Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 19

Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 19
H V ö T 17 og bústinn bolakálfur, sem er lileypt út í fyrsta skipti að vorlagi, og teygja hvíta drykkinn, sem bíður mín í þykku flöskunni á eldhúsborð- inu. Áður en ég fer, stingur frú Braaten að mér vænum brauðböggli, mjólkurflösku og slatta af jarðar- berjum, en harðneitar að taka græn- an eyri fyrir allt það, sem þau hjón- in hafa fyrir mig gert. Ég kveð þau vandræðalegur af þakklæti. Ég er á östbanen laust fyrir kl. 8, en lestin á ekki að fara fyrr en kl. 8,45, svo að það er nægur tími til stefnu. Ég lít á farseðil minn: Oslo—Ándalsnes Andalsnes—Álesund Álesund—örstavik Tveggja daga ferð í þrem áföng- um, er fyrir dyrum. 1 dag mun ég þjóta eftir Guðbrandsdalnum, hjarta Noregs. Á morgun mun ég líta liá- fjalladýrð Summöre. Meðan ég bíð á járnbrautarstöð- inni, kemst ég í kynni við finnskan magister, að nafni Tuominen, sem er að fara til örstavíkur. Islenzki fáninn, sem er festur í jakkahorn mitt, kemur upp um mig. Sætin í lestinni eru númeruð niður, og að- eins og þeir, sem hafa „pladsbillett“ (einskonar aukamiða með sætanúm- eri á), geta leyft sér þann „lúxus“ að sitja. Þessi finnski magister hefur ekki „pladsbillett“ og getur því ekki setið hjá mér. Ég lendi samt sem áður í ágætum félagsskap. Hár og grannur hermaður, rauður á hár, sezt við hlið mér. Hann rekur fljót- lega nefið í íslenzka fánann minn, eins og fleiri, og fer að rabba við mig. Hann spyr fyrst um mig og mitt land, en síðan segir hami lítil- lega frá sjálfum sér. Hann var í flug- her frjálsra Norðmanna í Englandi á striðsárunum og tók þátt í mörg- um orustum. Nú er hann í sumar- fríi. 1 Lilleströnu bæast allmargir Finn- ar í hóp þeirra, sem eru á leið til örstavíkur. örstavíkurfarar kynnast fljótt og mynda eins konar „blökk“ í lestinni. I hópi þessa ágæta fólks eru nokkrir Norðmenn. Ég kynnist tveim þeirra töluvert á ferðalaginu, ungri stúlku að nafni Inger og bíl- stjóra, sem Arnljot nefnist. Þau eru einstaklega alúðleg og fræða mig af kappi um fegurð norskrar náttúru. Það situr meir en við orðin tóm. Ég lít tignina, og nýt hennar í æ ríkara mæli, eftir því sem norðar dregur, þó ckki til fiills, vegna hraða lestarinnar. Guðbrandsdalurinn, þessi paradís norskrar náttúru, sveit Sigridar Undsets og Kristínar Lavrandsdóttur, birtist í öllum blóma sínum, allri fegurð sinni. Ég stari á grænan gróðurfeld fjalla- hlíðanna, hvítfreyðandi fossa og elfur, sem ryðjast fram í heillandi krafti sínum, stormandi snæviþakta tinda, sem rísa tignarlega af grunni gróandans. Hvílík fegurð, tign og kraftur! Ferðalagið niður á milli Roms- dalsalpanna er áhrifaríkt og jafn- vel æfintýralegt. Framundan er Romsdalsfjörðurinn. I syðsta og innsta hluta lians liggur Andalsnes Lestin brunar inn i þetta litla þorp kl. rúmlega 21. Ferðalaginu er lokið í bili. Ég kveð ferðafélaga mína, sem ætla að leggja á sig það erfiði að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.