Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 15

Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 15
H V ö T 13 sent, enginn til að taka á móti mér og allar skrifstofur lokaðar, engar upplýsingar að fá, allt i „volli“. Eg hafði alltaf haldið að N. G. U. stæði fyrir móti því í örstavik í Noregi, sem ég ætlaði að sitja fyrir hönd S. B. S. (Boðið um að senda full- trúa á mót þetta barst S. B. S. seint í fyrra vetur í gegnum Pétur Sigurðsson ritstj. ,,Einingar“). Ungi maðurinn segist ekki vita til þess, að N. G. U. standi fyrir þessu móti, en ég gcti áreiðanlega fengið upplýsingar um það daginn eftir á skrifstofu N. G. U. Ellen og Adda tjá þessum unga manni vandræði mín. Ilann segist skulu liðsinna mér og biður okkur að bíða, meðan hann bregði sér í síma. Eftir stutta stund kemur hann aftur og segir mér, að Iians nokkur Braaten á över Smestadsvei 14 ætli að hýsa mig. Vandamálið er leyst í bili. Ég þakka manninum og kveð ferðafélagana, nema Öddu. Hún segist ekki skilja við mig fyrr en í öruggri höfn. „Þurfum við að ganga mikið“, spyr ég „Nei, æði spöl“, svara hún. „Eftir Karl Johansgötunni til Unde.r- grund. Þar tökum við lest“. Þessi „æði spölur“ reynist nokkuð langur. Þegar við stígum í Röa- banen, er ég útpískaður af erfiði. Þessar ferðatöskur mínar eru ekkert léttmeti. „Eg vildi heldur láta tjóðra við mig hundrað vilta liunda en drag- ast með þessar fjárans töskur fetinu lengra“, segi ég við öddu. Hún hros- ir að óþolinmæði minni. Lestin er ýmist ofan eða neðan jarðar. Við förum úr einhvers stað- ar i útjarðri borgarinnar. Djúp kyrrð ríkir yfir umliverfinu. Mér finnst ég var kominn i lítið sveita- þorp. Eftir stutta stund erum við hjá húsi nr. 14. Æði stór garðar um- lykur það Einn Ijóslaus gluggi snýr að götunni. Við göngum í „hlað“ og hringjum dyrabjöllunni. Eftir augna- hlik er lokið upp. Tíguleg lcona birtist okkur Hún hrosir og hýður mig velkominn. Adda hefur lokið gustukaverki sínu, kveður og fer. Ég þakka henni mikillega alla hjálpina og óska henni góðrar Islandsferðar. Næsta morgun ætlar hún að fljúga til hólmans gegnum háloftin. Ég er feginn hvíldinni eftir erfiði dagsins. Frúin er dásamleg. Hún talar afar hægt og skýrt. Ég skil hvert einasta orð', þótt óvanur sé norskunni. Ég er varla búinn að hlamma óæðri endanum niður á stól- inn, þegar hún skákar fullri skál af jarðarberjum fyrir mig. Ég er afar soltinn og þessir girnilegu kjarnar freista mín afskap- lega. Mig langar til að „stinga út úr“ skálinni i snatri, en stilli mig. Vel- sæmisins vegna skil ég við skálina rúmlega hálfa. „Þetta eru meinlæti, smækkuð mynd af föstu, holdlegar píslir“, liugsa ég. „Því skyldi ég ekki ljúka úr skálarskrattanum?“ Hvílík bar- átta(!) Erúin eggjar mig á að horða meira af berjunum. „Nej takk, nu har jeg spist godt“, svara ég og reyni að sýnast ákveðinn. Teningunum er kastað. Ég snerti ekki skálina meir á þessu kvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.