Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 10
8
H V ö T
sannur gleðigjafi, sem tengir menn
saman.
Margs konar skemmtiatriði eru
á boðstólum, og eru þau öll með
ágætum. Finninn, Erdama, skemmt-
ir fyrir okkar hönd. Honum tekst
ágæta vel nú, sem endranær.
Þegar þessari skemmtun er lokið,
er gengið út. Stór upplýstur dans-
pallur blasir við skammt frá. Eg
hef ekki mikla löngun til að dansa,
aldrei þessu vant. Mig langar til
að skoða mig lítillega um. Húmið er
að síga yfir. Eg rölti um meðal
trjánna í kvöldkyrrðinni.
Skammt undan liggur hæð nokk-
ur. Þangað geng ég leggst á magann,
spila upp löppunum, gapi eins og
gauksungi og stari út í geiminn. Blátt
spegilsétt vatn breiðir úr sér skammt
í burtu, dimmbláar hæðirnar skjóta
kollunum upp fyrir trjátoppana á
einstaka stað.
1 fjarska birtist ljósadýrð Stokk-
hólmsborgar. En, hvað hér er hljótt
og kyrrt.
Grösin, blómin, kjarrið angar.
Eg hlusta lirærður á raddir nátt-
úrunnar. Mér virðist trén, laufin
og stráin hvísla undursamlegum
orðum i eyra mér. Þau bjóða mig
velkominn og biðja mig að vera.
Blærinn ber mér fagnaðarboðskap
náttúrunnar utan úr geimnum og
strýkur hár mitt blíðlega, þegar
liann fer hjá.
1 kvöld hvíli ég við brjóst þitt
fagra jörð. En hvað ásjóna þín er
tignarleg og heillandi!
Járnbrautarlest öskrar í fjarska.
Eg hrekk upp. Hafði ég blundað eða
fallið í trans? Skammt í burtu óm-
ar skandinaviskur vals. Eg geng
hröðum skrefum í áttina til Tollare.
Eg glenni upp skjáinn kl. 7,30
næsta morgun klæði mig í flýti og
,,ræsi“ Norðmennina 3, Tyrkjann og
öddu og Báru.
Eftir morgunverð er lagt af stað
til heimsborgarinnar. Eg hyggst að
skreppa á skrifstofu SSUH (Sveriges
Studerande Ungdoms Helnykterhets-
förbund), sænska skólasambandsins,
og rabba við félagana um starfsemi
þeirra, en mér er tjáð, að hún sé
lokuð. Enginn mátti draga sig út úr
hópnum, því að í vændum var ferða-
lag um nokkurn hluta borgarinnar
samkvæmt áætlun.
Kl. 11 er gefið „frí“ til kl. 12,30,
cn þá skyldum við mætast á viss-
um stað. Flestir nota þennan tíma
til að verzla. Við Erdama förum
saman. Hann ætlar að kaupa skó,
en eg ferðatösku. Við röltum götu
úr götu. Loks förum við inn í gríðar-
stóra byggingu við Drottninggatan,
sem nefnist „Pub“. Við flækjumst
hæð af hæð, án þess að fara upp
einn einasta stiga. Rafmagnskraft-
urinn ber okkur. Það er ameríku-
hraði á öllu og eilíf ös.
Þarn fæst allt milli himins og jarðar.
Erdama fær sína skó og eg mína
tösku.
Kl. 12,30 mætumst við öll á
Tegelbacken. Þar stígum við á
snotra fleytu, sem á að bera okkur
um hin fögru sund og undir brýrnar,
sem yfir þau liggja.
Þetta cr ánægjulegt ferðalag, en
þó nýtur maður þess ekki fullkom-
lega, vegna þess hve hratt er farið.