Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 52
50
H V ö T
ir ýmsa hópa utan af landi og er-
lendis frá, alls konar spila- og leik-
tækjum og svo síðast, en ekki sízt
stóru skautasvelli og margs konar í-
þróttaáhöldum og völlum?
Jafnvel gætu verið þar salir, þar
sem hægt væri að fá tilsögn i með-
ferð alls konar véla og tækja, svo og
cfnafræðarannsóknarstofa. Reynslan
mundi einnig benda á margar aðrar
nýjungar, sem liægt yrði að hafa
þar.
Nokkru áður en B. Æ. R. var
stofnað, ræddu pólitísku æskulýðs-
félögin þá hugmynd að reisa stofnun
lýðveldisins minnisvarða. Nokkrar
uppástungur komu fram, hver varð-
inn ætti að vera. Ein tillagan, og tví-
mælalaust sú bezta, var að reisa
æskulýðshöll handa allri æsku lands-
ins, sem tákn um liið nýja, unga
lýðveldi. Ég vil nú taka undir þessa
uppástungu, að öll æska Reykjavík-
ur, allir landsmenn, reisi nú stofnun
lýðveldisins minnisvarða, sem ekki
er aðeins stór, glæsileg bygging,
heldur einnig tvímælalaUst sú bezta
og nytsamasta gjöf, sem hægt væri
að gefa lýðveldinu. Hvað er því
meira virði en hin ungborna æska
þess ?
Og nú verða það ekki lítil samtök,
er taka málið i sínar hendur, heldur
öll æska Reykjavíkur, öll æska Is-
lands undir forystu B. Æ. R.
Ég skora nú á ykkur að íeggja
liönd á plóginn og plægja jarðveginn
fyrir æskulýðshöllina. Fjársöfnun er
nú hafin, leggið nokkuð af mörkum
og fáið aðra til að gera slikt hið
sama. Fáum Alþingi til að leggja
fram 40% byggingarkostnaðarins.
Er farið verður að selja happdrætt-
ismiða til ágóða fyrir höllina, mun-
um við ekki liggja á liði okkar að
selja þá. Og þegar hafizt verður
handa að reisa sjálfa höllina, telj-
um við það skyldu okkar að vinna
þar sjálfboðavinnu.
Allir fyrir æskulýðshöllina, æsku-
lýðshöllin fyrir alla.
Obrigðult ráð
Eftirfarandi saga er sögð af Will-
iam Penn, kvekaranum enska, er
stofnaði Pennsylvaníuríki:
Eitt sinn var Penn að Iivetja
mann til að hætta að drekka.
Maðurinn sneri sér að lionum og
sagði: „Ef þú getur kennt mér auð-
velt ráð til þess, þá skal ég leggja
þar við drengskap minn að gera
eins og þú segir.“
„Það get ég,“ svaraði kvekarinn.
„Það er eins vandalaust og að opna
á sér ló'fann, vinur minn.“
„Nú, hvernig má það vera?“
spurði liinn.
„Jú, sjáðu til,“ svaraði Penn.
„Þegar þú finnur ilát með áfengi í
hendi þinni, þá skalt þú opna lóf-
ann, áður en ilátið kemur að vörum
þínum, og þá drekkur þú aldrei vit-
ið frá þér framar.“
Þetta liafði þau áhrif á manninn,
að hann hætti að drekka.
„Alkohól (vínandi) er eitur, sem
hefur fargað fleiri mannslifum eu
öll önnur eitur samanlögð".
Dr. John Harvey Kellogg.