Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 71

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 71
Fimleikar Sunneva Sólversdóttir er 14 ára og unglingameistari í sínum flokki. Hún hefur æft í 3 ár og er hér í æfingu á tvíslá. Sigurbjörg Ólafsdóttir 11 ára hefur æft með Stjörnunni frá upphafi fimleika- deildarinnar. Spígat — var ekki mikið mál hjá henni, tærnar læstar við jafnvæg- isslána. neyðast stelpurnar að stökkva allt að hálfum metra hærra en ella sem auðvit- að gengur ekki. Þetta gerir það að verkum að það er útilokað að æfa ýms- ar æfingar hér á landi.“ GÍFURLEGUR ÁHUGI Nú er fimieikadeildin ykkar hér í Stjörnunni ung. Er áhuginn á fimleik- um mikill? Kristín: „Það er geysilegur áhugi og hann er engu minni en þegar við byrj- uðum á sínum tíma. Það vantaði sár- lega fimleikadeild hér í Garðabæ. Stelp- urnar hafa þurft að fara í bæinn til að æfa. Við Rósa höfðum mikinn áhuga á að stofna deild og þar sem þetta tvennt fór saman; okkar áhugi og stelpnanna í Garðabæ, þá ákváðum við að stofna deild sem við og gerðum haustið 1981. Þá strax innrituðu sig um sextíu stelp- ur í deildina og af þeim hópi eru um þrjátíu stelpur enn. Nú fimm árum síð- ar eru eitt hundrað og sjötíu stelpur skráðar í fimleikadeild Stjörnunnar. Það er óhætt að fullyrða að í gegnum tíðina hafa færri komist að en hægt hefur verið að taka inn. Við fengum nú í ár fleiri tíma í sal, tveggja tíma aukn- ing á viku, svo við gátum tekið allar inn sem vildu.“ Kristín Ragna er 22 ára Garðbæing- ur. Hún er stúdent úr Fjölbrautaskól- anum en þar var hún á íþróttabraut. Hún bjó í eitt ár í Þýskalandi og segir hún að nú langi hana út aftur í íþrótta- háskóla og taka fimleika sem sérgrein. Aðspurð sagðist hún ekki hafa verið mikið í fimleikum sjálf. „Ég æfði eitt- hvað með Björkunum en ekki mikið. Það þarf ekki endilega að fara saman að vera góður í greininni og að vera góður þjálfari. Það sem skiptir máli er að afla sér þekkingar til að þjálfa.“ Anna Borg er 20 ára og varð stúdent í fyrra. Hún byrjaði með Stjörnunni um áramótin 1981/1982 og hefur verið með síðan. Anna segist stefna að því að komast til Bandaríkjanna í íþróttahá- skóla. Hún var í sex ár i fimleikum hjá Gerplu „en ég gat aldrei neitt. Það var mjög gaman, ég æfði mikið en það var ekki nóg. Ég fæ heilmikið út úr því að þjálfa í fimleikunum, er með allt að fimmtán tíma á viku en að auki kenni ég einnig eróbik. Mér finnst þetta mjög gaman en þetta er tímafrekt." 71

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.