Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 70
Fimleikar
Þær eiga eftir að verða góðar þessar! Liprar og fimar stúlkur — einbeitingin
skín úr andlitunum.
Fimleikadeild Stjörnunnar er einungis fimm ára en árangurinn hefur ekki látið
á sér standa.
Anna: „Það er alveg rétt að við ís-
lendingar gætum verið betri í fimleik-
um en staðreyndin er sú að aðstöðu-
leysið sem við búum við er fyrir neðan
allar hellur. Fyrir það fyrsta þá vantar
fimleikahús í landinu. Ef við tölum í
minni einingum þá vantar okkur hér í
Stjörnunni tíma í sal til að æfa og af
þeim stutta tíma sem við höfum fer allt
of langur tími í að taka áhöldin saman.
Við erum einungis með átta tíma í sal á
móti tuttugu tímum hjá þeim sem æfa
mest. Ekki nóg með að það vanti að-
stöðu heldur vantar okkur einnig
áhöld, t.d. vantar dýnur, stökkbretti,
stökkgólf og gryfjur svo eitthvað sé
nefnt. Það er rétt að það eru fáir sem
horfa á fimleikamót og ástæðan er
ósköp einföld: við eru ekki nógu góð.
Af hverju erum við ekki nógu góð ?
Góð aðstaða þýðir framfarir sem getur
af sér gott fólk. Gott íþróttafólk þýðir
fleiri áhorfendur. Fleiri áhorfendur
gera það að verkum að greinin verður
sterkari, nýtur meiri vinsælda, verður
útbreiddari og afleiðing þess er enn
meira úrval góðs íþróttafólks."
Kristín: „Ég held að við megum ekki
vanmeta þátt þjálfara í þessu sam-
bandi. Hér á ísiandi vantar góða þjálf-
ara sem hafa þekkingu, þ.e.a.s þjálfara
sem eru menntaðir til slíkra hluta.
Þetta er allt meira og minna áhugafólk
sem er að þjálfa því ekki er hægt að
læra fimleikaþjálfun hér á landi. í gegn-
um tíðina hefur verið boðið upp á
námskeið hér á landi svo og hafa kom-
ið nokkrir erlendir þjálfarar og haldið
námskeið bæði í þjálfun og dómgæslu.
T.d. fór ég á námskeið hjá Kínverja sem
kom hingað og lærði heilmikið en
þetta er engan veginn fullnægjandi."
Anna: „Þegar verið er að tala um að
við íslendingar séum lélegir í fimleik-
um þá má heldur ekki gleyma því að
við eigum góðar fimleikakonur og með
árunum verðum við sífellt betri. Miðað
við aðstöðu erum við nokkuð góðar.
Ég get nefnt sem dæmi að það fóru
nokkrar stelpur í æfingabúðir til
Þýskalands síðasta sumar og árangur-
inn var geysilegur. Þær komu með
ýmisleg ný átriði heim sem ekki hefur
verið hægt að gera hér vegna skorts á
aðstöðu. Aðal vandinn er að hafa ekki
gryfju þar sem hún er öryggisatriði. Þá
má heldur ekki gleyma að þegar verið
er að gera ýmsar æfingar þá verður að
nota þykka dýnu upp á öryggið og þá
70