Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 22
20
H V Ö T
loforðinu við mömmu, og svo var
Svala lika með, og hið biðj-
andi augnaráð hennar, þrungið
ást og virðingu, varð til þess, að
Siggi lét enga peninga af hendi við
strákana.
En á leiðinni heim fóru strákarnir
af hestunum og byrjuðu að drekka,
og nú var ekkert undanfæri fyrir
Sigga lengur, „hann varð“, eða svo
sögðu strákarnir að minnsta kosti,
og þetta var líka svo hollt og gott,
og Siggi vesalingurinn lét undan.
En Svala lá í grasinu og
horfði á.
Það skrítna var, að þetta var ekki
gott á bragðið, en það var nú sama,
hann drakk það samt og lét sem
sér þætti það gott. En hvað hann
varð undarlegur af þessum sterka
drykk, og jörðin fór að ganga í
bylgjum, honum varð óglatt, og
hann svimaði, — en þá var líka
búið úr flöskunni.
Nú fór hver á bak sínum hesti, og
þau héldu heim á leið. Þau hefðu
fyrir löngu átt að vera komin heim,
og ef til vill var fólkið orðið hrætt
um þau.
Leiðir þeirra skildu, og hélt hver
heirn að sínum bæ, en Svala og
Siggi urðu samferða.
Svala var orðin ósköp döpur, en
Siggi sá það ekki, því að ýmist sá
hann ekkert eða hann sá allt tvö-
falt!
Bara að pabbi hans væri nú ekki
farinn að leita að þeim.
Nú komu þau að Silungsá, hún
var mjög mikil núna, þvi að rign-
ingar höfðu verið undanfarið.
Og þarna sá Siggi til pabba síns
nokkuð í burtu, þau heima hafa þá
verið orðin hrædd um hann.
Siggi reið út í ána, en hesturinn
virtist fremur ófús að fara yfir,
en Siggi sló þá bara fastar í hann.
En hvað var nú þetta: allt hring-
snerist fyrir augunum á honum,
hann tók að hallast, og allt í
einu féll hann í ólgandi, straumhart
vatnið, hesturinn hélt áfram, en
Siggi barst ósjálfbjarga með
straumnum.
En mi var Svala ekki sein á sér.
Hún synti út í vatnið, náði i öxlina
á Sigga og tókst með erfiðismunum
að drasa honum upp á bakkann
hinum megin. Hún var aðframkom-
in, en hún hafði líka bjargað vini
sínum frá drukknun.
Hann var húinn að ákveða að láta
engan tæla sig til að drekka framar.
Siggi rankaði við sér úr þessum
hugleiðingum, hann fann eitthvað
mjúkt sleikja hönd sína. Það var
Svala, — og hann leit brosandi
niður og klappaði tryggu tíkinni
sinni.
Lóa litla var nýkomin í heimsókn
til afa og ömmu. Stóra klukkan
þeirra var lienni mikið undrunar-
efni. Eitt sinn, þegar Lóa stóð fram-
an við klukkuna og starði á hana,
kallaði amma til hennar úr öðru
herbergi og sagði:
„Gengur klukkan, Lóa mín?“
„Nei,“ sagði Lóa. „Hún stendur
alveg grafkyrr á sama stað og dillar
á sér skottinu.”