Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 49

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 49
Þessar hressu stúlkur úr Vestmannaeyjum voru í starfskynningu hjá Frjálsu framtaki í nokkra daga. Þær eru miklar íþróttakonur og heita Elísabet, Ingi- björg og Stefanía. æfingaleiki því aðeins Týr og Þór geta keppt innbyrðis. Fá mót er haldin í Eyj- um því félög ofan af landi leggja ekki í að koma þangað vegna kostnaðar. Þó heldur íþróttafélagið Týr eitt stærsta knattspyrnumót á landinu íyrir ó.flokk í knattspymu í samvinnu við Tomma hamborgara. Eitt innbyrðis mót félag- anna fer fram ár hvert og kallast það Vestmannaeyjamótið. Frjálsar íþróttir eru í stöðugri framför svo og sundið en áður var sjaldan keppt í þessum grein- um. Ef íþrótta nyti ekki við í Eyjum væri félagslíf af skornum skammti. Annað það helsta sem krakkar gera sér til skemmtunar er að skreppa í spröng- una, vappa milli sjoppa og hitta félaga. Vinsælt er að hanga í félagsheimilinu og stunda djassballett og erobikk. Árangur liða frá Vestmannaeyjum hefur ekki verið sem bestur og er hætta á að ekki náist betri árangur ef um sameiningu félaganna verður ekki að ræða. Fróðir menn vilja meina að sameining yrði til þess að margir leik- menn hættu íþróttaiðkun því svo margir yrðu um hituna og kepptu um hvert sæti. Þessi grein er skrifuð út frá þeim sjónarmiðum sem við lítum á íþrótta- mál í Vestmannaeyjum þessa stundina. VerS^iS ÚR & SKART Bankastræti 6. Sími 18600 TOMMA HAMBORGARAR HVERTSEM LEIÐIN LIGGUR 49

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.