Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 58

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 58
Texti: Hörður Hilmarsson. íslandsmeistarar Akraness 1970 ásamt þjálfaranum Ríkharði Jónssyni. Þarna má kenna marga kunna kappa s.s. landsliðsmennina Matthías Hallgrímsson, Eyleif Hafsteinsson, Teit Þórðarson, Jón Alfreðsson, Jón Gunnlaugsson, Harald Sturlaugsson, Þröst Stefánsson fyrirliða o.fl. Hvað skyldi flestum landsmönnum detta í hug þegar staðarnafnið Akranes ber á góma? Ætli menn sjái fyrir sér Akrafjallið sem Sigurður Þórarinsson gerði ódauðlegt í kvæði sínu Vorkvöld í Reykjavík — eða kemur Sements- verksmiðjan fyrst upp í hugann? Nei, ætli flestir tengi Akranes ekki fyrst og fremst fótbolta og þeim frábæru knatt- spyrnumönnum sem borið hafa hróður bæjarfélagsins langt út fyrir landstein- ana. Það er með ólíkindum hversu mikilli velgengni knattspyrnulið íþrótta- 58 bandalags Akraness hafa átt að fagna. Þótt menn hafi hætt eða farið og aðrir tekið við hefur ÍA ávallt verið í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu. ÍA tók fyrst þátt í íslandsmóti meist- araflokks árið 1946 og fyrstu 5 árin var frammistaðan slök. En fall er fararheill og fyrsti íslandsmeistaratitillinn vannst 1951 - GULLÖLDIN var hafin. Á 8 ára tímabili 1951-1958 varð ÍA 5 sinnum meistari, tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Menn eins og Rikki, Donni, Þórður Þórðar, Svenni Teits, Þórður Jóns, Nonni Leós, Gaui Finn- boga, Helgi Dan o.fl. „urðu heimsfræg- ir á íslandi“ — eins og sagt er um menn sem verða landsþekktir. íslenska landsliðið var byggt í kringum Skaga- liðið á árunum frá 1954 og fram undir 1960, voru iðulega 7 Skagamenn þá í liðinu. Flestir urðu þeir 8 í byrjunarliði íslands en þegar varamenn eru taldir með kom fyrir að þetta litla bæjarfé- lag átti 10 fulltrúa í landsliðshópnum. Dæmi um slíkt er m.a. Bandaríkjaferð landsliðsins 1956 þar sem 10 leikmenn af 14 komu frá ÍA.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.