Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 56

Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 56
54 H V ö T Það er vel trúlegt, að höfundur þessarar ritgerðar verði af sumum uefndur „ofstækisfullur postuli“, en það er ekki líklegt, að niðurstöður lians verði hraktar með rökum. Þekk- ingin er grundvöllur hans. Flestir menn vita, að ])að er skaðlegt að reykja. Eftir að hafa lesið Menning- arpláguna miklu, vita þeir, að það er seinvirk, en örugg sjálfsmorðstil- raun. En vesalings „horno sapiens“ er þrár. Hann lætur ekki ætíð skiptast við rök meðbræðranna. Hann vill vera „frjáls“, gera það, sem hon- um gott þykir, reykja, drekka, éta sér til óbóta, ef honum sýnist. Þessi frelsisgrilla gerir hann að þræli, skapar honum helvíti á jörðu, steyp- ir honum niður í djúp þjáninga og dauða. Bók þessi er þróttmikil rödd um hið ógurlega brot mannkyns- ins gegn lögmálum lífsins og tak- rnarki þess. Mannkynið hefur slitið tengslin við uppruna sinn. „Þjáningum þess mun ekki linna, fyrr en það hefur aftur hnýtt þessi tengsl, en þá munu allir sjúkdómar hverfa, eins og nátt- myrkur fyrir rísandi sól“. Síðari hluti bókarinnar er í-itgerð eftir svissneskan lækni og vísinda- mann, dr. Ed. Bertholet, og nefnist hún: „Áhrif áfengis á líffæri manns- ins og andlega hæfileika hans“. Nútímamaðurinn hefnr komizt langt í þeirri list að eyðileggja sig fyrir aldur fram. Hann sækist eftir fleiri lystisemdum efnisheimsins en tóbaki. Honum ])ykir sopinn góður. Allir eru sammála um, að of- drykkjan sé böl. En, hvað um hina svo nefndu „hófdrykkju“? Er hún skaðlítil, jafnvel meinlaus cða góðra gjalda verð. Þessari spurningu er svarað mjög rækilega í ritgerðinni. Engin hófdrykkja er hættulaus eða skaðlaus og því síður góðra gjalda verð. Jafnvel minnstu skammtar af áfegni draga úr hæfni manna til andlegra og líkamlegra starfa. Þessu til sönmmuar birtir læknirinn niður- stöður fjölda vísindamanna og sér- fræðinga. Hver er meginorsök hinna tíðu járnbrautarslysa ? Svarið við þessari spurningu kem- ur í síðasta hluta ritgerðarinnar. Það er byggt á mörgum og mjög nákvæmum rannsóknum: „Flest stærri járnbrautarslys eiga rót sína að rekja, beint eða óbeint, til hinna afdrifaríku áhrifa áfengis“. Margir ölkærir menn halda því fram, að á- fengi sé skaðlítið heilsu manna og benda í þessu sambandi á fílhrausta öldunga, sem svolgrað hafa áfcngi alla sína hundstíð. Um þetta atriði segir læknirinn: „Það er ekki úr vegi að svara hér einni athugasemd, sem við bindindis- menn fáum oft að heyra; okkur er borið það á brýn, að við gerum of mikið úr þeim hættum, sem heilsu okkar og langlífi stafi af á- fengisnautn. Og til sönnunar máli sínu benda andstæðingar okkar á menn, sem virðast halda fullri heilsu, þrátt fyrir ofneyzlu léttra eða sterkx-a áfengra di’ykkja. En venju- lega láist þeim, og það ekki að á- stæðulausu, að fræða okkur um heilsufar afkomenda þessara drykkjumanna, sem voi'u svo hi’aust-

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.