Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 38
36
H V ö T
meðal hinna laglausu, sem þá fá
fx-ítíma fyrir ekki neitt. Öðrum nem-
endum finnst upplyfting að þvi að
„taka lagið“ á milli strembinna
mála- og stærðfræðitima. Á morgn-
anna sa'fnast nemendur úr öllum
bekkjum saman á ganginum og
syngja tvö eða þrjú lög undir stjórn
einlivers nemanda. Stundum stjörn-
ar Helgi Ti-yggvason kennari, án efa
vinsælasti söngstjói’i skólans.
Þetta er nefndur „morgunsöng-
ur“, og taka flestir þátt í honum,
nema þeir sem óttast að komast „á
gat“ í næsta tima, og svo þegjandi
liásir og laglausir garpar. En þeir
slá taktinn með fótunum og höfð-
inu, meðan þeir mæna syfjuðum
augum niður í torskildar námsbækur.
Eins og i öðrum skólum er flogizt
á i stofum og göngum kennaraskól-
ans, til að fá viðeigandi frímínútna-
hávaða i eyrun. Engu máli skiptir,
þótt föt og hár komist úr skoi'ðum,
nógur er tíminn til að vera virðu-
legur, með kennaralegt útlit, g'ler-
augu og skalla, eða gráan hárhnút
í hnakkanum.
Allir vilja njóta æsku sinnar, hún
cr svo stutt.
Íþróttalíf er fjörugt í skólanum,
sund og leikfimi meðal námsgreina,
hvort tveggja vinsælt og vel sótt.
Auk þess er farið i skíðaferðir
nokkrum sinnum á vetxá með al-
rnennri þátttöku. Þykja það við-
burðaríkar ferðir, livað sem hæ'ft er
í því.
Kennaraskólinn liefur tekið þátt
í skólaboðsundi og handbolta-
keppnum. Þótt afrekin í þessum
greinum séu ekki stórkostleg, skipt-
ir það minna máli en ánægjan, sem
menn hafa af íþróttunum. Hverj-
um og einum er meira virði sá per-
sónulegi árangur, sem íþróttaiðk-
anir hera, en öll met samanlagt,
livort sem þeir gera sér það ljóst
eða ekki.
í skólanum er til kvikmyndasýn-
ingavél og nokkrar kvikmyndir. Er
það notað öðru livoru, nýkomnum
nemendum til ánæg'ju.
Ennfremur er i eigu skólans bóka-
safn allstórt og fer vaxandi. Er það
mikið sótt, og dvelja nemendur þar
oftast, ef tímar falla niður, og jafn-
vel að lokum kennslutíma. Bóka-
safnið er fjölhreytt og skemmtilegt,
og er þar ágæt dægradvöl fvrir
yngri senx eldri.
Þegar kemur upp í þriðja og
fjórða hekk, setur æfingakennslan
nokkurn svip á nemendur. Þeim
finnst þeir vera orðnir kennarar í
fyllstu merkingu þess orðs. Sumir
verða þá strax virðulegri i fasi og
stillilegri í umgengni.
Ncmendur fyrsta og annars
hekkjar líta dálítið upp til þeirra,
þótt ekki láti þeir á neinu bera. —
Bekkjarígur er ekki mikill, á yfir-
horðinu, að minnsta kosti. — En
nemendur vilja lialda uppi heiðri
síns bekkjar og reyna hvað þeir
geta í þvi efni. Fyrir jólin skreytir
hver bekkur sína stofu, og þá gefst
tækifæri til að slcara fram
úr hinum bekkjunum, og er það
reynt, þótt lágt fari. — Þess er skylt
að geta, að á vori hverju fara hinir
nýbökuðu kennarar í ferðalag og
hafa Hallgrím Jónasson að farar-
stjóra. Eru þessar ferðir mestu æf-