Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 56

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 56
Lotto 5/32 hefur nú verið starfrækt frá því í lok nóvember. Þessi leikur er gífurlega vinsæll um heim allan, á Norðurlöndunum, í Evrópu, austan- tjalds og vestan, svo og í Bandaríkjun- um og Kanada. Lotto er mjög einfaldur leikur sem allir í raun geta spilað og býður upp á háa vinningsmöguleika. Hæsti vinning- ur sem fengist hefur í einum drætti vannst í Chicago, eitt þúsund og sex- hundruð milljónir króna! Slík staða getur komið upp vegna þess að ef eng- inn fær íýrsta vinning, færist hann óskiptur og bætist við fyrsta vinning næstu leikviku. Ágóða af getraunastarfseminni er varið til eflingar íþróttum á vegum áhugamanna um íþróttir í landinu í félögum innan íþróttasambands ís- lands og Ungmennafélags íslands. Einnig skal honum varið til að greiða stofnkostnað við íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja á vegum Öryrkjabandalags ís- lands. Fyrrnefndir aðilar reka þessa starfsemi sem nefnist íslensk Getspá og er eignaraðild félaganna misjöfn. ÍSI á 46,67%, Öryrkjabandalagið á 40% og UFÍ 13,33%. Hagnaður þessara að- ila getur orðið mikill, það er ekkert vafamál en spurningin er hvort þetta nýja Lotto komi til með að eyðileggja fyrir íslenskum Getraunum. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri ís- lenskrar Getspár var inntur eftir því. „Markmiðið hjá okkur var að stíla inn á nýjan markað og vonandi tökum við ekki neitt frá Getraununum. Út- stöðvunum er dreift á 90 staði og við völdum sjoppur, bensínstöðvar og mat- vöruverslanir. Ég er mjög efins um að þær húsmæður sem versla í þeim versl- unum sem útstöðvarnar eru hafi mik- inn áhuga á knattspyrnu eða þá að þær tippi. Það eru margir sem telja nauðsynlegt að hafa einhverja kunn- áttu á viðfangsefninu og í því sam- bandi þá er slíku ekki til að dreifa hvað Lottoið snertir. Nei, ég vil meina að við séum að sækja inn á nýjan markað. Reynslan í öðrum löndum hefur sýnt að þegar ný happadrætti koma á mark- aðinn þá dregur ekki úr sölu í öðrum. Aðildarfélögin sjá síðan um að útdeila hagnaðinum, við komum ekkert ná- lægt þeim þætti en ég held að þetta verði einungis viðbótartekjustofn fyrir íþróttafélögin.“ LOTTÓ Texti: Halldóra Guðrún Sigurdórsdóttir. Hér standa þeir sem eru í stjórn íslenskrar getspár, talið frá vinstri: Alfreð Þor- steinsson, Björn Ásmundsson, Þórður Þorkelsson, Arinbjörn Kolbeinsson og Haukur Hafsteinsson. Hér má sjá einn viðskiptavin hins nýja spils Lottó en hann hefur útfyllt seðil sem síðan er stungið í tölvuna og út kemur kvittun. Kvittunin gildir en ekki Lottómiðinn sjálfur. 56

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.