Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 24

Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 24
n HVÖT liarðast niður á æskulýðnum. Það er eins og alls staðar sé fæti brugðið fyrir eðlilega þróun liins unga manns og' ungu lconu, — og ekki bætir liin botnlausa ringulreið um- heimsins úr skák. Gamla kynslóðin, sem senn er nú hnigin til lnoldar, hefur sagt við okkur: Þú mátt ekki drekka, og þú mátt ekki reykja, það liefur illar af- leiðingar, bæði fyrir þig sjálfan og aðra. — Gott og vel, — en þá vakn- ar spurningin: Hefur sú kynslóð far- ið eftir þessum boðorðum, er þar ekkert ósamræmi milli orða og at- bafna? Hér er engin ráðgáta við að glíma, dóni sinn getur eldri kyn- slóðin ekki umflúið. Hver einasti þjóðfélagsþegn, sem nokkuð er kominn til vits og' ára, veit, að einn drýgsti tekjustofn, sem ríkissjóður er og hefur verið aðnjótandi nú um langt skeið, er einmitt sala áfengis og tóbaks. Þarf þá nokkurn að undra, þótt fast sé drukkið og tóbak sé ekki sparað, þegar afkoma þjóð- félagsins er komin undir viðbaldi drykkjubols og tóbaksnautnar? Slíkt öfugmælaástand er nú rikj- andi á flestum sviðum þjóðlífs okk- ar, að allt virðist miða að þvi, að varla verði gómi stutt á nokkurn heiðarlegan blett. Þetta á sinn drjúga þátt í því kæruleysi og liug'- sjónadeyfð, sem orðið hefur á und- anförnum árum hinnar aðfluttu stundarvelmegunar. Áfengisneyzla liefur lika farið ört vaxandi, svo að nú er þörf skjótra úrræða. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Skýrslur segja, að árið 1944 bafi áfengismagnið á hvern íslending verið iy2 lítri af 100% áfengi, en 1947 er það komið upp i 2V2 lítra. Við gátum einu sinni hælt okkur af því, að við drykkjum minnst allra Norðurlandabúa; lítið fer nú að verða úr því hrósunarefni. Þessar tölur vitna vissulega gegn okkur og gegn velferð alþjóðar. Margoft hefur verið sýnt fram á, bve skaðleg áhrif áfengisneyzla hef- ur á manninn, bæði andlega og lík- amlega, hvernig hún dregur smám saman úr heilbrigði og þrótti og hvernig hún lamar siðferðisþrek og kæfir löngun mannsins til lieil- brigðra aðgerða og athafna. Allt þetta liefur verið sýnt fram á og sannað með ljósum rökum og skýr- um, svo að öllum sæmilega vitiborn- um mönnum ætti að vera ljóst, hvers konar bölvaldur áfengið er. Og svo stöndum við frammi fyrir þeirri öm- urlegu staðreynd, að þrátt fyrir alla vitneskju um skaðsemi áfengis og tó- baks er aldrei gróðavænlegra en ein- mitt nú að verzla með þessi eiturlyf, aldrei hafa jafnmargar milljónir olt- ið inn í ríkiskassann vegna áfengis- sölu og einmitt á þvi herrans ári 1948. Áhrif þeirrar miklu áfengis- neyzlu, sem þjóðin hefur leiðzt út í, kunna að verða okkur alvarlegur vegtálmi, þegar fram líða stundir. Þau hljóta að setja mark sitt á stór- an hluta hinnar uppvaxandi kyn- slóðar. Ekki er gott að segja, hversu djúpstæð og' langvarandi þau áhrif verða, þegar öll kurl koma til graf- ar. Það undur hefur svo gerzt bjá okkur, að eldri kynslóðin hefur yf- irleitt verið samdóma í áliti sínu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.