gerast aftur. Það var sárt fyrir
Breiðablik að tapa úrslitaleiknum en
þeir sýndu mikinn íþróttaanda að hon-
um loknurn."
Að sögn Axels er mjög góð uppbygg-
ing í yngri flokkunum hjá Fylki og
margir strákar sem æfa hjá félaginu.
Axel sagðist búast við að félagið myndi
halda í alla strákana í yngri flokkunum
og því mætti búast við miklu af þeim í
framtíðinni. Margir þeirra stunda bæði
handbolta og fótbolta en þeir verða lík-
ast til að gera upp hug sinn hvor greinin
verður ofan á.
Fylkir er mjög vaxandi félag og mikil
og góð íþróttastarfsemi í Árbænum. í
framtíðinni má reikna með að félagið
láti að sér kveða á ýmsum vígstöðvum
en íþróttablaðið óskar Fýlki til ham-
ingju með fyrsta íslandsmeistaratitilinn
í yngri flokkunum í knattspymu.
40